Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 3
14 ára verklýðsríki Frá Eyrarbakka. fllmenní atvinnuleysi Hreppsnefndin hyggst í sameiningu við sósíaldemókpala að hefja „alvinnubæfur" á kostnað aivlnnuleysingjanna sjálfpa. Ástandið á Eyrarbakka er þannig, að fjöldi heimilisfeðra hafa verið atvinnulausir, svo mörgum mánuðum skiptir — allt upp í 9 mán. íhaldið hefir ráðið þar, svo að segja, óáreitt í málum hreppsins um mörg ár. Fyrst nú í ár, hefir Alþýðuflokkurinn tvo fulltrúa í hreppsnefndinni og má ætla að kjós- endur þeirra hafi gert sér vonir um, að ein- hver litbrigði yrði hér með í henni. Eitt það fyrsta, sem þessir nýkosnu fulltrúar Alþýðu- flokksins, hafa vakið athygli á sér fyrir, eru tillögur annars þeirra í atvinnuleysismálinu, sem nú er alvarlegasta úrlausnarefnið, sem hreppsnefndarinnar bíður. Enda eru tillögur hans einstakar í sinni röð og fengu almenna viðurkenningu hjá íhalds- meirihluta hreppsnefndarinnar, því vandséð er, hvort sjálfu íhaldinu hefði tekizt betur. Tillögurnar voru á þá leið, að reynt yrði að fá lítilsháttar lán til að leggja á móti lög- ákveðnu ríkistillagi, sem áætlað var 3000 kr., en því sem á vantaði yrði náð með framhalds- niðurjöfnun, kr. 1250,00, sem hefði lent, að venju, aðallega á verkamönnum og þar með atvinnuleysingjunum sjálfum. Auk þess skyldu atvinnuleysingjar gefa vinnu, er næmi allt að kr. 1000,00. Það er því sýnilegt, að atvinnu- ieysingjarnir áttu ekki aðeins að gefa mikinn hluta af „atvinnubóta“-vinnu sinni, heldur átti einnig að nota tækifærið til að láta þá vinna af sér útsvarsskuldirnar. Með þessari aðferð gat hreppsnefnd yfirstéttarinnar á Eyrarbakka tryggt sér það,'að atvinnuleysingjarnir ynnu að nauðsynlegum framkvæmdum og sköpun nýrra verðmæta fyrir hana, svo að segja yfir- stéttinni að kostnaðarlausu, en enginn gaumur gefinn því, að með þessu fyrirkomulagi var atvinnuleysingjum ekki einu sinni tryggt lífs- viðurværi meðan á vinnunni stóð. Þetta er því algerlega ný tegund þvingunarvinnu, sem ekki á sinn líka á sögu verklýðsþrælkunarinnar. Enda er þetta einn ávöxtur af stéttasamvinnu- pólitík krata og íhaldsflokkanna. Verkalýðurinn kemur auga á hættuna og gerir kröfur sínar. Á fundi í Verklýðsfélaginu Báran á Eyrar- bakka, sem haldinn var 1. nóv. s. 1. var at- vinnuleysismálið rætt. Voru þar hugir verka- manna almennt andvígir „bjargráða“-stefnu hreppsnefndarinnar og tóku margir verkamenn til máls í sama anda, þar sem baráttuhugur verkalýðsins gegn þessari nýju árás yfirstétt- arinnar lýsti sér mjög greinilega. Komu þar fram tillögur frá Kommúnistadeildinni á Eyr- arbakka, svohljóðandi: 1. Nú þegar skulu framkvæmdar atvinnubæt- ur, fyrir alla atvinnulausa verkamenn á Eyrarbakka, en að öðrum kosti sé veittur atvinnuleysisstyrkur, sem svarar fullum daglaunum, miðað við gildandi taxta yerka- lýðsfélagsins hér. 2. Hreppsnefndin framkvæmi nú þegar auka- niðurjöfnun útsvara, þar sem allir hrepps- gjaldendur, þeir, sem ekki hafa á útsvars- skrá kr. 150,00, séu undanþegnir þessu út- svari, en hin nauðsynlega f járupphæð verði lögð á hina stærri gjaldendur hreppsins. 3. Atvinnubótavinnan fari fram undir stjórn verklýðsfélagsins og greiðist að fullu tU verkamanna vikulega og í peningum. 4. Þó ekki verði hægt, vegna árstíðanna, að vinna fulla 10 kl.t. á dag, séu greidd full daglaun sem fyrir 10 tíma væri. Kröfur þessar voru ræddar af mörgura verkamönnum og samþykktar í einu hljóði. Stofnað baráttulið til að leiða baráttu atvinnuleysingjanna á Eyrarbakka. Að loknum fundi verkalýðsfélagsins, lýstu kommúnistar því yfir, að deild Kommúnista- Verklýðsfandir nm allt ísland til minningar um Terklýðsbylting’nna. Kommúnistaflokkur Islands gekst fyrir fundahöldum og skemmtunum víðast hvar í kauptúnum landsins 7. nóv. I Reykjavík var ágætlega sótt skemmtun, þar sem fluttar voru ræður um byltinguna og hin stórkostlegu tímamót, er hún markar í mannfélagsþróuninni, og eins um rússnesku verklýðsæskuna, leikhópar sýndu hina prýði- legu leiksýningu: „Auðvaldið ræður“. I Vestmannaeyjum var fjölsótt skemmtun, talaði þar m. a. Gunnar Benediktsson. Á Akureyri var einnig ágæt skemmtun um kvöldið, flutti Steingr. Aðalsteinsson ræðu um byltinguna, en leikhópur sýndi: „Verkin tala“. Á Siglufirði var fjölsótt verklýðsskemmtun og sýndu leikhópar verkalýðsins þar smáleik. Á Eskifirði gengust kommúnistar fyrir góðri skemmtun og svo mun hafa verið víðar, sem blaðinu enn ekki hafa borizt fregnir um. Alstaðar sýnir verkalýðurinn vaxandi fylgi sitt við kommúnismann og hrifningu sína af sigri sósíalismans í Rússlandi. Kveður svo rammt að þessu að sósíaldemókratarnir ís- lenzku, sem sífellt eru að svívirða kommúnista, eru nú að reyna að blekkja fjöldann með því að teljast einnig orðið hlynntir sigri sósíalism- ans í ráðsjórnarríkjunum. Héldu ungkratar í Reykjavík skemmtun 7. nóv. og flögguðu þar með Rússlandsvináttu sinni. En þeir munu brátt kynnast því, að verklýðsríkið vill ekki láta tigna sig með orðum tómum, heldur með eftirdæmum — og hvað segja hræsnararnir þá? Verndið ráðstjómarríkin! Fram til baráttu fyrir sigri sósíalismans undir forustu Komm- únistaflokksins! Það er kjörorðið, sem íslenzk alþýða er að fylkja sér um nú. flokksins, héldi fund þá um kvöldið, þar sem öllum verkamönnum væri heimil aðganga. Fundur þessi var sóttur af allmörgum verka- mönnum og umræður af hendi kommúnista voru hinar fjörugustu. Endaði fundurinn með því að 23 manna baráttulið var stofnað meðal verkamanna, sem skyldi leiða baráttu atvinnu- leysingjanna á Eyrarbakka og verða framvegis leiðandi kraftur hinnar hreinu stéttarbaráttu meðal verkalýðsins þar á staðnum. Verklýðshreyfingin á Eyrarbakka hefir hing- að til verið nokkuð atkvæðalítil, enda algerlega undir handleiðslu Alþýðuflokksbroddanna. Kommúnistadeildin þar skoraði snemma í haust á stjórn verkamannafélgasins að halda fund til að ræða atvinnuleysismálið, því sýnt var að atvinnubætur yrðu síður framkvæman- legar að vetrinum til, en stjórn verkamanna- félagsins rumskaði ekki og hefir því ekkert verið gert í því máli, af hálfu verkalýðsfélags- ins, fyr en nú. Verkalýðurinn á Eyrarbakka er nú sýnilega, eins og annarsstaðar, að vakna til vitundar um það, að stéttasamvinnan og hin sósíaldemókratiska forusta samtaka hans, leið- ir hann á refilstigu, en að eingöngu hann sjálfur, sameinaður á grundvelli stéttabarátt- unnar, undir forustu Kommúnistaflokksins, megnar að leiða hann til sigurs og farsældar. Frá Siglufirði Verkalýðun Siglufjanðar samþykkir á fjölmennum fundi atvinnubóta- knötup kommúnista. Á Siglufirði er atvinnuleysið nú almennara en nokkru sinni áður og sérstaklega tilfinnan- legt sökum þess, hve margir hafa gengið auð- um höndum yfir bjargræðistímann. Við söfnun á atvinnuleysisskýrslum kom í ljós, að hópur manna hefir ekki haft nema 10—20 daga vinnu, sumir ekki ekki nema í 4 daga.Alls munu vera á Siglufirði rúml. 200 manns atvinnulausir. Só- síaldemókratar fara með völdin í Verkamanna- félaginu og hafa sérstaklega verið þröskuldur á vegi samtakanna á þessu liðna sumri. Þeir hafa brotið lög félagsins, með því að hundsa áskoranir manna um að halda fundi og sýnt algert viljaleysi í því að halda taxtabrjótum niðri, en meira hefir verið um taxtabrot að ræða á þessu liðna sumri en nokkru sinni fyr. Vegna almennrar óánægju sáu þeir sér ekki fært að halda fundunum lengur niðri og héldu fyrsta fundinn seint í október. Eftir tillögum kommúnista var á þeim fundi samþ. að boða til almenns verklýðsfundar um atvinnubóta- málin. Fundurinn var haldinn 29. okt. og á hann boðið bæjarstjórn og bæjarfógeta; var hann fjölsóttur og fór hið bezta fram. Bæjar- fógeti og 4 bæjarfulltrúar mættu, og sagði bæjarfógeti frá frægðarför sinni til Reykja- víkur. Leitaði hann þar til allra hugsanlegra lánsstofnana í því augamiði að fá lán til at- vinnubóta, en fékk alstaðar afsvar. Peningar voru ekki til!! Hjá stjórninni bjóst hann við að fá 10 þús. kr. af þessum 300 þús. sem veita á til atvinnubóta. Á ræðu hans var að heyra, sem ekkert gæti orðið úr atvinnubótum þeim, sem bæjarstjórnin hafði samþykkt að fram- kvæma. Ræðumenn af hálfu kommúnista deildu á fó- geta og bæjarstjórn fyrir slælega framkomu í atvinnubótamálinu og töluðu þeir í nafni yfirgnæfandi meirihluta þeirra, er fundinn sóttu. Eftirfarandi tillaga kom fram frá kommún- istadeildinni og var samþ. með öllum gr. atkv.: „Út af hinu mikla atvinnuleysi, sem ríkir hér í bæ, og sérstaklega þar sem fjöldi sjó- manna og verkamanna hafa haft rýra atvinnu í sumar, skorar fundurinn á bæjarstjórn Sigluf jarðar, að láta koma til framkvæmda nú þegar þær atvinnubætur, sem hún þegar hef- ir samþykkt að gjörðar yrðu. En til viðbótar við það, skorar fundurinn ennfremur á bæjar- stjórnina, að hefja strax undirbúning að starf- rækslu tunnuverksmiðju í vetur. Hamli veður, eða aðrar óumflýjanlegar or- sakir, að verkamenn geti orðið vinmmnar að- njótandi, krefst fundurinn þess að því fé, er verja á til atvinnubóta sé úthlutað sem at- vinnuleysisstyrk, og sé lágmarkið 5 krónur á dag handa hverjum fjölskyldumanni og 1 króna fyrir hvert barn í ómegð. Geti bæjarstjórnin ekki útvegað fé hjá láns- stofnunum landsins eða ríkissjóði til atvinnu- bótanna, leggur fimdurinn til að aukaniður- jöfnun verði látin fram fara á alla hæstu gjald- endur bæjarins. Við alla vinnu, sem unnin verður fyrir at- vinnubóta féð, skal gilda sami kauptaxti og við aðra bæjarvinnu, samkvæmt kauptaxta Verkamannafélags Sigluf jarðar“. Einnig kom fram frá einum fundarmanni eftirfarandi áskorun til ríkisstjórnarinnar og var samþykkt: „Fundurinn skorar á ríkisstjórnina, að banna innflutning á öllum tilbúnum sildartunnum nú þegar, og að sjá um að allar þær tunnur, sern Síldareinkasalan þafnast, verði unnar í land- inu“. Á Siglufirði sem annarsstaðar er verkalýð- urinn farinn að sjá, að engin miskunn má vera með í spilinu; að yfirstéttin lætur ekkert af ránsfeng sínum nema gengið sé hart eftir með kröfurnar. Vonandi tekst siglfirzkum verkalýð að bæta hag sinn á þessum vetri, á kostnað þeirra, sem hafa sogið úr honum blóð- ið og gera það við hvert tækifæri. X.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.