Neisti - 01.10.1963, Síða 5

Neisti - 01.10.1963, Síða 5
Stórbrotnast viðfangsefni Ráð- stjómarþjóðanna er maðurinn sjálf- ur. Menning. Að hver einstaklingur fái notið þeirra hæfileika, sem í honum búa. Með hverju árinu aukast möguleikar allrar alþýðu til list- iðkana og annarra þeirra tómstunda- starfa, sem hver kys sér. Markmið og kjarni vísindanna um þjóðfélagið er einmitt þetta : að hver maður fái notið sfn. Þróunin 1 Ráðstjórnarríkjunum stefnir vissulega hraðfara í þessa átt. Öðru visi getur heldur ekki farið. Eins og vísindin segja fyrir hvemig virkja skuli fallvatn og vinna rafmagn ,segja vísindin fyrir hvemig virkja skuli þjóðfélagsöflin og vinna menningu. Þó sósialismi sé vísindi.er hann ekki neitt allsherjar „ patent ” , þó grundvöllur sé lagður í hagskipun þjóðfélagsins er margt vandamálið óleyst. Þess hafa gerskir ekki gætt sem skyldi, kannski ekki haft að- stöðu til. Margvfsleg arfleifð frá Stalíhtímum setur enn svip sinn á ýmsa þætti þjóðlífsins, og af því sprettur margur kynjagróður, sem okkur, vinum þeirra og kunningjum f öðmm löndum kemur býsna spánskt fyrir sjónir. Kunnugir vita.og vita fullvel, að sú örugga og rökrétta menningarsökn, sem þar fer fram hlýtur að uppræta illgresið. Sömuleiðis er auðskiljanlegt hvers vegna Ráðstjórnarþjóðum er friður ekki aðeins hjartansmál, en innileg— ust ósk og ákveðnastur vilji ( oft og mörgum sinnum hafa þær ítrekað þá tillögu að fallast á hvaða eftirlit sem vera skal, aðeins ef viðsemj- endur vilja fallast á ALGERA af- vopnun ) - og væri margt með öðrum brag f annálum, ef þær hefðu notið friðar. Trú okkár er sú, að það fólk, sem nú heldur byltingarhátfð Ráðstjórnar- ríkjanna eigi sér þungbærari sögu og jafnframt glæsilegri hlut f mann- kynssögu en annað fólk hafi sér átt. Hátíð þeirra er hátíð allra, sem trúa á samfélag manna og jarðneskt Iff. Okkur væri hollt að reyna að skiija þrautasögu þeirra, samfagna þeim með þann árangur, sem þegar er unninn og miklast með þeim af fram- tíðarviðhorfunum, sem móta daglegt starf þessa fólks. ÁHUGAFÓLK UM DANSLIST. TALIÐ FRÁ VINSTRI: vbCTOR POPOR ER NEMANDI í MALMIÐNAÐARSKÓLA, VALENTÍNA JABLOKOVA VINNUR VIÐ GASMÆLINGU f NAMU, J. MARAKULfN LOGSUÐUMEISTARI OG NELLÍ LJASKARONSKAJA ER LÆKNIR.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.