Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 1

Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 1
16 siður 40 aura I KYLINGUM Kijlingar eru austasti áningarstaður á Landmannaafrjetti, en nokkru austar liggja sýslumörk Rangárvallá- og Vestur- Skaftafellssýslna og Skaftártunguafrjettur tekur við. Kýlingar eru fell tvö, Stóri og Litli Kýlingur og sjest sá litli hjer á mgndinni t. h.; skerst lón úr Tungná suður með honum austanvert, en austan þess eru grasi grónar flesjur upp að Stóra Kýl- ing, sem sæluhúsið stendur undir. En svipmesta fjall á þessum slóðum er Kirkjufell, nær þúsund metra hátt. Af Stóra Kýling er ágætt útsýni austur og norður til Snjóöldu og Veiðivatna og vestur til líparítf jallanna kringum Jökulgil. Sjást þaðan yfii Barminn reykirnir úr Brennisteinsöldu. Kýlingar eru beitarbesti áningarstaðurinn á Landmannaleið, þangað til kemur að Landmannahelli. — Myndina tók Páll Jónsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.