Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 96

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 96
STURLA FRIÐRIKSSON: Gras og grasnytjar Inngangur. Sólarljósið er sá orkugjafi, sem tendrar og viðheldur öllu lífi. Hér á norðurhveli veita sólargeislarnir að jafnaði fjórðungi úr kaloriu á fersentimetra hverja mínútu. Aðeins lítið brot af þeirri orku tekst græn- um plöntum að höndla og varðveita í lífrænu efni. Og fer þá eftir víðáttu gróðurhulunnar eða reyndar blaðgrænu- magni hvernig aðstæður eru hverju sinni til höndlunar og nýtingar á sólarorkunni. Grasætur notfæra sér síðan þessa orku, sem bundin er í plöntuvefjum, sér til upp- byggingar og viðhalds. Síðan taka kjöt- ætur og þar með maðurinn við, með því að neyta kjötsins af grasætunum og not- færa sér orku þess til síns viðurværis. I þessu orkuflæði milli sólar, plantna, dýra og manna fer ævinlega nokkur hluti ork- unnar í súginn sem hitaorka við öndun og umbreytingu efnis, þegar ein lífveran neytir annarrar. Kemur því ekki öll orka að gagni við uppbyggingu. Þannig er efnis- og orkumagn plantna mun meira en þeirra dýra, sem á þeirn lifa, svo og þeirrar þjóð- ar, sem fær viðurværi sitt af grasætunum. Á milli þessara hópa ríkir þó ákveðið hlut- fall. Ætti að vera unnt í afmörkuðu líf- félagi, svo sem er hér á landi, að meta og færa töluleg rök að því, hvernig þessu orkuflæði er varið og hvernig orkan nýt- ist hverri tegund. 1 eftirfarandi grein mun fjallað um þann innlenda gróður, sem íslenzkur landbúnaður hefur byggzt á undanfarnar aldir. Reynt verður að meta framleiðslu hans og nýtingu fyrir búsmala og þær breytingar, sem orðið hafa á gæðum og flatarmáli nýtilegs gróðurlendis. I ljósi þessa nytjagróðurs verður síðan leitazt við að skoða afkornu Islendinga. En þjóð- in hefur lengst af, að miklu leyti, byggt afkornu sína á grasnytjum á einn eða annan hátt. Grasnvtjar eru í víðum skilningi af- rakstur af gróinni útjörð og ræktuðum túnurn, og hafa tegundir grasa og hálf- grasa orðið þjóðinni nytjadrýgstar. Af- koma landsmanna hefur verið komin und- ir magni, gæðum og nýtingu uppskerunn- ar hverju sinni. Flatarmál gróðurlendis- ins, frjósemi jarðvegs og hlutdeild þeirra tegunda í gróðurlendinu, sem mesta og bezta uppskeru gátu gefið, voru þýðingar- miklir þættir, sem höfðu áhrif á magn og gæði uppskerunnar. Landsmönnum tókst að nokkru leyti að hafa áhrif á fram- leiðsluafköst gróðurlendisins til hins verra eða betra með rányrkju eða ræktun, en voru þó að mestu ofurseldir óviðráð- anlegum náttúruöflum. Nýting uppsker- unnar var tímabundin og fór meðal ann- ars eftir staðháttum, dreifingu bvggðar- innar, söfnunartækni, tegund búsmala og fleiru. En að baki þeim þátturn lá mis- lynt veðurfar, sem hinn mikli áhrifa- valdur. „Maðurinn er sem gras“ stendur í heil- agri ritningu, og Matthísas Joehumsson lætur Sigurð bónda í Dal segja, að fall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.