Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.04.1931, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 tu lesendurnir. Flóaleikhús. ÞiS skulið ekki skilja fyrirsögnina þannig, að það eigi að fara að koma upp þjóðleikliúsi i Flóanum, heldur heitir viss tegund leikhúsa þessu nafni af því að leikendurnir eru flær. Líklega hafið þið aldrei sjeð þess- konar leikhús, því að þau munu al- drei hafa verið til hjer á landi. Og bætur sje skaðinn, þvi að þið skul- uð ekki lialda, að lijer sje um hærri leiklist að ræða, eða nokkra leiklist yfirleitt. Þið vitið, að það er hægt að venja ýms dýr á að sýna ýmiskonar listir, ekki sist hunda eða liesta. En þið munuð reka upp stór augu þegar þið heyrið, að það sje hægt að venja flær á sitt af hverju, þvi að liklega hafið þið altaf haldið, að flærnar væru „ótemjur" alla sína lifstið. En mergurinn málsins er sá, að sumir gera sjer að atvinnu að temja flær og sýna þær fyrir nokkra aura, bæði á markaðsstöðum og annarsstaðar. En sem betur fer hafa íslendingar þótst upp úr slíku vaxnir til þessa. Hugsum okkur nú að við værum að koma inn í markaðstjald, þar sem flær væru sýndar inni. Ætli okkur nnmdi ekki fara áð klæja, hara af til- hugsuninni um, að við værum komn- ir svo nærri þessum kvikindum. Það er þó engin liætta á, að flærnar leiti á okkur, því að „leikhússtjórinn" gætir vel að þvi, að missa ekki neinn „leikandann“. Áður en farið er að sýna dýrin verður að æfa þau vel og lengi og kenna þeim listirnar, hæði með góðu og illu. Flær, sem eru orðnar full- æfðar eru eigandanum mikils virði, því að þess betur sem þær leika, þvi meiri verður áðsóknin að leiklnisinu hans. Flóanytina og ungviðið geymir hann í stóri flösku með dusti i, en smám sanian tekur hann efnilegustu unglingana frá og lætur þá í glerpípu, sem lokaðar eru í báða enda. Og kensluaðferðin byggist á máltækinu: „Brent barn forðast eldinn“. Flærnar eru kunastar fyrir það hve hátt þær geta hoppað, og nú er farið að æfa þær í þessari íþrótt undir eins og lappirnar á þeim eru orðnar nógu sterkar lil þess, og það verða þær fljótt. Vitanlega hoppa þær í glerpíp- unni, en reka sig þá uppundir og meiða sig, svo að þær hætta hrátt þeirri íþrótt á þeim stáð. Þeim lærist að hætta að hoppa, enda er það alls ekki þessi iþrótt, sem eigendur þeirra vilja láta þær iðka. Þegar þessu er lokið er látið háls- band á flærnar og þær bundnar við Göfug hjún. áhaldið, sem þeim er ætlað að leika listir sínar á. Og hálsbandið er svo sterkt, að það er engin hætta á, að þær losni og flýji. Þegar maður kemur í flóaleikhús verður maður að liafa stækkunargler. Og nú ætla jeg að sýna ykkur nokkr- ar myndir úr flóaleikhúsinu, eins og jeg sá þær í gegnum glerið. Sýningin hófst með því, að skraut- klædd og fín hjón komu labbandi inn, eins og þau væru áð ganga fram fyrir prestinn til að láta gifta sig. Gengu þau að borði á miðju leiksviðinu og hneigðu sig fyrir áliorfendunum. Þið sjáið þau hjerna á myndinni. Jeg var alveg liissa á því, hve fallega þau hjeldust i hendur, en eiginlega ætti jeg að þegja yfir því, að þau voru bundin sainan á höndunum með ör- mjóum þræði, svo að þau gátu ekki skilið, þó að þau fengin vildu. II júlreið'ar. Næsl kom hjólreiðagarpur einn hjólandi inn á leiksviðið. Honum gekk ekki rjett vel að stýra, en leikhús- stjórinn hjálpaði honum við og við, svo að hann gal ekið marga hringi umhverfis leiksviðið og fjekk ákaft lófaklapp að launum. En önnur verð- laun fjekk hann ekki. F i mll e i k asijning. Við þriðja atriðið fanst mjer að jeg væri kominn á stærðar fjölleika- hús. Ein flóin, sem tók þátt í þessari sýningu hjelt hring á lofti en önnur stökk hvað eftir annað gegnum hring- inn og skeikaði aldrei. Og meðan þessu fór fram lá sú þriðja á bakinu og ljet knött hringsnúast á löppun- um á sjer. Þetta var svo vel leikið, að alt ætlaði vitlaust að verða og leik- hússtjórin hrosti út undir eyru af ánægju. „Jeg er komin af aesku Rinso HREINSAR virkilega þvottana, >g heitir pví 3INSO VER BROTHIRt LIMITBD ORT BUNUQHT. ENOLAND. árunum,u segir húsmóðirin. „Og þess vegna er jeg svo þakklát Rinso fyrir hjálp við þvottana. Það sparar mjer margra tíma vinnu! Jeg þarf ekki lengur að standa núandi og nuddandi yfir guf- unni í þvottabalanum! Rinso gerir ljóm- andi sápusudd, sem nær úr óhreinindum fyrir mig og gerir lökin og dúkana snjó- hvíta án sterkra bleikjuefna. Rinso fer vel með þvottana, þó það vinni þetta verk.“ Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura W-R 20-047« Bum -r- bum buml E11 þegar fjórða atriðið kom gleymdu menn þó fljótl fyrri sýning- unni. Fló ein kom iiin, gekk að fall- byssu, sem stóð á leiksviðinu og fór að skjóta, svo að ekki var öðru lík- arar, en að stríð væri skollið á. En sem betur fór særðisl enginn, en ein flóin fjekk slæma hellu fyrir eyrun. Boltaleikur. Síðasta sýningin var knattspýrna. Því miður voru þátttakendurnir ekki nema þrír, það gekk nefnilega inflúensa á Flóastöðum og flestir voru veikir á heimilinu og læknir- inn hafði bannað þeim að ofreyna sig. En dómarinn •—; það var leik- hússtjórinn sjálfur lofaði því, að á næstu knattspyrnu skyldu allir — 22 leikendurnir fá að spreyta sig. Þegar sýningunni var lokið var á- horfendunum boðið að horfa á, ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ s * ■ i M á I n i n g a - i vorur Veggfóður j ■ ■ ■ ■ : Landsins stærsta úrval. : j »MÁLARINN~ j Reykjavík. ■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ þegar flónum væri gefið að jeta. Leikhússtjórinn ljet þær allar á vinstri handlegginn á sjer og þar fengu þær að drekka blóð úr hon- um eins og þær vildu. Því að flón- um þykir ekkert eins gotf og hress- andi eins og volgt mannablóð. E11 meðan á þessu stóð fór mig að klæja, svo að jeg fór út. Flærnar hafa enga vængi til að fijúga á, og þessvegna hafa þær lamið sjer að hoppa eins vel og raun ber vitni. Eru afturlappirnar á þeim afar sterkar og með þeim spyrna þær í, þegar þær vilja lyfta sjer. Þær verpa eggjum sinum í skit og ryk og þar ungast þau út. Best þekkj- um við flóna, sem ásækir manninn, en á hundum lifir sérstök flóarteg- und, sem líka getur orðið elsk að manninum, þegar svo ber undir. Tóta frænka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.