Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1936, Side 3

Fálkinn - 02.05.1936, Side 3
F A L K I N N 3 Skradðaraþankar. Sundíþróttin nmn nú vera sú íþrótt sem mest er iðkuð hjer á landi og henni hefir aukist meira fylgi en nokkurri annari íþrótt. Mun sanni næst, að nú mun það vera orðiS jafn fátitt aS menn kunni ekki sund- tökin, eins og þaS var fátítt fyrir svo sem 25 árum aS menn kynnu aS fleyta sjer. Nú eru laugar gerSar í hverri sveit þar sem nokkur volgra fæst í jörSu og þangaS sækja nem- endur úr fjarlægum sveitum. SundiS er orSiS sjálfsögS námsgrein í öllum skólum sem aSgang hafa aS lieitu vatni og á einum staS — í Vest- mannaeyjum — hefir jafnvel veriS gerS sundlaug með upphituðum sjó. Sundið er af mörgum taliS hollasta íþróttin. ÞaS er aSeins ein íþrótt sem manninum er eSlilegri og hún er sú aS ganga. þá íþrótl lærir barnið fyrst allra íþrótta, þó aS ýmsir gleymi henni þegar fram í sækir, því aS þaS getur ekki lieitiS íþrótt aS staulast milli húsa, lotinn og bar- axlaður. Gangan er íþrótt þegar hún reynir á allan líkamann. Og flestir ganga of lítiS og ekki með rjettu móti. En víkjum aftur aS sundinu. Um leiS og þaS stælir allan líkamann þá hreinsar það líkamann, og opnar stíflaðar svitaholur og nærir hör- undið. Og svo bjargar þaS mörgum frá bráðu fjörtjóni. Því aS fæstir munu vilja aShyllast þá mótbáru gegn sundkunnáttu, sem sjervitur maSur liafSi á takteinum hjer á ár- unum, að mönnum sem í sjávarliáska kæmust, væri bölvun að því aS kunna aS synda, þvi aS þeir yrðu aS lieyja lengra dauðastríS en liinir, sem sykkju undir eins! Löngu áður en íþróttahreyfing nú- límans fjekk byr undir vængi kunnu menn að meta sund og gildi þess. Til forna þótti þaS ekki tiltökumál þó menn kynni aS synda — það þótti sjálfsagt. Og afrek þau, sem sögurnar segja frá benda til þess, aS menn hafi ekki aðeins kunnað að 'synda lieldur kunnað það vel. Nú fer sá tími i höhd, sem sund- iðkanir hefjast fyrir alvöru um land alt, því að óvíða eru til yfirbygðár laugar, svo aS hægt sje að stunda sund alt árið. Börn og unglingar geta ekki byrjað sumarið með betri hætti en þeim, að leita sjer kenslu i sundi, ef þeim er þaS mögulegt, og foreldrum er það ljettari útgjöld aS greiða fyrir þau sundkenslu nú en meSui og læknishjálp siðar. unnu mótiS með 25 stigum, en flokk- ur K.H. fjekk 30, því að á viðavangs- hlaupi er það fyrirkomulag, að „all- ar mannvirðingar ganga niður á við“ eins og sagt er um vissan stað, og stigafjöldinn fer eftir því sem árang- urinn er verri. Hjer á myndinni sjest Sverrir Jóhannesson, sem varð fyrst- ur að marki. Minsta bók heimsins er lil sölu suður i Serbíu. Það er Nýja testa- inentið á ensku prentaS af háskóla- prentsmiðjunni i Oxford árið 1887, í tilefni af þvi, að prentsmiÖjan átti þá 500 ára afmæli. En svo miklum erfiðleikum reyndist prentun þessi bundin, að eigi náðust nema 58 ein- tök ógölluð og af þeim vita menn nú hva’r 18 eru niSurkomin. Éru þau flesl á opinberum bókaáöfnum. Bókin er 890 blaðsíSur, í örsmáu broti og prentuð á næfurþuiinan' pappír og bundin i grænt alskinn. MaSurinn sem býður þetta eintak til sölu, segist verða að selja það vegna fátæktar, en ekki er þess getið hváð það eigi að kosta. JAPANAR HJÚKRA í ABESSIINU. Myndin sýnir hvar verið er að búa úl japanskan hjúkrunar-leiðahgur til Abessiníu. Er hún tekin í Tokio. LEIKHÚSIÐ: ÆSKA í síðustu viku var frumsýning á ensku leikriti, „Æska og ástir“ eft- ir C. L. Antony. Undir því rithöfund arnafni felst ung stúlka sem heitir Dodie Smith og hefir getið sjer orð- stír fyrir starfsemi sína sem rithöf- undur. Fyrsta leikrit hennar hjet „Autumn Crocus“ og meðal jæirra jiriggja er hún hefir samið síðan, er „Touch Wood“, sem nú liefir komið fram á leiksviðinu hjer undir nafninu „Æska og ástir“. Tilgangur leikritsins felst að nokkru leyti i nafni þess. Það fjallar um ást i ýms- um myndum og tengsl manna við æskuna. Þar eru sýnd dæmi ýmsrar á.star, hjóiiabandsástar í farsætu hjónabandi, saklausum æskiiástum o. fl. LeikritiS sjálfl er fremur laust í böndunum, eins og títt er um ensk nútímaléikrit, En Leikfjelaginu hefir tekist að gera það svo úr garöi, að ánægjulegt er að liorfa á það. Þar er góSur samleikur og íiákvæmur skilningur á efninu. Af leikendum má sjerstaklega nefna frú Soffíu Guð- laugsdóltur, sem hefir annast leik- stjórniria, Harald Björnsson, Valdi- mar Helgason, Hjörleif Iljörleifsson, Emeliu Borg, Br. Jóhannesson og Pjetur Jónsson, auk eins nýliða, sem ekki hefir sjest lijer á leiksviði fyr, Sigfúsar Halldórssonar. Eitt stærsta hlutverkið i leiknum leikur fr. Sig- í'iður Helgadóttir, sem einnig kem- ur fram á leiksviðið í fyrsta skifti. Var leiknúm ágætlega tekið. Efsta myndin er af leiksviðiuu, sem mest af leiknum gerist á, og er það veitingaskáli á gistiliúsi. Næst kemur mynd af Pjetri Jónsssyni og þá þrír leikendur ljettklæddir, á- samt Emiliu Borg. Loks er mynd af Br. Jóhannessýni og Sigr. Helga- dóttur. OG ÁSTIR. Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja á Lundum í Stafholtstungum, varð 75 ára 30. april. var að venju liáð á sumardaginn fyrsta. Var þá kalt veður og hvast, eigi að síður hafði fjöldi fólks safn- ast saman lil þess að sjá úrslitin. Flokkar frá K.R. og frá Borgfirðing- um tóku þátt i mótinu. Fyrstur varð að marki maSur frá K.R. Sverrir Jóhannesson, en svo urðu BorgfirS- ingar svo þungir á metunum, að þeir nn. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaöið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Augtýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.