Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 66
64 HJÁLMAR SVEINSSON ANDVARI I Siðmenningin (cicilisation, dregið af latneska orðinu civilis sem þýðir „borgaralegur" eða „borgararéttindi") var í augum rómantíkeranna kreddufesta borgaralegs samfélags, kolsvartar borgir iðnbyltingarinnar og sú skoðun að maður og náttúra lytu vélrænum lögmálum. Sönn menning (kultur, dregið af latneska orðinu colere sem þýðir „að rækta“) var að þeirra hyggju það eitt að einstaklingurinn kæmist til æ meiri þroska og að þjóðin fengi ræktað arfleifð sína. Samkvæmt hugmyndum Sigurðar Nordals í Lífi og dauða er siðmenning- in að vísu annar meginþátturinn sem skilur mann frá dýri. Engu að síður er í henni fólgin sú hætta að hún: „ . . . gleypi manninn með húð og hári, raski mati hans á öðrum verðmætum, sem eru ekki af hennar heimi, en ein- staklingnum jafn nauðsynleg eða nauðsynlegri . . .“.2) „Menningin, kultur“ segir hann „ . . . í æðsta og strangasta skilningi þess orðs, er andlegur og siðferðilegur einstaklingsþroski, sem er ekki miðaður við gagn né laun.“3) Sé siðmenningin eins konar forstig þess sem gerir manninn að rnanni, þá er menningin: „ . . . það eitt að neyta þess, sem siðmenningin býður, án þess að selja því sál sína.“4) Nordal segir á einum stað um þekkinguna að hún sé ýmist venjugild, notagild eða sjálfgild.5) Pessa flokkun mætti einnig nota til að glöggva sig á af hverju hann aðgreinir menningu (í merkingunni „einstaklingsþroski") og siðmenningu. Siðmenningin er hvort tveggja notagild og venjugild. Notagild vegna þess hún getur til að mynda aukið lífslíkur fólks en venju- gild vegna þess hún er það kerfí af reglum og venjum sem einstaklingar hvers þjóðfélags verða að lúta. Gildi siðmenningar er því ætíð skilorðs- bundið. Menningin (einstaklingsþroskinn) ber aftur á móti „ . . . ávöxt af sjálfu sér eins og gott tré.“6) Siðmenningin getur verið hættuleg af því hún setur skylduna að hlýða ofar skyldunni að hugsa. Hún heimtar af okkur þekkingu en gerir sér enga rellu þó aðeins sé um „dauða heilafylli“ að ræða.7) Hún krefst fylgispektar einstaklinganna en lætur sér í léttu rúmi liggja hvort þeir séu sjálfum sér heilir. Ef við ætlum að njóta þeirra efnislegu gæða sem siðmenningin býður, án þess að ganga þessu hugsunar- og samviskuleysi hennar á vald, þa er yfir- vegunin eina bjargráðið. Yfirvegunarspeki Nordals kemur vel fram í þessum orðum í Lífi og dauða: „Enginn kemst hjá því, í þessu áhættusama og flókna mannlífi, að fara eftir einhverri lífsskoðun, einhverri trú, í hegðun sinni og líferni.“8) Sérhver athöfn okkar er hlaðin dómum um tilveruna og heiminn. Við erum alltaf að velja og hafna. Spurningin er aðeins sú hvort það er okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.