Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 28
KVEIKT ERU Á BORÐI KERTALJÓS dvaldist hún lítið þar heima eftir að hún varð sextán ára. Haustið eftir að Jakobína lauk námi giftist hún ísak Jónssyni byggingar- meistara í Winnipeg. Hann var Aust- firðingur og hafði numið iðn sína í Kaupmannahöfn. í ársbyrjun 1907 fluttust ungu hjónin frá Winnipeg vestur í Victoria á Vancouver-eyju við vesturströnd Kanada. Þar bjuggu þau skamma hríð, því að í árslok 1908 sett- ust þau að í Seattle-borg í Washing- ton-fylki á norðvesturströnd Banda- ríkjanna. Áttu þau heima þar upp frá því. Þau eignuðust sjö börn, sex syni og eina dóttur. Yngsti sonurinn fórst í stríðinu tæplega tvítugur með kafbát á Kyrrahafi, og dóttirin andaðist tæp- lega þrítug. Hin börnin náðu mann- dómsaldri og settust synirnir allir að í Seattle nema einn sem bjó í Kaliforn- íu. ísak, maður Jakobínu, lést árið 1948. Jakobína lifði hann í tæp þrjátíu ár. Síðustu æviár sín var hún á dvalar- heimili í Bellevue sem er útborg Seatt- le. Þar lést hún 8. júlí 1977, á nítugasta og fjórða aldursári. Finnbogi Guð- mundsson minntist hennar í grein í Morgunblaðinu 11. ágúst 1977 sem hér er stuðst við, en meginheimild um ævi og störf skáldkonunnar er formáli séra Friðriks A. Friðrikssonar að ljóða- safninu Kertaljós sem út var gefið 1955. Jakobína var komin um þrítugt þegar hún fyrst fór að birta eftir sig skáldskap. Kveðskapur hennar átti sér þau upptök sem algengt er um mæður, - hún fór að kveða við börn sín. Framan af leit hún ekki á þetta sem alvarlega bókmenntaiðju, enda má nærri geta að ekki hefur hún haft mikið tóm til að leggja rækt við skáld- skap jafnframt því að annast sinn stóra barnahóp. En fyrst birtu vestur- íslensk blöð eftir hana kvæði 1913, og helsta rit íslendinga vestanhafs, Tíma- rit Þjóðræknisfélagsins, birti ljóð 1920 og oft síðan. Um svipað leyti tók hún að fást við að þýða íslensk ljóð á ensku og halda fyrirlestra um íslenska menningu. Fyrsta þýðing hennar sem kom á prenti var á kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Varð það til þess að kynni tókust með þeim Stephani og hafði Klettafjallaskáldið mætur á Jakobínu, skáldskap hennar og land- kynningarstarfi. í safni ritgerða Step- hans og erinda er ræða sem hann flutti Jakobínu á fyrirlestraferð og bréf fóru á milli þeirra. Eru prentuð nokkur bréf til skáldkonunnar í bréfasafni Stephans, og í bréfum til Stephans sem 28 út voru gefin fyrir tæpum áratug er að finna bréf frá Jakobínu. Stephan G. minnist á Jakobínu í bréfi til vinar síns, séra Rögnvalds Pét- urssonar, árið 1918 og segir þar skemmtilega frá heimsókn til hennar: „Jakobína ein þýðir sem skáld, að svo komnu. Svo er hún mér í minni því ég kom til hennar snöggvast. Þessi litla, fagureyga barnamóðir, sjálf barn að útliti, innan um ljóðabækurnar, krakkana sína og kaffiáhöldin. Ég skildi varla hvernig hún lifði svo sumarglatt, fremur en fáein blóm sem hún sótti út í garðinn og stóðu þar undir beru lofti, þó vetur væri.“ Jakobína vann mikið starf við að kynna íslenskar bókmenntir fyrir enskumælandi fólki. Á löngum ferli þýddi hún fjöldann allan af íslenskum ljóðum og kom safn ljóðaþýðinga, Northern Lights, út hér árið 1959. Þá þýddi hún einnig smásögur og leikrit: Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar, Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran og Nýársnóttina eftir Indriða Einars- son. Nátengt þessu starfi var fyrir- lestrahald hennar sem áður getur, víða um Bandaríkin og Kanada. Séra Friðrik A. Friðriksson segir í formála sínum 1955: „Nú í tvo áratugi hefur verið til hennar leitað ekki sjaldnar en 20-30 sinnum árlega um erindaflutn- ing meðal enskumælandi fólks. í þessu starfi hefur hún - og ísland - farið marga sigurför.“ Þess var áður getið að Jakobína var orðin nokkuð kunn fyrir skáldskap sinn vestra um 1920. Á íslandi vöktu kvæði hennar fyrst verulega athygli er út kom hið stóra safnrit Vestan um haf, 1930, en í það völdu Einar H. Kvaran og Guðmundur Finnbogason úr skáldskap Vestur-íslendinga. Fimm árum síðar buðu Ungmennafélag íslands og Kvenfélagasamband íslands Jakobínu heim til ættlandsins. Ferðaðist hún víða um og varð förin henni að yrkisefni í mörgum ljóðum. Eitt þeirra er Þú réttir mér ilmvönd: Þú réttir mér ilmvönd af íslenskum reyr, - ég atburðinn geymi. Hvert árið sem líður ég ann honum meir, þó öðrum ég gleymi. Mig greip einhver suðræn og seiðandi þrá að syngja hér lengur. Við íslenskan vorilm til viðkvæmni brá, svo vaknaði strengur. Þann ilmvönd sem gaf mér þín íslenska hönd er unun að geyma. Ég flyt hann með ástúð að fjarlægri strönd úr fjalldalnum heima. • Ástarljóð um börnin Sá flokkur í ljóðum Jakobínu sem umsvifalausast fangar hug lesandans eru ástarljóð hennar um börn sín. Þau ljóð eru mörg. í ljóðabókinni Kerta- Ijós, 1939, eru nokkur þeirra, og ljóða- kverið Sá ég svani, 1942, hefur ein- göngu að geyma barnaljóð, þ. e. ljóð ort í orðastað barna og handa þeim- Þessar bækur báðar eru endurprent- aðar í ljóðasafninu sem fyrr var getið, og auk þess viðbót sem að verulegum hluta er tækifærisljóð. Eitt af ljóðum Jakobínu um börn heitir Jú, ég hef áður unnað: Því ef ég sé hann sofa, með sælufrið um brá, þá kýs ég alla ævi þann yndisleik að sjá- - Og vofum veruleikans ég vildi bæg]a frá- En aftur ef hann vakir, og augun dökk og skær með brosi trausts og blíðu allt blessa n®r og fjæf’ þá langar mig þau lýsi eins lengi °& hjartað slær- Annað kvæði, Vögguljóð, hefst svo: Ég held um smáa hendi því gatan hér er grýtt. þá get ég líka fundið hvort þér er nógu hlý«- Ég veit mér skylt að ráða og rata fyrir þrS- - en raunar ert það þú sem leiðir mig- Flest ljóð Jakobínu eru einföld 1 formi, rata krókalaust til lesandan5 með sínum ljúfa lýríska blæ. En hún ej stundum ekici öll þar sem hún er séð- ljóðinu Illagil bregður hún fyrir sig þjóðkvæðastíl, með endurtekningu111 og grunkveikjum, - tekst að gS^*1 ljóðið dul og hrolli, geig við það sern1 myrkrinu felst: j

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.