Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 9

Andvari - 01.01.1948, Page 9
ANDVAIU Röguvaldur Pétursson 5 kostur að gera upp svo flókna reikninga, og enn mun um hríð deilt um það, hvort ísland hafi fremur tapað en grætt á Vest- urheimsferðunum, þegar alls er gætt. Enginn mun lengur halda því fram, að það hafi aðeins tapað. Að sjálfsögðu er fróðlegt rannsóknarefni að skyggnast eftir því, hverjar voru helztu orsakirnar til þess, að íslendingar tóku að þyrpast til Vesturheims. Án þess er naumast hægt að ná réttum áttum í þróunarsögu islenzkrar menningar og félags- mála vestan hafs um 70 ára skeið. í sögu um landnám ís- lendinga í Vesturheimi er að upphafi rakinn harðindaannáll íslands frá upphafi, í því skyni, að ljóst megi verða, að Vest- urheimsferðirnar hafi fyrst og fremst sprottið af atvinnukreppu og vonlausri haráttu íbúanna í þessu harðbýla landi, sem frá upphafi landsbyggðarinnar hafi hrjáð þjóðina með eldgosum, hafísum, mannfelli og hordauða kvikfénaðarins, viðnáms- laust að kalla. Þetta sjónarmið er viðlika ófrjótt og vikurbreið- ur Heklu eða sjálfur hafísnæðingurinn. Skáld getur leyft sér að kalla líf þjóðarinnar „eilíft kraftaverk“, vegna þess að slcáldum leyfist yfirleitt svo margt og ekki sízt þegar þau herða strengi sína við mjög hátíðleg tækifæri. En málið horfir óneitanlega öðruvísi við, þegar á að fara að „sanna“ krafta- verkið með tilstyrk bölmóðsþrunginna annála eða volæðis- fullra bænarskjala, þar sem mestur hluti volæðisins er tómt form; rétt eins og útmálun spillingar og synda manneskjunnar í gömlum bænabókum, er þó var lögð í munn skikkanleg- asta fólki — og þótti því betri sem hún var fjær öllu réttu lagi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þjóð vor hefur á þeim þúsund árum, er hún hefur byggt þetta land, skapað og við haldið menningu, sem framar öllu öðru hefur gefið henni kraft og rétt til þess að vera sjálfstæð þjóð á nýrri öld, þrátt fyrir fámenni sitt og fjárhagslega bresti. Auðvitað er auður og velsæld alls ekki einhlítt til þess að skapa menn- ingu, vinna andleg afrek. Hitt er jafnvíst, að engin sú þjóð get- ur komizt til menningarþroska, sem lepja verður sifelldlega dauðann úr krákuskel. Nú vil ég sizt gera lítið úr eðliskostum þess kynstofns, sem þetta land hefur byggt. En hitt er jafn-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.