Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 125

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 125
ANDVARI FYRSTI í SLENZKI STJÓRNMÁLAFLOKKURINN 227 og Kjósarsýslu og — Halldór Kr. Frið- riksson. Er örðugt að geta sér þess til, hvað valdið hefur því, að Halldór er ekki að finna í hópnum. Af því, sem þegar hefur sagt verið, ætti að liggja í augum uppi, að stofnend- ur félagsins voru stuðningsmenn og fylgj- endur Jóns Sigurðssonar á þingi — og í Suður-Þingeyjarsýslu mætti víst bæta við. Andstæðingar Jóns á þingi, hinir kon- ungskjörnu og dr. Grímur Thomsen, komu þar að sjálfsögðu hvergi nærri, og hinir hálfvolgu, klerkarnir Þórarinn Böð- varsson og Helgi Hálfdanarson, stóðu álengdar eða héldu sig fjarri. Svipað var viðhorf almennings; hinir áhugasömustu tóku félagsstofnuninni tveim höndum, aðrir létu sér hægt, en stjórnhollir em- bættismenn fóru háðulegum orðum um íslendinga og voru ósparir á hrakspár. Loks voru nokkrir mætir menn, sem af einhverjum ástæðum fannst sér persónu- lega misboðið, reyndu að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að leyndin, sem yfir félagsskapnum var fyrsta kastið, væri ills viti og samboðnari samsærismönnum og nihilistum en sönnum íslenzkum frels- isvinum. Meðal þessara síðast töldu manna voru vinirnir Gísli Brynjúlfsson skáld í Kaupmannahöfn og sr. Arnljótur Ólafsson á Bægisá, en þeir höfðu á liðn- um árum lent hatramlega á öndverðum meiði við Jón Sigurðsson; ennfremur Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs, sem á árunum eftir 1865 var ósáttur við sinn forna vin og vopnabróður Jón Sigurðs- son. Sem betur fer greri þó um heilt með þeim nöfnum áður en lauk, þótt ávallt sæi á, að betra er heilt en vel gróið. , Nú hefur Þjóðvinafélagið eins.lengi og elztu menn muna árlega gefið út alman- ak með árbók og öðrum fróðleik og skemmtiefni, og tímaritið Andvara; enn- fremur ýmiss konar rit önnur, sem yfir- leitt hafa verið ætluð alþýðu manna og hafa í senn átt að fræða og gleðja. Aðrar framkvæmdir hefur félagið ekki verið orðað við um langa hrið, og því skyldu menn í fljótu bragði ætla, að Jón Sig- urðsson hafi stofnað það til að sinna út- gáfu þess konar rita, sem hann gat ekki látið Bókmenntafélagið annast; þar var hann lika, þrátt fyrir allt, ekki einráður. Enginn efi er samt á, að fyrir Jóni Sig- urðssyni vakti fyrst og fremst að stofna stjórnmálaflokk, öflugan og samstilltan, sem í einu og öllu lyti forystu hans og stæði straum af baráttu hans innan lands og utan. Svipaðs sinnis voru sjálfsagt margir aðrir, sem voru sérlega pólitískir, svo sem Benedikt Sveinsson og Eggert Gunnarsson, bróðir Tryggva. Hins vegar er því líkast, sem Tryggvi hafi fyrst og fremst viljað tryggja Jóni með félaginu öruggan fjárhagslegan bakhjall, og má vel vera, að fleiri hafi innst inni verið á því máli. Tryggvi hefur sagt, að fyrir sér hafi einkum vakað „Selskabet for Norges Vel,“ en það var eins konar búnaðarfé- lag, sérlega þjóðrækið og lengi nítjándu aldarinnar allmikilvirkt. Skýrslur Þjóðvinafélagsins, þær sem Jón Sigurðsson samdi og gekk frá, svo og bréf hans til ýmissa trúnaðarmanna, vina og samherja, taka af allan efa um ætlun hans. í síðasta sinni, sem Jón minnist á félagið í varðveittri heimild, snemma árs 1877 eða rétt áður en hann missti heils- una, er honum stjórnmálahliðin á því efst í huga, þótt þá virðist sem flestir væru í svipinn öllu slíku afhuga (sjá P. E. 01., op. cit. bls. 69—70 og Andvara 36. árg.). Hér er ef til vill ekki úr vegi að minn- ast á þann þátt íslenzkrar stjórnmálasögu, sem lýtur að stjórnmálaflokkum á alþingi. Allt til 1848 voru stjórnmálaflokkar lítt eða ekki hugsanlegir á íslandi frekar en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.