Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.04.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sjeð lil siið-austurs yfir stóra eld-giginn i Grímsvötnum. Til hægrió og má af Jwi ráða stærðarhlutföllin. jökullinn, seni árnar streyma fra), mun vera sunnlenska nafnið á jökl- inum. Aftur á móti mun nafnið Klofajökull vera norðíenskt, og er vtst eífki að efa, að það er gefið eftir ‘ liinum mjög svo einkenni- lega klofa, sem nú er nefndur Kverkfjöll. Þegar Skeiðará hljóp fyrir f.jór- um árum, korn með vatnsflóðinu undan jöklinum nokluið af viðar- bútum, og vildu margir ætla. að Jietta væru leifar af skógum, í dölum, er jökullinn hefði runnið yi'ir og fyll. Gat slíkt verið rjelt, og Jió sennilegast þó, að það hefði verið löngu fyrir landnámstið. En lietta mun vera rekaviður frá Vest- urheimi, og eru viðarbútarnir engu ó.merkilegri fyrir það, en þó þeir hefðu verið leifar af islenskum skógum. Þeir sýna að jökullinn tiefur verið Jn.rna minni einlivern- tima áður, og sjór þá staðið hærra en nú. En mikið minni þarf jök- lilhnn ekki að hafa verið, því bút- arnir Jnirfa ekki að liafa komið langt að, innan undan jök 'num, r.úna er þeir komu í ljós. Jarð- fræðingunum er kunnugt um, að sjór hefur áður staðið mikið hærra við Suðurland en nú, en Jiað hefur vcrið löngu fyrir landnámstíð, og er sennilegast að viðarbútar þessir sjeu frá þeim tíma. Undan rótum Vatnajökuls koma margar stærstu ár laiulsins. Tungnaá kemur að vestan, og rennur í Þjórsá, og er mikill hluti af vatns- megni hennar. Til suðurs renna Skaftá Hverfisfljót, Núpsvötn, Súla, Skeiðará, Hornafjarðarfljót og fleiri mikil fallvötn. En til austurs og norðurs falla Jökulsá í Fljólsdal, Jökulsá á Brú, Jökulsá í Axarfirði of Skjálfandafljót. Það er Jrví meira cn litill hluti af strandlengju lancls- Fjpllum eigi 12 hestburða skógar- liögg í Skaftafells-skógi i Öræfurn. I jarðabókinni sem rituð var 1779, cr sagt að Skaftafell eigi beit fyrir Ui hesta á Möðrudalsheiði. Haldið er að leiðin milli Skaftafells og Norðurlands hafi legið upp Mors- árdal, en sú leið er ekki fær nú. Mikið útræði Norðlendinga var í Suðursveit, en lagðist niður á 16. cld, að þvi er haldið er, eftir mikið mannskaðaveður, þar sem átta skipshafnir fórust, alls 93 menn. Veður þetta er álitið að hafi verið á Góuþrælinn árið 1575. ins, þar sem aðal fljótin, er til sjávar falla, koma frá Vatnajökli. Öll eru fljót Jiessi lituð af jökul- leir, eins og öll vötn, er undan jöklum falla. Þó kvað renna svo mikið af bergvatni í Skjálfanda- fljót, að það hagi sjer frekar sem bergvatn en jökulsá. En einkenni jökulsánna er liað, að þær vaxa mest, þegar sólskin er mikið, en bergvatnsár eru þá litlar, (nema fyrst á vorin), en vaxa aftur á móti í rigningum, en þá vex litið eða ekki flug jökulsánna. f margar af Jiessum ám, sem tald- ar voru, koma hlaup, hæði Jiær að norðan og sunnan og stafa flest af eldsumbrotum undir jöklinum. Frægust af þessum hlaupum eru Jsau, er koma undan Skeiðarár- jökli. Vissu menn þegar í fornöld, að þau stöfuðu af jarðeldum inni í jökli, Jiar sem lieitir Grimsvötn, En þessi þekking gleymdist, og tcafa menn til skamms tíma álitið, að þau stöfuðu af því að jökulsá stíflaðist að nokkru leyti inni undir jöklinum, þar til þungi vatnsins loks yrði orðinn svo mikill, að vatnið sprengdi sjer leið gegnum jökulinn, með því feikna afli, er flóð Jiessi brjótast fram með. Sið- asta Skeiðarárhlaup hófst 22. marz 1934, en jarðeldsins í sambandi við l)að urðu menn ekki varir fyr en 30. marz. En næsta dag livarr flóðið og það svo ört, að Skeiðará var orðin fær 1. apríl. Gosið hefur því verið i viku að bræða af sjer jök- ulinn, sem var yfir gosstöðvunum, en þegar hann var búinn að J)ví mgndinni miðri stendur maður þvarr flóðið, og hefur vatnið, er fram rann, þvi eingöngu stafað frá ísnum en gosið bræddi meðan það var að brjótast upp úr hjarninu. Að ekki stafa öll hlaup af elds- umbrotum, má sjá af rannsóknum Jchannesar Askelssonar, á 'hlaup- inu er kom úr Súlu í septem- ber 1935, en fljót þetta fellur vestan við Skeiðarársand. Hlaupið reyndist að koma úr Grænalóni, jókulstífluðu vatni J)ar norður af, Höfðu þeir Jóhannes Áskelsson og Trausti Einarsson mælt það vatn árinu áður, og reyndist það 18 fer- rasta stórt, eða meira en helmingur á borð við Mývatn, og langtum dýpra, því það var að meðaltali 120 stikur, og 200 stikur þar, sem l)að var dýpst, en nú eftir hlaupið var það alveg tómt. Sá sem fór fyrstur yfir Vatna- jokul, á síðari árum var Englend- ingurinn W. L. Watts. Hann var búinn að reyna það árangurslaust árin 1871 og 1874, en tókst það loks árið 1875. Fimm íslendingar voru með honum í förinui, og var einn þeirra Páll Pálsson, sá er síðar varð kunnur um alt land, sein Páll jökull. Þeir fjelagar lögðu upp frá Núpstað, og stefndu norður yfir Kistufell, er leiðin þarna um 60 rastir, þvert yfir jökulinn. Drógu þeir sleða með farangri, og höfðu með sjer húðfat, er þeir sváfu í allir sex. Lögðu þeir af stað 25. juní, og voru tólf daga yfir jökul- ir.n. Lentu þeir i töluverðum hrakn- ingum, og urðu, þegar norður af joklinum kom, að nærast af hvönn- um, er þeir fundu þar, og þó af skornum skamti. Þeir náðu til bygða — Grímsstaða á Fjöllum — á fjórum dögum frá því er þeir komu af jöklinum, en þangað eru 100 rastir frá jökulröndinni. Eftir þennan atburð liðu nær þrír áratugir, án þess að gengið yrði á Vatnajökul. Næstir til þess að gera það urðu tveir Skotar S. L. Muir og .1. H. Wigner. Voru þtir á skíðum og drógu smásleða með farangri. Þeir fóru upp á Brúárjökul að norðan, og fóru það- an til Esjufjalla. Þaðan hjeldu þeir vestur, og til Grænalóns, og voru þrettán daga frá Brúárjökli þangað. En við Grænalón urðu þeir veð- urtepptir, og urðu að hafast við þar í hellisskúta i meira en viku, og þótti dauf þar vistin, og voru alls liðnir 22 dagar frá því þeir gengu á jökulinn, þar til þeir komust nið- ur af honum aftur. Næsta Vatnajökulsferðin var leið- angur Danans J. P. Kock, árið 1912, er árið eftir fór yfir þveran Græn- þ.ndsjökul, hjer um bil þar, sem hann er breiðastur. Notaði Kock islenska hesta í þeirri för, til drátt- ar. Var einn íslendingur í henni, Vigfús, er síðan hefir verið nefnd- ur Grænlandsfari. Annar maður í förinni var Wegener sá, er frægur \arð fyrir landaflutningskenningar sinar, og löngu síðar fórst á Græn- landsjökli. Kock liafði verið við lc-ndamælingar hjer árið 1904, við suðurrönd Vatnajökuls, og þá notað hest til þess að draga farangurinn á jöklinum, og þá komið til hugar, að nota íslenska hesta til ferða yfir Grænlandsjökul. En för hans yfir Vatnajökul var einskonar reynslu- för, og fór hann ríðandi yfir hann með marga hesta. Lagði hann á jókulinn nálægt Kverkfjöllum 19. júní og kom til Esjufjalla 21. júni Dvaldi hann þar liðugan sólarhring, og fór síðan á 18 stunduin sömu lcið aftur, en kvaðst hafa geta farið það á 9 stundum. Leið þessi er 65 rastir. Fimm árum siðar, þ. e. 1919 fóru tveir Svíar, Wadell og Ydberg, með hest og sleða upp á jökulinn. Þeir fóru upp frá Kálfafelli, og komu niður á Breiðamerkursand. f för þessari fundu þeir aftur Grims- vötn, er höfðu verið týnd i margar aldir, og það svo gersamlega, að Thoroddsen hjelt að Grímsvötn og Grænalón væri einn og sami stað- ur. En Svíarnir sem hjeldu, að þeir hefðu fundið áður óþektan gosstað, nefndu Grímsvötn Svíagíg. Aðra för fóru þeir Svíarnir, en hreptu þá illviðri, og mistu hestinn og farangur sinn, en björguðust sjálfir við illan leik ofan af jöklinum. Árið 1926 tóku þrir Hornfirð- ingar sig til, og fóru kynnisför yfir jókulinn, norður í Þingeyjasýslu. og að henni lokinni sömu leið aftur suður yfir jökul. Menn þessir heita Helgi Guðmundsson, Unnar Bene- diktsson og Sigurbergur Árnason. Árið 1932 gengu tveir Þjóðverjar, Verlager og dr. Keil á norðaustur- hluta Vatnajökuls. Sama ár var þar leiðangur Englendinga, það voru námsmenn frá Cambridge, og hjet sá Brian Roberts er fyrir þeim var. Fóru þeir norðuryfir til Kverk- fjalla, og suður yfir aftur. Höfðu þeir með sjer áhöld til þess að mæla þykt jökulsins, en þegar til kom reyndust þau ónýt, og varð fyrirætlun þeirra að þessu leyti að engu. Árið 1934 kom hlaup i Skeiðará, gengu þeir Guðmundur frá Miðdal og Jóhannes Áskelsson þá á jökulinn, og alt til Gríms- vatna, og sáu þar vegsummerki gossins, sem hlaupinu olli. Nokkru síðar fóru þeir Jóhannes Áskelsson og dr. Niels Nielsen, danskur nátt- úrufræðingur, er mikið hefir feng- Sjeð yfir fírímsvatnadal frá V. A.fíigarnir á miðri myndinni i fjarska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.