Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Page 11

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Page 11
1924 STÚDENTABLAÐ 3 Og hvað er það fyrir heilt hérað, að koma upp einu eða tveimur herbergjum? Sómi er það og lítil útlát. Og hvað munar þig um að gefa þinn litla skerf, hvort sem hann er krónur eða aurar? það voru aurarnir frá fjöldanum, sem bygðu dómkirkjuna í Köln. Guðm. Hannesson. ---o--- Það eru tii undarlegír menn. — Brot. — fyrir honum, en í svartasta hríðarmyrkri finna þeir altaf eitthvert rof. það er ekki til neins að opna fyrir þeim aldingarðinn Eden. Hugur þeirra mun flýja frá blik- andi aidinum og ilmandi rósum og leita hælis í einu ormsmognu viðarrótinni í garðinum. En sé þeim varpað út í hin yztu myrkur, munu þeir fylla þar níu heima með bjarma drauma sinna. það eru til undarlegir menn. S.N. ----o---- Fullveldið. is§ þegar jörðin er sokkin eins og svartur hnullungur i hyl myrkranna, þegar síð- asta dagsbrúnin er kulnuð og regnský- in grúfa yfir haustbleiku landi, þá er það skemtun mín að leita sólargeislanna, sem glitra í augum næturinnar. Og finni eg hvergi skýjarof, þar sem stjarna tindrar, enga glætu af degi, sem orðið hefur eftir í straumbroti eða bárukambi, þá þarf eg ekki annað en loka augunum til þess að dimman fyllist af leiftrum. þegar dagurinn tekur jörðina í fang sér, svo að hvergi ber á skugga, þegar breið- fylkingar sólargeislanna taka láð og lög herskildi, get eg ekki stilt mig um að leita myrkursins og sækja það heim, þar sem það felur sig í djúpum hellum — dregur sig inst inn í skútana og bíður sólseturs, eins og rándýr, sem hniprar sig til stökks. það eru til undarlegir menn. þeir leita dagsins um nætur og nætur um daga. þeir sjá ekki gleðina, gæta ekki nema skugg- ans hennar, þar sem hætturnar hnipra sig. þeir sjá sorg í hverju brosi, hyldjúpt myrkur í hverju auga. En komi ógæfan sjálf, finna þeir unað í hverju andvarpi og sjá geisla í hverju tári. það eru til undarlegir menn. Ef einn skýhnoðri er á himni, sjá þeir ekki sólina 1 dag eru liðin sex ár síðan íslenska þjóðin fékk viðurkent fullveldi lands síns. Sú viöurkenning var fengin fyrir harða og langvinna baráttu, er krafist hafði hugs- unar og athafna margra bestu manna landsins. þessi barátta varð því til þess að tefja fyrir ýmsum nauðsynlegum fram- kvæmdum og umbótum innanlands. En er henni lauk, hlaut hugur og hönd að snúast að meginþáttunum í innanríkismálunum: að rétta við fjárhag þjóðarinnar og auka menningu hennar. Ekkert land, enda þótt það sé viðurkent fullvalda að þjóðarétti, getur talist sjálf- stætt, nema þjóð sú, er það byggir, standi í andlegum og fjárhagslegum efnum á traustum grundvelli. En til þess þarf blómlegt atvinnulíf, djúpa og fjölbreytta þekkingu, bæði vísindalega og hagkvæma mentun landsbúa. því að þekkingin er lyk- illinn að auðslindum náttúrunnar, en vel- megun þjóðbrautin að musteri mentunai-. Að vernda og auka andlegt og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar, er því að gæta fengins fullveldis landsins. Leiðirnar að því marki eru margar og misjafnlega greiðar. Ræktun landsins, bættar sam- göngur, aukin framleiðsla, virkjun fossa og ný iðnaðarfyrirtæki eiga að tryggja

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.