Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 151

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 151
ANDVARI SKÁLDSKAPUR OG SAGA 149 síður umfang kveðskapar hans eða einhver afgerandi stórvirki. Pað sem skipti sköpum væru tengsl hans við þjóð sína: «Jónas Hallgrímsson er krist- allur íslenskrar vitundar. í honum brotna geislar eðlis vors. Þegar ég kemst þannig að orði að hann sé hið besta skáld vort, þá á ég við að hann sé hið íslenskasta skáld vort.»5 Ólíklegt má telja að Grímur Thomsen hefði tekið undir þessa röksemdafærslu Halldórs, þótt hann reisti fegurðardóma sína reyndar á sama þjóðlega grundvelli og hann. Þetta dæmi sýnir að viðtökusaga íslenskra bókmennta getur skýrt eitt og annað sem tengist almennum skilningi bæði á einstökum skáldverkum og höfundum 19. aldar. Þetta á einnig við um skilning manna á Grími Thom- sen, en í umfjöllun sinni um tengsl hans við skandinavismann segir Sveinn Yngvi Egilsson: «Líklega gera flestir nútímalesendur Gríms sér grein fyrir því að hann er ’þjóðlegur’ á sinn hátt, en átta sig e. t. v. ekki á því að sá ’þjóðlegi’ þáttur nær út fyrir ísland.» Fólk hafi með öðrum orðum ekki gert sér grein fyrir því að Grímur var þjóðlegt skáld «í norrœnum skilningi fremur en íslenskum» (128). Sveinn Yngvi leitast við að skýra þetta með því að benda á að «farið [sé] að fenna í þau spor sem skandinavisminn skildi eftir sig í menningarumræðu á Norðurlöndum» (128). Hér væri þó ekki síður vert að huga að þjóðernislegri túlkun íslenskra bókmennta- manna á kvæðum Gríms, sérstaklega skrifum Sigurðar Nordals, sem þar að auki tortryggði allt sem var af erlendum toga og reyndi því að halda ís- lensku og útlendu fullkomlega aðskildu. Sú fullyrðing Sigurðar að Grímur hafi «skírst» svo mjög af langri dvöl sinni með erlendum þjóðum «að ein- ungis ósviknasti málmur íslenzkrar tungu og þjóðareðlis sé eftir»,6 hefur í raun og veru aldrei gefið færi á «norrœnum skilningi» á skáldskap hans eða hvatt menn til að huga að tengslum Gríms við skandinavismann sem hann í mörg ár studdi af heilum hug án þess þó að afneita þjóðerni sínu. Þó að höfundar fræðiritanna fjögurra takmarki sjónarhorn sitt að nokkru leyti, bregða þeir víða nýrri og óvæntri birtu yfir það tímabil sem þeir fjalla um, bæði með því að vísa til áður ónotaðra heimilda og með nýjum túlkun- um. I þessu efni fer samt hver sína leið, og því er eðlilegt að ræða aðeins um aðferðir höfundanna við að nálgast umfjöllunarefnið. í formála að riti sínu gerir Aðalgeir Kristjánsson eftirfarandi grein fyrir viðhorfi sínu til staðreynda og tilgátna: Hér hefir lítið verið gert af því að setja fram tilgátur þegar staðreyndir þrýtur, enda er hollt að minnast orða Ciceros sem sagði að staðlausar hugsmíðir muni eyðast í straumi tímans, en dómar náttúrunnar hljóta staðfestingu. (7) Þessi orð þýða alls ekki að ritið sé gjörsneytt öllum tilgátum, en röksemdir Vega afar þungt í umfjölluninni. Sú kenning er t. d. vel undirbyggð «að sam- hengi hafi verið á milli lélegrar heilsu skólasveina á Bessastöðum og hárrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.