Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 38

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 38
30 STÚDENTABLAÐ íslenzkir stúdentar þekkja þetta allt. En hugsunarleysi þeirra er á svo háu stigi, að flestir þeirra láta sem þeir sjái hvorki né viti neitt slíkt, hvað þá heldur, að þeir telji það ómaksins vert að verja neinu af tíma eða kröftum, til þess að reka þennan ósóma af höndum sér. Stúdentar virðast yfirleitt fjarri því að beita áhrifum sínum gegn þeim ómenningar- straumi, sem áfengisneyzla þjóðarinnar or- sakar. Þeir eru of hugsunarlausir og latir á þessu sviði. Þar nægir ekki þekking, heldur sá hugs- unarháttur göfugmennis: Að heimta sífellt meira af sjálfum sér en öðrum, og leyfa sér aldrei neitt, er til mannskemmda getur orðið. Því hærra þroskastig, þeim mun harðari kröfur. Stúdentar mega sízt vera ánetjaðir möskvum leti og hugsunarleysis, og liggja þar úrræða- og athafnalausir gagnvart vanda- málum þjóðarinnar. Þeir verða að beita kröft- um sínum ófjötruðum. Ganga heilir til verks. Vera vakandi, gætnir, reiðubúnir til alls er til heilla horfir. Ekkert er of erfitt, sé það unnið í bjartri von um að gera þjóðina að einhverju leyti frjálsari, sjálfstæðari, betri. Önnur meginorsök að áhugaleysi stúdenta í bindindismálum, er kreddufesta. Þó góðar venjur geti verið mikils virði, ætti enginn að ganga blindandi þeim á hönd. Svo eru til þeir siðir, sem geta verið hinir fegurstu í fyrstu, en breytast fyrir taumleysi iðkend- anna í verstu ósiði. Það er fallegur siður i sjálfu sér, að ungu, nýbökuðu stúdentarnir frá Menntaskóla Reykjavíkur helgi fyrstu frelsis- stundir sínar að prófi loknu unaði og fegurð íslenzka vorgróðursins austur á Þingvöllum. En komi það fyrir, að yfir hinn fagra, glaða og vondjarfa hóp sígi elliblær áfengistöfra, verður að snúa við í tíma og hrekja þann óvin af höndum sér. Á Þingvöllum ættu nýju stúdentarnir að strengja þess heit, að verða landi sínu og þjóð til heiðurs og hróss, hvert svo sem leiðir þeirra kynnu að liggja síðar. Þá rynnu raunverulegir lífsstraumar frá þess- um fornheilaga hjartastað landsins hvert vor: Menntuð æska með eld í æðum og vonarljóma í leiftrandi augum. Hið sama má segja um hið svonefnda Rússa- gildi, þar sem ungir stúdentar eru boðnir vel- komnir af hinum eldri til náms og félags- skapar. Það hefir oft, sökum áfengisneyzlu, verið Háskólanum lítt til sóma. Þótt vel hafi tekizt núna síðast. Það gæti verið umvafið birtu og yndisleik fagurra óska og fleygra vona. Þar ætti að vera mikið af snjöllum, stuttum ræðum, léttum söngvum og leikjum. Ég treysti stúdentum vel til þess að laga svo til, að það verði aldrei framar talið til vanza. Ef þeir aðeins reynast köllun sinni trúir, munu gáfur og kraftar vera á svo háu stigi, að ekki þurfi úr að bæta, þótt vel sé, að þar sé sem flest af prófessorum og kennurum, sem gleyma fræðum sínum rétt í svip, fyrir saklausri gleði og æskuminningum. Hátíða- höldin fyrsta vetrardag, sem byrjað var á nú í haust, þurfa að vera holl og fögur venja, með lífi og litum, en aldrei dauð erfðavenja, með áfengisnautn og fíflalátum. í þessu sambandi er svo eftir að minnast á fyrsta desember, sem nú er að verða aðalhá- tíðisdagur stúdenta, jafnvel fremur en nokk- urs annars hluta þjóðarinnar. Svo að segja öll sú viðhöfn og glæsimennska andleg og líkamleg, sem íslenzk menntaæska á yfir að ráða, þarf og á að skína í björtum ljóma þennan dag. Því verða allir, sem unna sæmd háskólans og heiðri þjóðarinnar, að vera samtaka um að útiloka allt, sem setur blett á gleöina og glæsimennskuna, sjálfstæð- ið og menntunina. Það ætti sannmenntuðu fólki að vera innan handar. Samt er ég ekki að mæla móti því, að gera daginn skemmti- legan. Ég dái skemmtanir og samkvæmislíf um of að margra dómi. En geti fólk ekki dans- að, hlegið, sungið og leikið sér, notið gleði og æsku án eiturlyfja, hefir það bókstaflega dreypt um of á bikar þeirrar elli, sem sannur maður telur sér óvirðingu að, þrátt fyrir silf- urhærur. Það fólk er dæmt úr leik af sjálfu sér, unz það hefir aftur neytt Iðimnarepla æsku og fegurðar.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.