Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 77

Andvari - 01.01.1948, Side 77
A.VDVARI Um fiskirækt í Bandaríkjunum 73 læki, ár og vötn. Síðan er rogazt með fötur og brúsa yfir hæðir og gegnum kjörr og skóga og seiðunum dreift sem bezt. í einu vetfangi eru seiðin komin úr umsjá mannanna og út í náttúruna og lífsbaráttuna, þar sem hvert þeirra verður að sjá um sig. Hér heíur verið farið fljótt yfir sögu, og þegar yfir er litið, virðist það vera fleira, sem ekki hefur verið sagt, heldur en hitt, sem á er drepið. Von mín er þó sú, að einhverjir kunni að hafa gaman af að lesa þetta. Hér hefur verið um almenna frásögn að ræða, en alls ekki fræðilega, enda er tæplega staður til þess hér. ísland er fremur fátækt land að náttúruauðæfum, eða rétt- ara sagt, náttúruauðæfi eru hér fábreytt. Það er skylda okkar að nota sem bezt og skynsamlegast það, sem við höfum, svo að það verði okkur til sem mestra nota. Á hitt verðum við líka að líta, að við skilum ekki landi okkar fátækara og rún- ara að gæðum en það áður var og nú er í hendur þeirra, sem á eftir koma. Því er það, að alls konar ræktun er okkur svo mikilvæg. Fiskirækt i ám og vötnum er hér engin undantekn- ing, siður en svo.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.