Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 111

Andvari - 01.07.1962, Side 111
ANDVAIU ISLENZK SAGNAGLRÐ 1961 221 að sjálfsögðu náskylt. Sagan er lífvana vegna þess að höfund brestur þrótt til að skapa „heimspeki“ sinni lifandi per- sónur, færa hana í nothæfan sögubúning. Og íburður og málskrúð verða aðeins ítrekun þessara mistaka. 3 Viðleitni Guðmundar Daníelssonar í Syni mínurn Sinfjötla er um rnarga hluti athyglisverð. Sjálft viðfangsefni hans er stórbrotið og vandmeðfarið: hann sækir sögu sína að öllu meginefni í Völsrmga- sögu og freistar þess síðan að gera nýjan vef um þessa uppistöðu, raunsæilega skáldsögu í nútímasniðum, án þess þó að hnika verulega hinni fornu undirstöðu. Slíkt er allstórmannlega í fang færzt, og hlýtur sá höfundur að eiga nokkuð undir sér sem telur sér þessa braut færa. En spyrja ber að leikslokum fyrst og vopna- viðskiptum síðan. Eins og fyrr segir sækir Guðmundur söguefni sitt í Völsungasögu, nánar til- tekið fyrstu 10 kapítula hennar, og hefur ennfremur nokkurn stuðning af báðurn kviðum Idelga Hundingsbana í Eddu; þá hefur hann og lesið vandlega ritgerðir Barða Guðmundssonar um uppruna ís- lenzkrar skáldmenntar. Athyglisvert er hversu náið höfundur fylgir söguþræði Völsungasögu um öll meginatriði; hann sneiðir að vísu hjá hinum ævintýralegri þáttum hinnar fornu sögu og mildar til rnuna frumstætt grimmdaryfirbragð henn- ar, dregur þannig úr harðleikni Signýjar við syni sína og sleppir barnadrápum þeirra Sigmundar svo að dæmi séu nefnd, en sjálfri atburðarás sögunnar er fylgt fast eftir, og þaðan hefur Guðmundur Daníelsson alla beinagrind sinnar sögu. En þess utan verður ekki annað séð en höfundur heimti skilning sinn á sjálfu sögufólkinu að mestu úr Völsungasögu, freisti þess að túlka persónur sínar í sem fullkomnustu samræmi við fyrirmyndina. Má vera að ég hafi lesið rangt, en mér virðist Sonur minn Sinfjötli engin tilraun til að yrkja upp Völsungasögu eða spinna nýja sögu úr efnivið hennar, öllu heldur er hér reynt að endursegja söguna í nú- tímasniðum og að smekk skáldsagnales- enda nútíðar. Eykur höfundur enn á vanda sinn með þessum hætti, svo sem vikið verður að. Búningur sá sem Guðmundur Daníels- son velur sögu sinni, frásagnarháttur hennar, orkar að sínu leyti nokkurs tví- mælis. Hann forðast að vísu þá villu að fyrna málfar eða stílsmáta til muna, apa í blindni fornan söguhátt, en hann mótar sér ekki heldur nútíðarlegri hetjustíl, virð- ist ekki einu sinni leitast við það. Stíll hans á sögunni er umfangsmikill lýsinga- stíll með viðleitni til Ijóðrænu sums stað- ar, og meir stefnt að uppmálun en krufn- ingu og túlkun söguefnisins. Sagan er orðmörg úr hófi fram og endurtekninga- söm og víða freistað íburðar og stílfæring- ar bæði í lýsingum og samtölum. Höf- undur leitar víða fanga um mál, hann notar jöfnum höndum fornlegt mál og hátíðlegt og nútíðarmál, jafnvel af hvers- dagslegasta tagi. Fer ekki hjá að vand- þrætt verði meðalhófið, annars vegar hætt- ir við lágkúru, hins vegar uppskafning, og þótt segja megi kannski að höfundur verjist áföllum furðanlega má finna á sögu hans ýmis lýti af þessum rótum runnin. Iditt er þó verra að honurn lánasl ekki að samræma stílviðleitni sína sjálfu söguefninu, og af því leiðir að stíllinn hefur falskan hljóm söguna á enda. Viðhorf höfundar er alls staðar hins alsjáandi sögumanns, hann segir frá og lýsir jöfnum höndum umhverfi, at- burðum, athöfnum og innra lífi sögu- fólks, og alls staðar af hinum sama sjónarhól. Að jafnaði freistar hann raun- særrar túlkunar sögunnar, leitast við að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.