Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1978, Qupperneq 50

Andvari - 01.01.1978, Qupperneq 50
48 JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON ANDVARI al skírnarnafnanna. Það jafnar metin við kvennanöfnin og vel það. Eins og önnur eru þessi skýr, tær og öll án lýta. Af þeim eru fjögur næstum fyrnd: Tumas, Tumi, Tyrfingur og Hafur. Hin voru þessi: Amundi, Arngrímur, Arni, - Bergur, Brandur, Böðvar, - Helgi, Hjalti, Ketill, - Konráð, Nikulás. Þar skýtur loks upp útlendu nafni. Svo var Pétur postuli búinn að eignast nafna hér norður í heimi. Sigfús, Skúli, Steinþór, Sturlaugur, - Þorgeir, Þorgils, Þorleifur, Örnólfur. Nefnd hafa verið alls 57 nöfn kvenna og 66 nöfn karla, eða 123 alls. Hvert eitt einasta hreint, klárt og lýtalaust, að ég fæ séð. í gömlu nöfnunum eigum við merkilegan arf að verja, viðhalda og ávaxta fyrir framtíðina. 4. „Húsgangsmanna samanskjif Förufólks hefir verið viðgetið eins langt og sögur ná inn í liðna tíð. Föru- konur fóru bæ frá bæ, sögðu tíðindi, þágu gjafir. Farandskáld, farandsmiðir, sagna- menn. Allir lögðu land undir fót. Þá hafa andófsmenn fyrri tíða efalítið verið með- al förumanna. Fólk, sem eitthvað var á skjön við yfirvöld og algenga meðal- hegðun daglegs strits, það reyndi að fara á bak við yfirvöldin, reyndi að snúa vistarbandið og stritskylduna af sér. Þeg- ar vel áraði, tókst þetta allvel hjá sum- um. Annar hópur förumanna var fólkið, sem fór á vergang bjargarþrota í harð- indum, hinn eiginlegi húsgangslýður. Sjálfsbjargarhvötin knúði það til að reyna allt annað fremur en náðarbrauð niðursetninganna. Sumt fór með börnin sín í eftirdragi í leit að lífsbjargartæki- færum. Vonin um eitthvað óvænt, eitt- hvað nýtt, eitthvað sem bætti haginn, hún vakti í brjóstunum og hvatti spor- in áfram í áttina til hins óþekkta. Þótt það mætti gæfunni ekki hérna megin við heiðina eða hérna megin við fjörðinn, þá var aldrei að vita, nema hún yrði til viðtals hinum megin heiðar eða hinum megin fjarðar. Þannig hvatti vonin spor- in frá einum áfangastað til annars í eirðarlausri leit, unz yfir lauk. Æðioft reyndist vonarbjarminn við sjónarrönd vera mýrarljós og annað ekki. Þriðja gerðin var svo skrítna fólkið, bilaða fólkið. Fjórða gerðin var jafnvel misindisfólkið. Allt var það af óútreikn- anlegum gerðum og hvað öðru ólíkt. Það var með ólíkindum, hvern áhuga yfirvöldin höfðu á förufólkinu. Það átti ekki að sleppa framhjá í manntalinu. Það skín út úr því, hvernig klykkir út með sérgerð sýslumanns, þegar hann var á leið til Alþingis sumarið eftir og lagði áður síðustu hönd á manntalið með húsgangsmanna samanskrifi í hreppun- um nóttina fyrir páska þetta sama ár. En hvers áttu húsgangsmenn úrkosta í einmánaðarbyrjun, einmitt þegar páskahátíðin fór í hönd? Hvar mátti vænta ríflegrar saðningar? Hvar hafði verið eftir sauðarkrof til að taka niður úr eldhúsrótinni? Hvar voru eftir bringukollar og magálar í sýrusánum? Hvar var eitthvað eftir í skyrsánum? Hvar voru óáteknir smjördallar? Hvar var nóg af hnoðmör í kistu? Hvar var enn til korn í kvörnina til að mala í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.