Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 66

Andvari - 01.01.1990, Side 66
64 MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ANDVARI Daníel rekur þessar minningar ekki sjálfur, þær koma fram eins og konan hans hefur skynjað það sem hann sagði henni. Þess vegna er aftur og aftur sagt frá sömu atburðum án þess að þeim beri saman, en konan krefst þess af honum að hann segi henni satt. Minningarnar verða smám saman skýrari og að lokum er lesanda farið að gruna að hann sé kominn allnærri sannleikan- um en hann getur þó aldrei verið viss. Á sama hátt gerir Daníel kröfu til hennar að hún segi honum satt, hann kemur þó aldrei fram sjálfur en í frá- sögn hennar verður lesandi var við áheyrandann sem gerir athugasemdir og leiðréttir stundum: „Hér sé guð sagðirðu. Ekki það? Ég man nú ekki betur en þú tækir þannig til orða“ (bls. 40). Þessi kaldi, íróníski tónn er einkenn- andi fyrir frásögnina þegar konan lítur til baka. Þar skapast fjarlægð við efn- ið. Minningarnar sjálfar eru hins vegar raktar í einlægni, eins og í trúnaði við lesandann. Þótt frásagnaraðferð Álfrúnar virðist við fyrstu sýn flókin og rás atburða jafnvel ruglingsleg er atvikum í raun raðað saman af mikilli list og þau eru oft alls ekki eins ótengd og ætla mætti. Þannig kallar ein minning á aðra eins og í lífinu sjálfu. Þar að auki er atburðum raðað þannig að þeir verða stöðugt magnaðri, spennan eykst eftir því sem lengra líður á söguna og dýpra er kaf- að í það sem raunverulega gerðist. Stíllinn er hraður og virðist streyma áreynslulaust en er í raun þrælagaður, knappur, markviss og heldur lesanda föngnum. Texti Álfrúnar er á köflum mjög ljóðrænn og víða koma fyrir myndrænar samlíkingar. Hvort tveggja dregur fram andrúmsloft þess sem er að gerast en beinir aldrei athyglinni frá söguþræðinum, sem er spunninn af krafti. II í smásögum Álfrúnar vekur athygli hve oft hún velur að segja söguna út frá sjónarhorni barna. Fyrsta sagan segir frá mæðgum á íslandi eftir að erlendur her er sestur hér að. Þær eru uppi í sveit og á vegi þeirra verður hermaður sem gerist ágengur við konuna, býður fyrst sælgæti en þegar konan lítur ekki við honum hefur hann í hótunum. Telpan skilur auðvitað ekki í sjálfu sér hvað hermaðurinn vill þeim, þ.e. móður hennar, en hún skynjar óttann, og skelfingin nær tökum á henni. Byssan sem hermaðurinn ber, stendur henni stöðugt fyrir hugskotssjónum og verður tákn þess ofbeldis sem er yfirvof- andi. Þriðja sagan er sögð frá sjónarhorni drengs sem á ömmu sem liggur á spít- ala dauðvona. í þessari sögu er lögð áhersla á bilið sem er milli heims full- orðinna og heims barna. Drengurinn veit jafnvel og fullorðna fólkið að amma hans á ekki langt eftir. En það er bannað að ræða um dauðann, bann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.