Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.02.1988, Blaðsíða 25
BÓKMENNTIR HAUST i í blökku hafi borgin skelfur í skugga trjánna líf mitt Iífþitt gatan fangar fölan svip af himni sölnað laufið sefur í garðinum II kulið leikur í tómri hörpu brostinn strengur tónarnir læðast burt Um höfundinn Valgerður Benediktsdóttir er 23 ára íslenskunemi. í fyrra tók hún þátt í námskeiði í ritlist undir leiðsögn Njarðar P. Njarðvík. Hún veitti okkur góðfúslega leyfi til að birta sýnishorn af vinnu sinni þar. III Slóð þín eftir andartökum löngu liðins dags Drúpir vallhumall silfraður í skugga nætur Áralag morguns í fjarska I Nótt á heiði yfir öllu lónar gagnsæ móða augu hafa lokast vindar blása streyma inn í andlit þúsund ára ótal myndir - andvörp okkar allra STÚDEMTABLAÐIÐ 25

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.