Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 122

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 122
232 ÓLAFUR JÓNSSON ANDVAIU veigameiri en þær sem nú eru taldar. Þær eru í tvennu lagi samstæðar að efni og fjalla annars vegar um unga menn — eða ungan mann — erlendis og reynslu þeirra þar, hins vegar um börn og sálar- líf barna. Af hinum fyrri toga eru Bros, Heimþrá og Kysstu mig, allt snoturlega ritaðar sögur, en hin síðast talda virðist mér þróttlegust. Uppistaða sögunnar er hreinleikadraumur ungs manns, draumur hans um ófalsað, einlægt líf, og andstæða draumsins kynsvall og drykkja í höfn. Ingimar fer næmlega með þctta við- kvæma efni, forðast ódýr brögð og óþarfan ruddaskap; og lýsing stúlkunnar í sög- unni er hnyttin og trúverðug og gefur henni aukna vídd. Hinar sögurnar tvær eru tilþrifaminni. Bros skortir festu, hún er svo sundurlaus að áhrif hennar fara á dreif. Heimþrá er allvel rituð saga, en einna venjubundnust af sögum Ingimars; uppistaða hennar er skrýtlukennd frá- sögn af hinurn sígilda draumi vændis- konunnar um farsælt hversdagslíf. Það áhrifsbragð að leggja alla söguna í munn „hlutlauss" áhorfanda tekst hér bærilega, en lýsing sögumanns sjálfs verður dauf- leg um of og gæðir ekki söguna þeirri spennu sem þó er trúlegt að höfundur leiti eftir. Þá eru enn ótaldar þær fimm sögur sem eru bezti hluti þessarar bókar og lofa mestu um framtíð Ingimars Erlends Sig- urðssonar. Þær fjalla allar um unga drengi, fínlegar og nærfærnar í stíl og með tregakenndum undirtóni. Hér er yrkisefnið höfundi sýnilega nákomnast, hann skilur þessa drengi — eða dreng — næmum, upplifuðum skilningi og lán- ast iðulega að Ijá honum lifandi, listræna túlkun. Þótt sögurnar séu ólíkar inn- byrðis er uppistaða þeirra af einum toga: drengir Ingimars lifa flestir í eigin heimi drauma, óska eða blekkingar, og eiga ekki nema litla samleið með öðru fólki. En þessi heimur fær ekki staðizt harðskipt- inn veruleik aukinnar lífsreynslu eða hrottaskap og skilningsleysi fullorðna fólksins; drengirnir eru staddir á vega- mótum barns og unglings, og sögurnar segja með einu móti eða öðru af þeim þáttaskilum sem þar verða, og þegar bezt lætur öðlast þær um leið miklu víðtækara mannlegt gildi. Þannig er t. d. um fyrstu sögu bókarinnar, Regn, um dreng sem gengur allur á vald draumi sínum unz hann er kominn í ófæru, fíngerð og hóf- söm lýsing sem nær ríkum listrænum áhrifum fyrir einfaldleik sinn og ýkju- Icysi. Þessi saga er kannski bezt í bókinni ásarnt Snjó sem er gædd sömu kostum. Þar er fjallað undir niðri um svipað efni og í Kysstu mig þótt sögurnar séu ólíkar að ytri gerð, og nú nær Ingimar miklu þróttmeiri og minnilegri tökum á efnivið sínum. Snjórinn er lifandi tákn þess hreinleika og sakleysis sem drengurinn í sögunni finnur að er að glatast sér án þess að vörn verði við komið; og lýsingin á kynferðiskukli barnanna er hæfilega mögnuð andstæða fegurðardraums drengs- ins án þess að þar sé þó of langt gengið eða lýsingin verði of klúr. Einhverjum kann að blöskra hversu opinská þessi lýsing er, en ég sé ekki að það sé á kostnað sennileika, og fyrir vikið fær sagan ríkari spennu, tákn hennar verða magnaðri, en ef eitthvað væri niður fellt. í Huldumanni fjallar Ingimar enn um svipað efni, en nú á hófsamari og kunn- uglegri hátt; það er einnig mjög vel gerð saga og stendur jafnfætis þeim sem áður hafa verið nefndar. Rottuveiðar lánast á hinn bóginn ekki eins vel; það er at- hyglisvert hversu höfundi mistekst þar áflogalýsingin sem þó ætti að vera brenni- punktur sögunnar, og fyrir vikið verður hún áhrifaminni en ella. Það er kannski of langt gengið að álykta af þessu eina atriði að Ingimar láti ekki að tjá tilfinn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.