Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 53

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 53
HANNES PÉTURSSON: Þýzk áhrif á íslenzkar bókmenntir „Þýzkar bókmenntir" er vítt hugtak, sem nær ekki einvörðungu yfir fagrar bókmenntir, sem svo eru nefndar, heldur einnig rit um heimspeki, trú, siðfræði, sálfræði og fleiri greinar. Þá eru þýzkar bókmenntir ekki bundnar við Þýzkaland eitt, heldur teljast og til þeirra rit þýzku- mælandi höfunda, sem fæddir eru utan marka þess. Margir þeirra eru í hópi fremstu skálda á þýzka tungu. 1 Prag eru t. d. fæddir þeir Franz Kafka og Rainer Maria Rilke, f Austurríki Ifugo von Hofmannsthal og Stefan Zweig, í Sviss Conrad Ferdinand Meyer og Gottfried Keller. Til þess að afmarka það efni, sem hér er tekið til meðferðar, verður einkum fjallað um áhrif þýzkra skálda á íslenzk skáld. Slíkt nær vitaskuld skammt, eins og bezt sést á því, að veigamikil áhrif á nútíma bókmenntir vorar og annarra vestrænna þjóða eru runnin frá ritum tveggja þýzkumælandi manna, sem ekki eru skáld, þeirra Karls Marx og Sig- mundar Freud. Bréf til Fáru og Alþýðu- hókin, og þá um leið öll róttæk, sósíalist- ísk rit vor, væru óhugsanleg án þeirra kenninga, sem Marx setti fram. Þessir tveir menn, Marx og Freud, hafa á sinn hátt mótað hugsun margra skálda og rit- höfunda engu síður en Fúther gerði á sinum tíma. Eins og sósíalistískur skáld- skapur er gegnsýrður af anda Marx og Engels, eru Passíusálmarnir og Vídalíns- postilla mótuð af guðfræði Fúthers. * Ef skyggnzt er aftur í tímann, sjáum vér, að bókmenntir vorar hafa orðið fyrir margháttuðum áhrifum allt frá fyrstu tíð. Með bókmennta-áhrifum á ég við bók- menntasöguleg áhrif, þ. e. erlend áhrif, sem breyta afstöðu vorra eigin skálda til efnisvals og efnismeðferðar, og hafa oft í för með sér ný yrkisefni, jafnframt því sem þau dæma úr leik sum af hinum eldri yrkisefnum. Ég tek dæmi: Ljóðsög- ur, sem skáld miðalda ortu í köstulum Frakklands á 12. öld, náðu eyrum fslend- inga og voru í þýðingum sagðar og lesnar mann frarn af manni. Hinir prúðu ridd- arar og hefðarfrúr sem þar er getið um, settu síðan svip sinn á sumar persónur Islendingasagna, sem höfundar vorir á 13. öld segja frá af alkunnri snilld. Hinar suðrænu bókmenntir, Ijóðsögurnar og dansarnir, báru með sér hingað norður ilm og skraut framandi landa og menn- ingar, ljóðrænu, sem síðan hefur öðrum þræði átt heima í íslenzkum skáldskap. Þessi áhrif eru bókmenntasöguleg, þau komu með nýtt viðhorf til yrkisefna og nýjan andblæ. Hins vegar tel ég það ekki til bókmenntasögulegra áhrifa, þegar eitthvert skáld tekur sér til fyrirmyndar eitt og eitt erlent kvæði, sögu eða þess- háttar, án þess skáldið, sem fyrirmyndina gerði, hafi að öðru leyti nokkur áhrif á listsköpun hins íslenzka skálds. Vafalaust mætti finna eitthvað af þýzkum áhrifum af þessu tæi á skáldskap vorn. Margir þýzkir höfundar, bæði ljóð- skáld og skáldsagnahöfundar, hafa verið þýddir á íslenzku. Þýdd verk úr tilteknu máli segja þó lítið til eða frá um bók-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.