Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 16
14 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI Breiðafjarðar. í kringum þau var mikið af mennta- og listafólki sem og eyjabændur sem margir bjuggu við góð efni. Jón Thoroddsen faðir Skúla varð sýslumaður Barðastrandarsýslu árið 1850, þótt próflaus væri, en það sama ár kom út fyrri skáldsaga hans Piltur og stúlka sem fékk góðar viðtökur. Mörg ljóða hans áttu eftir að verða land- fleyg. Það var því upprennandi skáld sem tók við sýslumannsembætt- inu þrjátíu og tveggja ára að aldri. Jón bjó í fyrstu í Flatey en þar var rekin öflug útgerð og verslun. í eynni bjuggu meðal annarra Ólafur Sívertsen prestur, prófastur og þingmaður, sonur hans séra Eiríkur Kúld sem einnig varð þingmaður og hans stórmerka kona Þuríður Kúld en í kringum hana þróaðist mikil menningar- og listaumræða og eru af henni margar sögur. Þá bjuggu í eynni Bogi Benedictsen kaupmaður og kona hans Herdís sem löngu síðar stofnaði sjóð til að reisa kvenna- skóla á Vesturlandi. Þetta var fólkið sem studdi Matthías Jochumsson skáld til náms.8 Jón Thoroddsen fór fljótlega að leita sér að kvonfangi og ákvað að biðja um hönd heimasætunnar í Hrappsey, Kristínar, dóttur Þorvalds Sívertsen bónda þar og þingmanns (bróður Ólafs) og konu hans Ragnhildar Skúladóttur. Bónorði Jóns var vel tekið en Þorvaldur var skynsamur maður og setti það skilyrði að Jón lyki laganáminu áður en þau gengju í hjónaband. Jón tók því, dreif sig til Kaupmannahafnar á kostnað Þorvalds, las af kappi og lauk prófinu. Með þessu hjónabandi tengdist Jón fólki sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf barna hans og barnabarna. Þau hjón fluttu síðar að Haga á Barðaströnd og eftir að Jóni var veitt Borgarfjarðarsýsla bjuggu þau að höfuðbólinu Leirá.9 Systkini Kristínar Þorvaldsdóttur Sívertsen voru þau Katrín og Skúli. Katrín missti fyrri mann sinn en síðari maður hennar var Jón Arnason þjóðsagnasafnari. Þau hjón bjuggu í Reykjavík og voru örlagavaldar í sögu fjölskyldunnar. Skúli bróðir Kristínar varð bóndi í Hrappsey en dóttir hans var Katrín Skúladóttir Magnússon kvenréttindakona, formaður Hins íslenska kvenfélags um árabil og ein þeirra fjögurra kvenna sem kjörnar voru í bæjarstjórn Reykjavíkur af kvennalista árið 1908. Hún kom iðulega í heimsókn til þeirra Skúla og Theodoru eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og var því ein af þeim forystukonum sem Katrín Thoroddsen hafði fyrir augum í æsku.10 Ættingjar Skúla Thoroddsen voru margir á kafi í sjálfstæðisbaráttunni, þeir studdu Jón Sigurðsson og nokkrir karlanna sátu um árabil á þingi.11 Þau Jón Thoroddsen og Kristín Þorvaldsdóttir komu fjórum drengj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.