Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 4
Frh. af 1. síðu. AtviimuleysÍDgjar hefjast lianda. að til fjárhagsnefndar, sem að alþekkt að- ferð hjá bæjarstjórninni til að komast hjá því að gera nokkuð í þeim málum, sem varða hags- muni verkalýðsins. Það mun því ekki vanþörf að atvinnuleysingjarnir fylgist vel með því sem gerist og ýti við bæjarstjórninni við fyrsta tækifæri. Viðtal við forsætisráðherra. Daginn eftir fóru tveir nefndarmenn með kröfur þær sem atvinnuleysingjafundurinn samþykkti til ríkisstjórnarinnar, til forsætis- ráðherra, sem veitti kröfunum móttöku, og kvaðst hann auðvitað skilja vel þarfir atvinnu- leysingjanna og var reiðubúinn til þess að gera allt, sem hann „gæti“ til þess að bæta úr atvinnuleysinu. Um fyrstu kröfuna um at- vinnubætur kvað hann ekki hafa komið nein- ar umsóknir frá bænum um atvinnubótastyrk, en hjá bæjarstjórninni stendur aðallega á því, að hún hefir ekki fengið fé frá ríkinu, og er þetta ein af' þeim aðferðum, sem auðvaldið, ríki og bæjarstjórnir nota til að blekkja verka- lýðinn. Atvinnuleysisstyrk kvaðst hann vera reiðubúinn að veita, en það stæði nú svoleið- is á fyrir að að hann væri yfirleitt á móti því að veita atvinnubótastyrki (!!). Um útbýtingu fiskjar á kostnað bankanna kvaðst hann ekki geta orðið við, því að þó ríkið í raun og veru eigi bankana, þá geti hann ekki undir þessum kringumstæðum (þ. e. þegar verkalýðurinn á í hlut) þvingað bankana til að láta af hendi fisk til atvinnuleysingja, og er þá ofurskiljan- legt að undir þessum kringumstæðum eru bankarnir algjörlega „sjálfstæðir“. Hinsvegar kvað hann í ráði að senda „Þór“ til að veiða fisk, sem síðan yrði útbýtt til atvinnulauss verkalýðs, hann kvaðst ennfremur hafa talað við Knút borgarstjóra um almennar matgjaf- ir ríkis og bæjarstjórnar. Og Knútur var auðvitað reiðubúinn til að gefa fátækum með- bræðrum sínum mat, en hann þurfti bara fyrst að athuga málið, láta ræða það í bæjar- stjórninni og í nokkrum nefndum og svo aftur í bæjarstjórninni og svo þarf hann auðvitað að tala við Tryggva aftur og svo framvegis, svo það ætti að vera nokkurnveginn tryggt að atvinnuleysingjarnir svelti ekki í vetur. Fjórðu kröfuna, um að sjómönnum verði greiddur síldartollurinn upp í hlut sinn, er það um að segja, að Síldareinkasalan hefir ekki greitt neitt af síldartollinum ennþá, en hann nemur með tunnutolli 2 kr. á hverri tunnu, svo Síldareinkasalan hefir þess vegna í raun og veru ekki greitt neitt fyrir síldina ennþá. Þegar verkalýðurinn vaknar og fer að gera kröfur til valdhafanna, kröfur, sem eru svo háværar, að ekki er hægt að ganga fram hjá þeim, þá byrjar hið borgaralega ríkisvald, ríkisstjórnir eða bæjarstjórnir að íhuga og ræða málið á fundum, í stjórnum, á nefndar- fundum, síðan eru gerðar áætlanir, þeim breytt og gerðar aðrar áætlanir, lærðir verk- fræðingar fengnir til þess að rífast um ýms aukaatriði, síðan þarf að útvega fé, og til þess þarf miklar umræður og síðan umleitan- ir um lán og svo umræður aftur. Allri þess- ari skriffinnsku og kjaftæði er þyrlað upp til þess að slá ryki í augu verkalýðsins, til að reyna að telja honum trú um, að eitthvað sé verið að gera fyrir hann. Þessi skrípaleikur borgaranna er svo endurtekinn hvað eftir ann- að og kratarnir eru síðan notaðir til þess að telja verkalýðnum trú um að alltaf sé verið að vinna fyrir hann og bráðum muni rakna úr atvinnuleysinu, jafnframt predika þeir þol- inmæði og lítillæti fyrir verkalýðnum og kúska hann til blindrar hlýðni við hina svonefndu verklýðsforingja. Fyrir verkalýðinn er atvinnuleysisbaráttan ekki neinn leikur, heldur barátta við hungur og örbyrgð, verkalýðurinn verður þessvegna að herða og skipuleggja baráttuna ennþá bet- ur, sýna valdhöfunum að honum er alvara, uð Jens Á. Jóhannesson læknip liefir opnað lækningastofu í Aðalstræti 18, (Uppsalir, sama stað og Árni Pétursson læknir). — Viðtalstími kl. 10—12 og kl. 6*4 —7!/2. — Sími 317. MUNIÐ að ÞÓRS-MALTÖL er nú bragð- betra og næringarríkara en annað maltöl og því odýrara en annað maltöl. DREKKIÐ ÞÓRS-MALTÖL. ykkur vantar bíl, þá hringið í síma 1954. Bílliim. hann er reiðubúinn til að beita samtökum sín- um til hins ítrasta, til þess að knýja fram með illu eða góðu kröfur sínar um að fá að lifa sæmilegu lífi. Ráðstefna K. F. I. Ráðstefna Kommúnistaflokksins hófst þriðju- daginn 3. nóv. og mun verða lokið í dag. Eru þar mættir fulltrúar frá deildunum í Reykja- vík, Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Borgar- nesi, ísafirði, Akureyri og Húsavík. Miklar umræður hafa orðið þar um þau vandamál, sem íslenzkur verkalýður nú þarf við að etja, og úrlausnar krefjast hið bráðasta. Ilafa allir fulltrúar tekið þátt í umræðum þess- um og ákvörðun starfshátta flokksins fram- vegis. Verða ákvarðanir ráðstefnunnar birtar síðar. En víst er að allmikið starf hefir verið unnið á ráðstefnunni að því að skýra kreppu- ástandið, frekari þróun kreppunnar og ráðstaf- anir auðvaldsins til að velta afleiðingum henn- ar yfir á herðar verkalýðsins. Jafnframt hafa verið ákveðnar baráttuaðferðir verkalýðsins móti þessum ráðstöfunum og vörn hans og sókn í kreppunni. HÓTEL BORG. Nú þegar leppur Jóhannesar, Bjöm Björns- son bakari, tók við rekstri Hótel Borg, urðu nýjar deilur milli þjóna og eiganda. Jóhannes vildi útiloka einn þjóninn, sem staðið hafði framarlega í ákærunni á hendur honum og neita honum um atvinnu. En þjón- amir neituðu að taka til starfa, nema að þessi starfsbróðir þeirra fengi vinnu líka. Ennfrem- ur kröfðust þeir, að svokallaðir „glasapening- ar“ yrðu numdir úr gildi. „Glasapeningar“ þessir voru eitt hinna svívirðilegu fjárdráttar- aðferða Jóhannesar og var hver þjónn sam- kvæmt fyrirkomulagi þessu skyldur að greiða 50 aura daglega í „glasapeninga“, en þegar glas brotnaði voru þeir látnir greiða eina krónu i að auki í hvert skipti. j Deilu þessari lauk þannig að samtök þjón- anna sigruðu og varð Jóhannes & Co. að ganga að öllum kröfum þeirra. Er gleðilegt hversu góð samtök þjónanna eru orðin, þar sem þeir á örskömmum tíma félagsbundinnar starfsemi hafa komið fram mörgum nýtum hagsmunakröfum sínum. X. vihna áætlnxi Verklýdsblaðsiiis Árangur fyrstu vikunnar (31. okt. til 7. nóv.): Reykjavík: 21 áskrifendur, 9 krónur í blað- sjóðinn. Akureyri: 12 áskrifendur, 5 krónur í blað- sjóðinn. Vestmannaeyjar: 6 áskrifendur, 10 krónur í blaðsjóðinn. Siglufjörður: 5 áskrifendur, 62 krónur í blaðsj óðinn. Áætlun 150 áskrifendur Áætlun 200 krónur Árangur 44 áskr. Árangur 86 kr. Áætlun 1. viku: 30 áskrifendur Árangur 1. viku: 44 áskrifendur. Áætlun 1. viku: 40 kr. í blaðsjóð. Árangur 1. viku: 86 kr. í blaðsjóð. Framkvæmdarst j órar: Reykjavík: Haukur Björnsson. Akureyri: Sverrir Thoroddsen. Siglufirði: Steinþóra Einarsdóttir. Isafirði: Ingólfur Jónsson. Vestm.eyjar: Guðmundur Gíslason. Um framkvæmdastjóra á öðriun stöðum er ennþá ófrétt. Félagar vitji söfnunarlista hjá framkvæmdar- stjórunum. Áfram nú með söfnunina félagar. Árangur lausasölunnar verður ekki birtur fyr en með úrslitunuih. Félagar, náum markinu og förum fram úr því, eins og bolsévikkum sæmir! Utbreiðslu- og fræðslunefnd K. F. I. 5 Yikna áætlnn Verklýðsblaðsíps. Undirritaður óskar að gerast kaupandi Verklýðsblaðsins. Sendi hérmeð kr............í blaðsjóðinn. Óska að mér verði send .... eint. af blaðinu til útsölu. Nafn........................................... Heimili Ný slátrað N autakjöt 0.40 pr. Vg kg. Verzlimín Kjöt & Grænmeti Bergstaðastræti 61 -- Sími 1049 Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.