Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 38
36 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI Björnssyni, var Benedikt skipaður í nefnd til að vinna að endurskoðun bankalöggjafarinnar og gera tillögur um hvernig seðlaútgáfu ríkisins skyldi fyrir komið, en samnefndarmenn hans lögðu hins vegar til að Landsbanka íslands væru falin seðlabankastörfin og seðlaútgáfan jafnframt almennri bankastarfsemi og var það samþykkt á Alþingi 1927. Sagði Pétur að þegar saga íslenskra bankamála yrði skrifuð myndu menn furða sig á því „andvaraleysi“ að láta hin mikilsverðu seðlabankastörf vera í þrjátíu ár „hjáverkastarf manna sem alla daga voru önnum kafnir við að leysa úr aðkallandi vandamálum stærsta viðskiptabanka landsins.“ — Pétur beitti sér fyrir því að samin yrðu ný lög um annars vegar Seðlabanka íslands og hins vegar Landsbanka íslands, og með samþykkt þeirra á Alþingi 1961 varð aðskilnaðurinn alger. Á þessum árum voru margir þeirrar skoðunar að slá ætti ríkisbönk- unum þremur, Landsbankanum, Útvegsbankanum og Búnaðarbank- anum, í einn stóran og öflugan ríkisbanka. Pétur lagði þar orð í belg: „Ríkið kostar aðeins einn hæstarétt til þess að dæma afbrotamenn. Er þá nokkur ástæða til þess að það haldi uppi nema einum banka til þess að dæma mál þeirra sem vilja fá peninga að láni? Svarið við þessari spurningu finnst mér velta á því, hvort menn trúa á frjálsa samkeppni eða ekki. Viðhorf þeirra, sem stjórna einokun, vill verða mjög á einn veg gagnvart viðskiptamanninum, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einokunarverslunina gömlu, landsföðurlega konungs-einokun, einokun selstöðuverslunar, kaupfélags eða banka, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þegar ekki er í annað hús að venda, fer sá sem valdið hefur að líta á sjálfan sig sem dómara og viðskipta- manninn sem sökudólg. Þetta er skelfing leiðinleg hlið á mannlegu eðli, en það er margsannað af frásögnum aftan úr grárri forneskju, að svona hefur þetta verið, og við vitum af biturri reynslu, að svona er það enn. Dreifing valdsins er það læknislyf sem notað er til þess að koma í veg fyrir að valdasýki einstaklinga komist á of hættulegt stig. Á vissum sviðum verður að fela einstaklingum endanlegt úrskurðarvald, t.d. dómstólunum til þess að vinna gegn þrætugirni, hnefarétti og glæpum, og ríkisstjórninni til þess að ákveða stefnumið þjóðarskútunnar í þann og þann svipinn. Og þó er úrskurðarvaldið ekki endanlegra en svo í síðara dæminu að Alþingi er ætlað að hafa gát á athöfnun ríkisstjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.