Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 31

Andvari - 01.07.1962, Side 31
ANDVAHI STRIÐ 141 vídd, enginn hér í sveitinni á meira en sex millimetra riffla, þessi er skotharður, skal ég segja þér, og dregur geysilangt." Drengurinn lyfti honum í sigti upp á móti glugganum, en tókst ekki að lialda honum grafkyrrum, hendur hans titruðu, allur líkami hans titraði af ein- hvers konar sælum hrolli sem hljóp um hann við að snerta þessa eign sína, bylgja eftir hylgju, eins og honum væri heitt og kalt hvort tveggja í senn. ,,Var hann ekki dýr?“ spurði hann loks og lagði byssuna varlega frá sér á borðið. ,,Dýr?“ liváði faðirinn, „allt sem vandað er kostar mikið, en það horgar sig samt, — ég gaf fjörutíu og fimm gullkrónur fyrir gripinn, en kúlumótið fylgdi með og hundrað látúnspatrónur. Hann verður að minnsta kosti ekki dýr í notkun: við hlöðum hann sjálfir, ég fékk gott kraftmikið púður sem sótar ekki, pundið af því kostaði átján aura. Svo keypti ég þessa þrjá klumpa af blýi sem vega tuttugu pund hver, það nægir í æðimörg skot. Aftur á móti eru hvellhett- urnar ekki mjög billegar því að dósin af þeini kostaði tvær krónur og fimmtíu, fimmhundruð stykki.“ Drengurinn starði hugsandi á byssurnar, þriár byssur hlið við hlið á borð- inu. Allt í einu spurði hann: „Heldurðu að rjúpan fari ekki að koma í fjallið?“ „Hún er þar alltaf," sagði maðurinn, „en ekki í flokkum ennþá, ncma kannski uppi þar sem snjórinn er kominn, hér um hlíðina bara ein og ein. Við skulum lara undir rökkrið í kvöld og vita hvað við sjáum, þú með þá nýju að æfa þig. En það er auðvitað ekki fyrir rjúpuna í vetur sem ég ætlaði þér riffilinn fyrst og fremst, hann er fyrir tófuna í vor, og fyrir hrafninn hvenær sem gefst, þennan ræningja sem tætir sundur lóuhreiðrin, og dritar út kirkjuna og enginn hlutur er heilagur, Iremur en þessum prestlingi. Við skulum steypa handa þér þrjúþúsund kúlur, hafðu hrafninn síðan fyrir skotmark í vetur meðan þú ert að æfa þig, og þar kemur að lokum að ekki geigar hjá þér, en hæfir í mark hverju sinni, svo að öngum þýðir framar að keppa við þig í þessu ljalli eða annars staðar, — ha? Hvað segirðu við þessu, dengsi? — Ætlarðu nokkurn tíma að yfirgefa pabba í Hólahólum og fjallið hans — og vopn þín og veiðilönd?" „Er hann þá enn hræddur um ég fengist til að tylgja mömmu ef hún færi lrá okkur í vor?“ datt honum i hug, og leitaði árangurslaust eftir svari sem nóg- samlega lýsti samstöðu hans með föður sínum, en andúð á vilja móðurinnar og sambandi hennar við prestlinginn. „Nei,“ svaraði hann loksins, ,,ég vil alltaf verða eins og þú og hvergi eiga heima nema héma.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.