Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 11
SPEGILLINN 25 svo að hiiiar verða að setjast aftur og bíða. Svo opnast aðrar dyr og sama sagan endurtekur sig, svo að ég fer að hugsa, að þetta sé eins og hjá læknunum. Skyldu þær vera lasnar? Svo kemur einn stór og myndarlegur náungi með ljósmyndavél á öxlinni, og þá heyri ég þær hvísla og ókyrrast í sæti sinu, að þetta sé flugvallarstjórinn. Hann tekur bara tvær og leið- ir þær við hvora hönd og klappar hinum á rassinn. Ég reyni að hneigja mig og broea til hans, ef hann skyldi sjá mig. Svo bíð ég þangað til hann kemur aftur til að skila hinum og taka tvær nýjar. Þá ræski ég mig, geng til hans og slæ á öxl- ina á honum og segi, að við séum líka í Sameinuðu Þjóðun- um og Bjarni Ben. sé þegjandi áheyrandi með hinum utan- ríkisráðherrunum í Kaupmannahöfn og Bjarni og Jóhann Hafstein ætli að gera okkur bráðum að bandalagsþjóð Ame- ríku og þá verði nóg að gera á báða bóga, ekkert með ein- angrun og smáþjóð og hlutleysi, nóg af vörum og stúlkum og vestrænni menningu á báða bóga. — Flugvallarstjórinn hleypti brúnum (en ég gaf mig ekki að því) og spurði, hvort ég vildi vinna mér inn nokkra dollara. — Jú, ég held nú það, jes, olræt, sagði ég. Svo fórum við inn með stúlkurnar, og hugsaðu þér bara. Þarna fara þær úr og myndavélin á lofti — og svo eru þær ljósmyndaðar hátt og lágt, sumar með viskíflöskur framan á sér og ég er þarna með þegjandi áheyr- andi eins og Bjarni Ben. og fæ dollara fyrir, því að þeir í Ameríku borga oft svona þegjandi áheyrendum, þeir segja að það borgi sig. Og svo fengu þær dollara og ég fékk doll- ara, — já, það er hægt að vinna sér inn peninga fyrir fleira en moka skít, hugsa ég, einkum þegar maður hefur Samn- inga og er bráðum kominn í bandalag. Og svo förum við út og hann fylgir okkur til dyra og þær eru alltaf að kíkja ofan í töskuna og þreifa á dollurunum og laumast til að kíkja og brosa til hins mikla manns, sem getur allt. En við erum báðir í vestrænni menningu, hugsa ég og stoppa við dyrnar til að tala við hann og segja honum frá því, að nú séum við bráð- um hernaðaraðiljar saman, ég og hann. Þá segir önnur stúlkan allt í einu við flugvallarstjórann, að hún hafi tapað öðrum eyrnalokknum sínum, sem kærast- inn gaf henni á jólunum, hann sé líklega í einhverju rúmi hér í bragganum, hún man ekki hverju. Þá tekur stjórinn upp fleiri dollara og fær henni og stúlkan verður glöð og roðnar og höndin skelfur utan um dollarana, en gýtur þó augunum til vinkonu sinnar og segir „thank you“, sem ekki heyrist, en ég og stjórinn höldum áfram að tala um hern- aðarbandalag og vestræna menningu. Svo þökkuðu stúlkurn- ar fyrir sig og réttu honum hendina, en flýttu sér svo mikið af þakklæti, þegar þær ætluðu út, að þær opnuðu næstu hurð og gengu beint inn í fataskápinn. Þá hljóp ég til og vísaði þeim út úr skápnum og á hinar réttu dyr og hneigði mig svo fyrir flugvallarstjóranum og sagði: „Bless you, so long, dear fellovv in the war number 3“. Vestræn menning! Faraldur. ÚTVARPSRÁÐ hefur lýst því yfir, að það telji umræður um Atlantshafsbandalagið ekki tímabærar. Mun meining ráðsins vera sú, að betra sé að ganga í bandalagið fyrst og tala svo um það á eftir, og hver veit nema þetta sé alveg rétt athugað. ÞÝZKUR DOKTOR í fiskiðnfræðum hefur nýlega verið ráðinn til starfa hér á landi, en kostaði það, að bæði hann og aðstoðarmaðui' hans, ásamt fjölskyldum þeirra, urðu að fá íslenzkan ríkisborgararétt, sem þingið svo veitti í hvelli. Margir hafa vei'ið með getgátur um það, hvers vegna maður þessi sé svona eftirsóttur, og hafa flestir komizt að þeirri niðurstöðu, að hann eigi að snúa við kjaftinum á þorskinum, áður en hann er send- ur utan, með því að hægt sé að fá fria valútu fyrir öfugkjöftu á heims- markaðinum. Á ALÞINGI upplýstist það fyrir skömmu, að samning frumvarps um öryggisráð- stafanir á vinnustöðvum hafði kostað kr. 57.432,30, og var upphæðin nákvæmlega sundurliðuð, en eftir þeirri sundurliðun að dæma hefur samning frumvarpsins tekið meira en 11 mánuði. Vilja hinir sparsam- ari þingmenn, sem ekki komast sjálfir í frumvarpasamningu, leggja til, að framvegis verði öll frumvörp samin upp á akkorð. HVEITIRÁÐSTEFNA stendur nú yfir i Canada, og segja fréttamenn, að Rússar tefji fyrir henni eftir megni, en á meðan kemst hveitið ekki á markaðinn, en sá mun líka vera tilgangur Rússanna að láta það ekki komast þangað fyrr en það er farið að spíra.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.