Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 77

Andvari - 01.07.1962, Page 77
ANDVARI GOÐINN FRÁ VALÞJÓFSSTAÐ 187 að bændur hafa fremur játazt undir yfir- ráð hans af ótta við ófrið en af frjálsum vilja. Sagan segir, að Þorgils hafi riðið til Eyjafjarðar með þrjá tigu manna, flest einvalalið. En um það er algerlega þagað, hvert erindi hans hafi verið. Er vart hugsanlegt annað en hér hafi hann ætlað að sýna Þorvarði vald sitt. Fund- ust þeir Þorvarður og ræddu margt um héraðið og skipti sín. Urðu þeir ekki ásáttir að öllu, en aldrei urðu þverbrot með þeim í talinu. En er þeir skildu, reið Þorgils til Hrafnagils með sína menn og beiddist þar gistingar, en Þorvarður rcið út með firði. Þetta var aðfaranótt 22. janúar 1258. Þorvarður hélt ferðinni áfram með fylgdarmönnum sínum þar til þeir komu í gróf eina. Þá mælti hann af munni fram ræðu þá, sem hér fer á eftir og óneitanlega sver sig í ættina hvað meitlað orðaval snertir: „Hér kemur að því, sem mælt er, að hvert ker kann að verða svo fullt að yfir gangi, og það er að segja, að ég þoli eigi lengur, að Þorgils sitji yfir sæmdum mínum, svo að ég leiti einskis í. Vil eg yður kunnugt gera, að eg ætla að ríða að Þorgilsi í nótt og drepa hann ef svo vill verða. Því að þá er allt sem unnið ef hann er af ráðinn. Megið þér svo til ætla að Þorgils er enginn klekkingarmaður. Nú ef nokkur er sá hér, er mér eigi vill fylgja, segi liann til þessa nú.“ Einn fylgdarmannanna sagði: „Fyrir sakir míns herra Hákonar konungs og löguneytis við Þorgils, mun ég frá ríða og kalla þetta hið mesta níðingsverk, sem þér hafið með höndum." Þorvarður mælti: „Eigi gengur þér drengskapur til þótt þú ríðir frá.“ Athyglisvert er við þessa frá- sögn, að svar Þorvarðar er hárrétt og hittir beint í mark. Manninum gekk ekki drengskapur til eða persónulegt viðhorf til þess verks, sem í vændum var, heldur konungshollusta. Skömmu eftir að þeir Þorgils og Þorvarður skildu, sendi Þor- varður njósnamann til Hrafnagils, skyldi hann draga lokur frá hurðum o. s. frv. Komu þeir Þorvarður svo síðar um nótt- ina og unnu á Þorgilsi. Varð hann hetju- lega við dauða sínurn, sem vænta mátti. En ekki er þess getið, að menn hans hafi komið honum til hjálpar og má það furðu gegna. Hér skal ekki reynt að fegra verknað þann, sem með vígi þessu var framinn. Ekki heldur ástæða til að þvo af Þorvarði fremur cn öðrum þær syndir, sem honum eru með réttu eignaðar. En miklu skiptir þó frá hvaða hlið eða sjón- armiði atburðurinn er skoðaður. Ekki er heldur rétt að líta hann augum nútíma- mannsins. Síðari tíma menn, sem fjallað hafa um sögu, hafa ekki getið Þorvarðar að neinu öðru en í sambandi við vígið. Sjá allir hvílíkt ranglæti það er. Slíkar næturheimsóknir scm þessi voru næsta tíðir athurðir á Sturlungaöld. Þor- varður gerði ekki annað en það, sem Hrafn Oddsson hefði gert fimm árum áður í Stafaholti, ef Sturla Þórðarson hefði ekki komið í veg fyrir það. En liver var þá Þorgils skarði frá sjónarmiði Þor- varðar Þórarinssonar? Hann var ekki ein- ungis persónulegur óvinur, sem gengið hafði á rétt hans í samningum, lieldur var hann einnig valdaræningi, sem ekki sveifst þess að traðka á lögum og rétti landa sinna í þjónustu erlends valds. Rúmum hundrað árum síðar skeði sá atburður, að Smiður Andrésson, hirðstjóri konungs á íslandi, gisti með flokk manna á Grund í Eyjafirði. Fóru þeir með of- beldi og yfirgangi um héruð. Helga liús- freyja á Grund veitti þeim ríkulegan beina. Um nóttina lét Helga safna liði um héraðið og kom það konungsmönn- um að óvörum í fasta svefni. Hófst þá bardagi, sem lauk með falli Smiðs og nokkurra manna annarra. Fyrir snarræði sitt og skörungsskap hefur Grundar-Helga verið vegsömuð sem hetja, þar sem liún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.