Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N VATNAJÖKULL Eftir Ólaf Friðriksson. Það má segja að ísland sje í þrem stöllum: lágtendið, sem aðal- lega er suðvestan á landinu, sem nær upp í 200 mtra hæð, hálendið sem er 4 til 5 hundruð metra hæð, og loks efsti stallurinn eða hjallinn, sem þó ekki er samhangandi, sem eru jöklarnir. Langstærstur af jöklunum er Vatnajökull, um átta þús. ferrastir, og þekur hann tólfta eða þrettánda hluta landsins, (en Hofsjökull og Langjökull, sem ganga næst honum, eru hvor um sig sjötti hluti hans að stærð). Vatnajökull er iangstærst- ur af jöklum í Evrópu, 10 sinnum viðáttumeiri en Jostedalsbræen í Noregi. Ekki vita menn greinilega hvern- ig fjöllunum er varið, sem Vatna- jökull hvílir á, en þó vita menn, að það er ekki samfeld sljetta, eins og ætla mætti eftir útliti jökuls- ins, heldur all-sundurskorið fjall- lendi, með djúpum dölum á milli, sem eru fullir af is, svo alt myndar nokkurnveginn eina sljettu. Aðeins á stöku stað til jaðranna standa hæstu hnjúkar fjallana upp úr hjarninu. Jökullinn er þannig mynd- aður, að su.nnan úr Atlantshafi lagði hlýja eimþrungna vinda, en ei hálendið varð fyrir þeim, stigu þeir upp, en við það kólnuðu þeir, svo þeir gátu ekki haldið í sjer rakanum, og fjeil hann sem regn og (aðailega) snjór á fjöllin. Og af því að þau voru hærri en það, og því kaldari en svo, að það gæti bráðnað af þeim á sumrin, eins mikið, og hióðst á þau á vetrin, þá safnaðist snjórinn, sem varð að ís, fyrir á þeim. Nú hefur ís þann einkenni- ltga eiginleika, að hann hnígur, það er: hann er eiginlega fljótandi, þó hann sje það ekki í venjulegri merkingu orðsins. Ymsir hlutir, sem virðast vera fastir, eru raunveru- lega fljótandi. Maður sem tekur lakkstöng sjer i liönd, sem iegið hefir, að jiví er virðist óbreytt á horðinu hjá honum mánuðum sam- an, dettur ekki í hug, að lakkið í stönginni sje raunverulega fljót- andi, en svo er það þó. Komi liar.n stönginni þannig fyrir á borð-brún. að mestur hluti hennar standi útaf, mun hann, er mánuðirnir líða, sjá, að sá hluti stangarinnar, sem er i lfusu lofti, hnigur. Það dettur held- ur engum í hug, sem tekur sjer ís- mola í hö.nd, að liann hafi þennan sama eiginleika og lýst var hjá lrkkstönginni, en svo er það nú samt. Þegar mikið safnast af ís ofan á fjöllin, fer hann að liníga niður eftir þeim, og helst jiar sem lægðir eru fyrir. Þannig myndast skrið- jöklar. Einhvertíma í fyrndinni voru fjöllin sem eru undir Vatna- jökli snjólaus. En er veðrátta breytt- ist, fór að hlaðast á þau snjór, skrið- jöklar fjellu niður eftir þeim ofan í dalina, og fyltu þá að lokum, svo fjalllendi þetta varð ein bungu- vaxin hjarnbreiða, og ó ísöldum sem nefndar eru, náðu skriðjökl- arnir frá hinum ýmsu jöklum saman, alt varð ein hjarnbreiða, og einn heljar jökulskjöldur huldi svo að segja alt landið. Sennilega hefur aldrei þiðnað af Vatnajökli síðan á síðustu ísöld, og má þvi segja, að hann sje leifar hennar. Eins og núna er steypist hjarnið af Vatnajökli niður af lionum í fimm aðal skriðjöklum (auk afar margra minni jökla), en jiessar fimm aðal hjarnbreiður eru: Brúárjökull og Dyngjujökull að norðan, og þekja þeir liver um sig 4 til 5 hundruð ferrasta svæði, en að sunnan Breiða- merkurjökull, sem þekur 2 til 3 hundruð ferrastir, og Skeiðarár- jökull. En að vestan Skaptárjökull, sem að líkindum þekur um 500 ferrastir og er rönd hans viða 100 lil 150 metra há, og er um 75 rastir á lengd, eða eins og fró Reykjavík lil Þingvalla, og hálfa leið heim aftur. Þegar úrkoma er á jöklinum, og hitastig neðan við snælínu helst óbreytt, standa skriðjöklar í stað, því það hráðnar þá jafnmikið al' þeim eins og rennur fram. En breytist annaðhvort þetta, styttast eða lengjast skriðjöklarnir. Á síð- ustu áratugum virðist sem margir skriðjöklar hjer á landi hafi styst, og getur það verið af því loftslagið sje heldur hlýrra nú en áður, en gæti lika verið af þvi, að úrkoman á jöklinum væri minni. Einkenni- legt er það, að ef loftslag hlýnaði eitthvað dálítið lijer suður í höf- um, svo að meira gufaði þar upp og meira berast hingað af röku lofti, en afleiðing þess yrði sennilega sú, að allir jöklar hjer sunnanlands mundu aukast. Skriðjöklar fara mjög mismun- andi hratt. Lítið er enn vitað um hraða skriðjökla hjer ó landi, en um skriðjökla í Mundíufjöllum vita menn að þeir fara 40 til 100 metra á ári, þ. e. þeir hreyfast álíka hralt og litlivísirinni á vasaúri, sem fer 70 metra á ári. Margir skriðjöklar fara þó með mikið meiri hraða en þetta, og má þar tilnefna skrið- jökulinn hjá Upernivik i Græn- landi, sem fer fram undir 40 metra ó sólarhring. Eins og nærri má geta, getur ekki bráðnað svo mikið framan af honum, og flytur hann ísinn alla leið út í sjó, og brotnar þar jafnótt af honum. Miklar sagnir ganga af því, að Vatnajökull hafi áður þakið miklu minna svæði en hann gerir nú, en munurinn getur varla verið mikill frá því á landnámstíð. Hafa menn viljað draga af öðru nafni hans, sem er Klofajökull, að hann hafi fyr ó öldum verið í tvennu lagi, eða hjer um hil það, eystri og vestri hluti, og hafa menn jióst betur skilja þá, að vermenn af Norðurlandi, sem fóru til útróðra i Suðursveit i Skaftafellssýslu, hafi lagt leið sina yfir jökulinn. En leið þessi lagðist niður fyrir mörg- um öldum, eins og leiðirnar yfir Kjalveg og Sprengisand lögðust niður, og leiðin norðan jökla milli suðurláglendisins og Austfjarða týndist*. Nafnið Vatnajökull (þ. e. *) í gömlum máldaga er skýrt frá því, að kirkjan i Möðrudal á Júhannes Áskelsson og fjelagar hans á leið upp Svínafellsjökul. .'tjeo aj joKiinum mour y[ir uruns voin og sjest rjiika úr gtgnnm. Svörtv ilílarnir á jöklinum er aska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.