Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 63

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 63
Enn til kaupfjelaga og samvinnufjelaga. I fyrsta hepti tímarits þessa er þess óskað, meðal annars, að tímaritið fái skýrslur um hverskonar samvinnufjelagsskap hjer á landi. Ritstjóri tímaritsins hefur, auk þessa, brjeflega óskað eptir ákveðnum skýrslum frá forstöðumönnum ýmsra fjelaga. Hingað til hefur lítill árangur að þessu orðið. Að eins nokkur kaupfjelög hafa sent skýrslur, en þau eru of fá til þess, að hægt sje að koma fram með aðalskýrslu fyrir fje- lögin, sem tímaritið ætti að flytja á hverju ári. Það er að öllu leyti óhentugt að yfirlitsskýrslur komi í smámolum, og sú aðferð nær ekki þeim tilgangi, að vera handhæg tafla fyrir þá, sem þaðan vilja einhvern fróðleik fá. Formenn rjómabúanna hafa vikist hjer allvel að máli, og því hefur tímaritið getað flutt skýrslu um búin í tveimur sýsl- um, sem þó er með allt of miklum eyðum. Næsta hepti tímaritsins er ætlast til að komi út í október þ. á. I því hepti ætti að vera yfirlitsskýrsla um hag og starf- semi kaupfjelaganna, ásamt fleiri skýrslum. Er því hjermeð skorað á forstöðumenn samvinnufjelaga og kaupfjelaga að sýna tíniaritinu þá velvild, að senda ritstjóra þess skýrslur þær, sem hann óskaði að fá, og nánar er lýst í brjefum frá honum, í Nóvember f. á., og gjöra þetta svo tímanlega, að skýrslurna: komist til hans eigi síðar en um miðjan Septem- ber þ. á. (Sbr. einnig I. hepti. Bls. 56).

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.