Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 30
2 matur Skýringar á uppskriftatáknum: A Aðalréttur GrænmetiFuglakjöt Annað kjöt en fuglakjöt Til hátíðabrigðaHvunndags Nammi namm! VERSLUN SÆLKERANS HAUSTIÐ OG GUÐDÓMURINN Karen Dröfn Kjartansdóttir matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Júlía Margrét Alexandersdóttir, Karen Dröfn Kjartansdóttir, Sólveig Gísladóttir og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Þessi upp -skrift er í miklu uppá- haldi hjá mér vegna þess hversu einföld og fljót- leg hún er í alla staði. Auðvelt er að leika sér með hana, breyta aðeins til um hrá- efni og fá þá kannski einhverja allt aðra útkomu,“ segir Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir matgæðingur um uppskrift að bláberjamuffins með rjómaosti. „Svo finnst krökkunum líka fátt eins skemmtilegt og spenn- andi og að setja upp svuntu og gera tilraunir með nýjar tegundir í eld- húsinu.“ Kolfinna er lítið hrifin af elda- mennsku en segist alltaf til í að leggja aðeins meira á sig til að fá hið fullkomna hráefni í eftirrétta- gerð. „Ég er ekki eins uppveðruð af matargerðinni og myndi sennilega borða Cheerios, kökur og kruðerí í öll mál, væri ég ekki svo heppin að búa með snillingi sem eldar almenni- legan mat ofan í fjölskylduna.“ - rve Kremaðar múffur Kolfinna ásamt dóttur sinni Sölku Eik Eliasen, sex ára. KÖKURNAR: 150 g smjör (ósaltað) 2 dl hrásykur 2 egg 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 dl hrein jógúrt 3 og 1/2 dl bláber, fersk eða frosin KREM: 6 msk. rjómaostur 3 msk. 10 prósent sýrður rjómi flórsykur eftir smekk (gott að smakka sig áfram) smá vanillusykur hrærið allt vel saman. Smjör og sykur hrært létt og ljóst. Eitt egg sett í einu og hrært á milli. Hveiti, lyftidufti og berjum blandað saman við. Deigið sett í muffinsform og bakað við 200° C í um það bil 15 mínútur. Kökurn- ar látnar kólna aðeins áður en kreminu er smurt á og ef til vill skreytt með berjum. Tilvalið er að nota þessa grunnuppskrift og skipta um bragðefni. Setja til dæmis uppáhaldssúkkulaðið í staðinn fyrir bláber og svo fram- vegis. BLÁBERJAMUFFINS MEÐ RJÓMAOSTKREMI Uppskriftað 16 kökum Í eldhúsi Kolfinnu Mjallar Ásgeirsdóttur kennara fæðast skemmtilegar hugmyndir. Þar á meðal er bláberjamuffins með rjómaostakremi sem hún segir mjög gott. M YN D /K O LF IN N A M JÖ LL Á SG EI RS D Ó TT IR „Hugmyndin á bak við búðina er að bjóða upp á ferskan og góðan fisk á góðu verði,“ segir Stein- grímur Ólason, eigandi Fiskbúðarinnar á Sund- laugavegi 12. Verslunin var opnuð að nýju í apríl á þessu ári en Steingrímur hóf störf í versluninni árið 1986 en hætti þegar bróðir hans seldi verslun- ina til Fiskisögu sem nú er hætt rekstri. Í Fiskbúðinni við Sundlaugaveg er fullt borð af girnilegum fiski og fiskréttum. „Við erum með mikið úrval fiskrétta og er helmingur fiskborðs- ins undirlagður af þeim. Þar má finna plokkfisk, fiskibollur, marineraðan fisk og fisk í hinum ýmsu sósum og einnig ýmislegt annað góðgæti eins og ostafylltar kartöflur,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir viðskiptin ganga mjög vel og að aðsóknin sé stöðugt að aukast. „Vinsælast í borðinu er bleikja í kóríander og lime og blönduðu sjávarréttirnir,“ segir Steingrímur. Fiskbúðin er opin frá klukkan 9 til 18.30 frá mánudögum til föstudags en lokað er um helgar. - sg Fiskbúðin við Sundlaugaveg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Hvort sem maður er trúaður eða ekki held ég að ekki sé annað hægt en að finna til einhvers konar upphafins þakklætis þegar tekur að hausta og glænýtt grænmeti og ávextir gleðja augu, nef og bragðlauka fólks. Ó já! Mikið afskaplega þykir mér ánægju- legt að horfa á nýjar íslenskar kartöflur og rófur í Melabúðinni, koma heim og fá mér sopa af sólberjasaftinni hennar mömmu og maula með hafraklatta með nýtíndum bláberjum. Haustið og sú gleði sem fegurð þess og uppskera þess glæðir í hjarta mér orkar svo sterkt á mig að með mér vaknar trúarlöngun. Eða í það minnsta get ég ekki annað en fundið fyrir ríkri löngun til að þakka einhverjum fyrir að hafa útbúið svona ferskt loft, svona dásamlega rauð reyniber og látið jafn góm- sætar gulrætur og gullaugu vaxa í moldinni í garðinum mínum þótt smávaxin séu. Í Biblíunni má líka finna mikla matar- ást. Straumhvörf verða við matarborð, lamba er gætt, þeim slátrað og þau etin, brauð er brotið, glóandi vín drukkið úr bikurum, þakkað er fyrir uppskeruna, veislur eru haldnar og gjafir jarðar- innar taldar til marks um ást Drottins á mönnunum og velþóknun. Þess minn- ast guðsmennirnir í Neskirkju stundum með því að útbúa svokallaðar biblíumál- tíðir í safnaðarheimili kirkjunnar í hádeginu en sú síðasta af þeim í bili var haldin í gær. Já, örlátan segja þeir gjafarann og lífið er til að gleðjast yfir líkt og Jesús gerði hér áður fyrr. Kryddin eru dulmögnuð og með bragð þeirra á tungunni fer hugurinn á ferð um hluta af kryddleiðunum fornu og ilmur berst af fíkjum og döðlum. Síðastliðinn föstudag var dýrasta baunarétti sögunnar minnst en hans er getið í Gamla testamentinu í sögunni um Esaú og Jakob. Sjálfsagt muna margir eftir þeim bræðrum þar sem það virtist alger skylda í skólastarfi hér á níunda og tíunda ára- tugnum að láta börn teikna Esaú afhenda Jakobi frumburðar- rétt og það er ég nokkuð viss um að allir héldu að frumburðar- réttur væri eitthvað matarkyns enda kemur matur mikið við sögu í frásögninni af þeim bræðrum. Grípum niður í söguna: „Er sveinarnir voru vaxnir, gjörðist Esaú slyngur veiðimaður og hafðist við á heiðum, en Jakob var maður gæfur og bjó í tjöldum. Og Ísak unni Esaú, því að villibráð þótti honum góð, en Rebekka unni Jakob.“ Þær eru skemmtilegar ástæður föðurástar Ísaks en meira af matarást þeirra feðga: „Einu sinni hafði Jakob soðið rétt nokk- urn. Kom þá Esaú af heiðum og var dauðþreyttur. Þá sagði Esaú við Jakob: „Gef mér fljótt að eta hið rauða, þetta rauða þarna, því að ég er dauðþreyttur.“ Flestir vita hvernig fer, Jakob narrar frumburðarrétt- inn af bróður sínum í skiptum fyrir málsverð úr rauðum linsubaun- um, tekur síðan upp nafnið Ísrael og veldur þetta allt saman miklum straumhvörfum í Gamla testamentinu. En aftur í Neskirkju. Út frá þessari frásögn lögðu kirkjunnar menn í Neskirkju síðasta föstudag og þeir sem mættu fengu þar með næringu fyrir andann og magann. Uppskriftirnar hefur séra Sigurður Árni Þórðarson útfært í takt við þær vísbendingar sem fornleifauppgröftur og frásagnir Biblíunn- ar og annarra rita gefa um matargerð fyrri tíma og má þær finna á heimasíðu hans. Ég prófaði sjálf að útfæra eina þeirra með fornar frásagnir í huga auk hugvekju um samtímann og hjálpi mér! Þótt guðlausa ég telji mig þá þótti mér það alveg himnesk máltíð. H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 AÐEINS 1% FITA 20% ÁVEXTIR N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS ENGINSÆTUEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.