Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 86

Andvari - 01.01.1948, Side 86
82 Grimur Thomsen ANDVARl væri ekki alveg laust við, að hann skopaðist að þessum ábata- rýru afrekum. En ef skáldskapur hans sjálfs barst í tal, var hann vanur að fara út í aðra sálma, tók þá að ræða um önnur skáld og skáldrit, einkanlega hin fornu Eddukvæði, Shake- speare, Oehlenschlager og Schiller, einnig um J. L. Heiberg, þótt skáldskapur hans og Bjarna væri í fáu líkur. En þótt hann gengi þannig af ásettu ráði á bug við skáldheitið, kom hann þó óvart upp um sig á ýmsan hátt: Þegar hann gekk hugsi um gólf í stofunni, „sló takt“ á húsgögnin og raulaði með sinni djúpu, hljómfögru rödd eftirlætislög sin: Karl hilmir, hetjan unga, draum Rousseaus og gamalt íslenzkt þjóðlag, sein ýmis af ljóðum hans eru kveðin undir, — þegar honum vöknaði um augu og hljóp kapp í kinn, er hann ræddi um mik- ilmenni sögunnar og gat þá naumast varizt því að ræða hans félli í stuðla (Heu mihi, qvid dixi, nescio versus erat) — og loks, er honum urðu ósjálfrátt ljóð á munni — þá bar allt þetta skáldgáfu hans sízt lakari vott en langar sjálfsdáunar- ræður og ljóðalestur hefðu getað gert. Hann var kátur og skemmtilegur félagi og sló ekki hendi móti gjöfum Bakkusar. Glaðværð hans stappaði þá stundum nærri ofsakæti, en hún var svo andríki þrungin, að allir við- staddir hrifust með. Stundum var hann þó nokkuð hávær á fornnorræna vísu og vildi helzt einn hafa orðið. Endranær var hann stundum þungbrýnn og hnugginn, og ágerðist slíkt einkum á efri árum hans. Og ytra útlit hans hæfði vel hans innra manna. Allt hans eldfjöllum skylda eðli bálaði úr hans björtu augum; þau kunnu frá mörgu vetraræfintýri að segja, og í döggvuðu tilliti þeirra mátti líka ráða í margan vornætur- draum. Þegar menn litu hálf-tregablandið og hálf-napurt bros hans og virtu fyrir sér þetta sérkennilega andlit, sem harmar og eldmóður og öll lifsins máttarvöld höfðu rist sínar rúnir á, þá varð ekki hjá því komizt að heimfæra til hans sjálfs þetta erindi úr harmljóðum, er hann kvað eftir látinn æskuvin: Undrist enginn kvistir kynlegir, upp þó vaxi þá koma úr jörðu

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.