Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 18
32 SPEDILLINN meira en Hábergs og ósvífni hans í viðskiptum meiri en Sævars.------- En nú sátu hinar fínu frúr þessara fínu manna í fínu húsi og töluðu saman. — Það er annars meiri þurrkatíðin í sumar, sagði frú Há- berg. — Það hefur ekki komið dropi úr lofti í meira en þrjár vikur. — Það var lán, að lokið var við að steypa götuna hérna í vor, sagði frú Angan, — það hefði annars verið ólíft hér fyrir moldroki. — En þetta er slæmt fyrir síldveiðarnar, sagði frú Sævar. — Maðurinn minn segir, að þeir veiði bara hreint ekkert fyrir norðan. — Nú, sagði frú Háberg, — það er skrítið, ef þurrkurinn hér hefur áhrif á síldina fyrir Norðurlandi, því að þar hefur einmitt verið rigningatíð undanfarið. — Jú, Gúra mín, sagði frú Angan. — Ég las það nýlega í Mánudagsblaðinu, að þegar mikið rigni fyrir norðan, komi meira vatn í sjóinn og þá verði hann ekki eins saltur og síld- in er vön. Síldin fer þá auðvitað þangað, sem sjórinn er saltari. — Þetta getur meira en verið, sagði frú Háberg. — Ég hef ekkert vit á síld né síldargöngum. Látum karlmennina um fiskana í sjónum og tölum heldur um okkar hugðarefni. Hvert eigum við annars að fara um helgina? — Veit ekki, svaraði frú Sævar. — Ég er orðin dauðleið á þessum sumarbústað á Þingvöllum. Sævar hélt að það væri svo fínt að vera þar, en síðan þessar rútuferðir fóru að verða á hverjum degi, er þar ekki verandi fyrir umferð og alls- konar ónæði, það er varla að maður fái næði til þess að líta í almennilega bók. — Ég var að lesa upp aftur á dögunum bók, sem kom út fyrir einum tíu-tuttugu árum, Fjallamenn, eftir Guðmund frá Miðdal, minnir mig. Hann lýsir ferðalögum um óbyggðir, og stundum var frægt erlent fólk með honum, t. d. einu sinni kvikmyndaleikkona. — Svo las ég líka um daginn bók eftir eina lávarðsfrú í Englandi. Hún og vinkona hennar, auðvit- að aðalsfrú líka, fóru í viku hópferð í almenningsvagni. Svo skrifaði önnur þeirra bók um ferðalagið. Ég væri til í að reyna þetta. — Meinarðu, að fara í hópferð í venjulegum rútubíl, inn- an um allskonar fólk? spurði frú Sævar. — Já, það var líka einmitt það, sem þessar ensku aðals- frúr gerðu. — Ég er til í það, sagði frú Angan. — Það er þó að minnsta kosti tilbreyting. Það er ekki svo mikið sem minnst á það í blöðunum, þótt maður fái nýjan bíl eða láti byggja nýjan sumarbústað. Hitt er varla hægt að ganga fram hjá, ef við tökum okkur til og förum upp í óbyggðir með fólki úr lægri stéttunum og liggjum úti. — En er þá nokkur hópferð á næstunni ? spurði frú Sævar. — Jú, Almenna Ferðafélagið fer upp í óbyggðir á laugar- daginn, svaraði frú Háberg. — Það hefur fengið lánuð sælu- húsin hjá Ferðafélagi íslands, og ætlar að liggja við í þeim. Verður víst í viku eða því sem næst. — Það er miðvikudagur í dag. Ætli það sé ekki orðið of seint? spurði frú Sævar. — Það má athuga það, sagði frú Angan. — En ekki för- HAUDÓR PÉTURSSON oq tryggvi magnússon f\itóljÓrri oy at9 rtiaila : SmdraQÓiu 14 Revkjdvílt . Sími 2702 (kl 12-13 dtgl.). Argangurinn er 12 tölublöd * um 240 bls. - Askriltaverð: kr. 42.00 á ári Einstök tbl. kr. 4.oo - Askriftir greiðist lyriríram - Ariiun: SPEGILLINN Póstbóll 594, Reykjdvík * Blaðið er prentað i ísaloldarprentsmiðju b.l. um við þrjár einar, við tökum með okkur sína þernuna hver, og einhverja kunningja í viðbót. Hinar féllust á þetta. Síðan skiptu þær með sér verkum um allan undirbúning. II. Síðari hluta laugardagsins staðnæmdist stór rútubíll við Miklatorg. Hópur af fólki stóð þar á torginu. Það var með svefnpoka, bakpoka og annan útilegufarangur. Fleiri bætt- ust í hópinn, með samskonar föggur. Þetta fólk hafði komið með strætisvagni að næsta götuhorni, en bar svo á sjálfum sér þvert yfir torgið, þangað sem allir langferðabílar leggja upp, síðan Miklatorg var fullgert. Þetta var almenningur, fólk, sem ferðaðist í orlofi sínu, á vegum Almenna Ferða- félagsins. Það hópaði sig þegar saman í smáhópa og fór að tala um hið fyrirhugaða ferðalag. Þá renndi þar að spánnýr amerískur lúxus og nam staðar. Bílstjórinn leit út. — Er þetta rútubíllinn frá Almenna Ferðafélaginu? — Já, var svarað. Bílstjórinn kom út, opnaði óæðri enda þessa fína farar- tækis og tíndi þar út mikinn farangur. tJr mið-iðrum fínheitanna steig frú Háberg í loðbryddri úlpu, með myndavél um öxl, sýnilega hinn dýrasta grip. Á eftir henni kom ungur maður, sá var eins og mynd úr ame- rísku myndablaði. Síðast kom stúlka og bar smápinkla, það var þerna frúarinnar. Ungur maður úr almenningnum sneri sér að bílstjóra lúx- ussins og spurði: — Hver er hann, þessi? — Ameríski jazzhljómsveitarstjórinn nýi, þessi, sem á að leika á Ríkishótelinu í sumar, þegar amerísku þingmenn- irnir koma hingað í heimsóknina, svaraði bílstjórinn. Framhald.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.