Neisti - 01.12.1965, Side 8

Neisti - 01.12.1965, Side 8
16. marz '64 Vorið er komið og kallar á þig svo kátt og svo létt og svo hlýtt. Og hamingjan kemur að heimsækja mig og háttar sig nettlega og blítt. ENN ER EFTIR. Skipið bíður við bryggjuvæng báran skín. Enn á ég eftir eina nétt ástin mín. Máfur fagur í ferðahug flýgur hjá. Sjá mun ég ennþá eina stund augun blá. Bátsmaður kallar brúin fer borðifrá. Þig á ég aðeins augnablik enn að sjá. Bleikar öldur um bláan mar breiða sig. Enn á ég eftir allt mitt líf að elska þig. EILÍFT LÍF Eg er sannleikurinn og lífið gef þú orði mínu gaum og geymdu það og þú lifir þétt líðir dauða þvx sá sem meðtekur mig þar með er hluti af mér og ég mun vara og með mér hann svo lengi morgunsél nuru vekur á votu engi. ANDVAKA. Stormur kaldur stálgrá héla á rúðum sem rósbleikar brostu í vor harðsporuð fold af frosti föllnum draumum lostin. A undir sorgþungum svellum sígur til eilífs hafs. 8 Eg vakna af langþreyttum leik sem mig leiddi í vonlausar villur um vetrarins myi’kvið ég hef rofið minn draum frá þeim söng sem var sunginn af sélheitum degi við sviflétta þresti í skógi. Þá á ég aðeins það eftir sem áður ég sá fyrir sýnxxm, án víla og vafurloga veruleik hreinan: auðar götur alstirndur himinn án sólar frostþung þegjandi nótt. Hljóður og horskur handan við vetrarins bláma vordagur bíður með leysing, smára og lamb og laufþyt í skógi. Við þegjum og bíðum í ró. Rennur dagur á draumþunga nótt. KRISTINN REYR Hamingjan tekur hatt sinn og kápu og hleypur á dyr takk scheving takk eins og hrynji yfir mann fjall brotni á höfði en björgin hlaðist að bringu herðum andþoli. Upphrópun : það var þó gott að þetta fjall var ekki helmingi hærra. Kristinn Reyr

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.