Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.09.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Hofundur þessarar sögu er MIKA VALTARI. Hann er einn af hinum yngstu rithöfundum Finna, tæplega þrítugur, en hef- ir þegar gefið út fjölda af kvæðum, skáldsögum og smá- sögum. C KERANDI ÝSIvUR frá braul- ^ arteinunum og riðið á vagn- inum er hann lók beygjuna, vakti manninn af stuttum blundi. Sætin þarna á 2. far- rými voru mjúk og hann bafði liaft með sjer svolítinn svæfil til þess að halla höfðinu upp að. Hafði hann orðið að fara á fæt- ur fyrir allar aldir i morgun til þess að komast í bæinn áður en skrifstofan opnaði aftur eft- ir páskaleyfið. Nú hafði hann þá óþægilegu kend að liann mundi hafa sofið með opinn munninn. Óþægileg var lcendin af því, að á meðan hann svaf hafði slúlka komið inn í klef- ann á einni viðkomustöðinni, og sest á hekkinn heint á móti honum — já, reglulega falleg kona — maðurinn lagaði ósjálf- rátt á sjer hálshnýtið. Og hann var enn gramari sjálfum sjer vegna þess að nú var hann alveg viss um að kon- an horfði á hann — horfði á- nægjulega á hann blágráum augunum, alveg eins og hún þekti hann. En hvað liárið var ljóst og fallegt, lokkarnir sem liann sá undan svarta litla hatt- inum! Hreinar línur í andlit- inu — hvítur hálsinn með svarta loðkápuna — óvenjulega falleg kona. En hversvegna horfði liún á hann svona í sífellu? Maðurinn fór hjá sjer og kveikti sjer í sígaretlu og gerði um leið mat á sjálfum sjer. Ilvað gat verið við útlil lians að athuga? Hann strauk liárið upp yfir skallann sem var i fæðingu á honum, þuklaði varlega á öllum lmöpp- unum — nei, vitanlega var hann syfjulegur og stúrinn, en ekki nægði það til skýringar á því, að konan var auðsjáanlega að sproksetja hann ...... Það var enn klukkutíma leið inn í borgina. Til þess að dreifa hugrenningunum og lægja í sjer gremjuna tók maðurinn upp skjalatösku sina og fór að blaða i ýmsum plöggum, sem liann átti að afgreiða á skrifstofunni i dag. Og smátt og smátt tókst honum að eyða vanmáttarkend sinni, — hann fann sig sem fyrirmynd á ný og sjálfsálilið steig í hans innri ineðvitund, gullgleraugun á nefinu gerðu augnaráðið skarpt óg greindar- legt á ný. Skrambans lagleg var hún, konan — yfir þrítugt mundi hún vera komin, fullþroska á alla vegu og þó spengileg, aug- un blágrá. Ójú, einhvernveginn kannaðist hann við yfirbragðið, en honum þótti ekki viðeigandi að fara að glápa á hana. En livað liálsinn var livítur og fal- legur. — — Maðurinn pikkaði fingrinum á sígarettuhylkið sitt, hringsneri giftingarhringnum á fingrinum á sjer og lagaði liáls- hnýtið aftur. Iss — að liann skyldi liafa sofið með opinn munninn! Og páskarnir — þeir voru úti í þetta sinn. Nokkrir dagar frelsis og hvíldar í heimi erils og áhyggju. Störfin höfðu hlað- ist á liann. Verðhækkunin var að gera hann vitlausan, en ekki stoðaði að tala um það — ein- hvernveginn varð maður að fljóta. Verst var þó hvað hún Elín, konan lians var orðin slæm á sinninu. Afbrýðissemin í henni, til dæmis, hún var beinlínis hlægileg. Hann ætti eiginlega að láta lækni athuga liana, jafnvel þó hann yrði að gera það með valdi. Það var alls ekki heilbrigt, hverrtig hún vakti yfir hverju skrefi sem hann steig. Hversu mörg tár höfðu ekki lekið úr henni áður en hann fjekk loksins leyfi til að bregða sjer úr hænum um páskana — sannast að segja til þess að geta verið í friði fyrir jaginu úr henni i nokkra daga. Annars vorn þeir allir hund- leiðinlegir þessir staðir, sem tóku á móti gestum um pásk- ana. Eiginlega hafði liann lang- að mest til að komast í ofurlítið ástaræfintýri um páskana — ekki neitt hættnlegt æfintýri vitanlega, en þegar maður er hnappsetinn af konunni dag og nótt, er ekki nema eðlilegt, að mann langi til að bregða ofur- litið á leik einslöku sinnum. Þegar öllu var á botninn ' hvolft hafði liann ekki liaft neina ánægju af páskaleyfinu. Hann var óupplagður og syfj- aður. Erfiður vinnudagur fór í liönd. Lestin ólmaðist og slingr aði. Hann leit ósjálfrátt upp. — Nei, það var ekki jim að vill- ast — fallega konan ókunna horfði beint framan í hann og hrosti í kampinn. Hann fann að hann roðnaði. Sneypnlegt hros kom á andlitið á honum, liann kinkaði kolli lieldur klaufalega, og horfðist í augu við hina fögru konu — það var eins og hann gæti ekki haft auga af henni aftur. Honum kom andlitið kunn- uglega fyrir sjónir, hann var al- veg viss um það. Bak við þrosk- aða, fallega drættina í andlit- inu eygði hann fyrir innri sjón- um ásjónu, sem hann hafði sjeð fyrir mörgum árum, andlit með barnslegum, dálítið þráalegum dráttum. Hver í ósköpunum gat þetta verið? Vitanlega þelcti hann konuna, en hann var orð- inn svo ómannglöggur og minn- islaus á andlit á síðari árum. Hver gat hún verið? Einhver sem hann hafði kynst lauslega einhverntíma líklega var það svo. Að minsta kosti lmeigði hann sig aftur og sjálfstraustið kom á ný. Hún vissi auðsjáanlega hver hann var. Vissi að liann var eitthvað. Og í lestarklefa getur það komið fvrir hvern sem vera skal að blunda augna- hlik með opinn munninn. Hann brosti öruggur og sjálfsglaður. — Jæja, loksins virðist þú ætla að þekkja mig aftur, sagði konan með hreinni, þægilegri röddu. Leikkona, ef lil vill söngkona, datt honum snöggvast í hug. — Jeg þekti þig undir eins aftur, jafnvel þó að ginið á þjer væri upp á gált. Maðuriun hrökk við og brosið stirnaði í feitu góðmóllegu kringluandlitinu. Alt í einu fann hann með hryllingi til þess, hve lappirnar á honum voru stuttar, maginn framvaxinn og hárið gisið. Rödd konunnar var svo óþægilega uppljóstrandi. Hver í herrans nafni gat hún verið hvaðan hafði Iiún fengið þetta andlit? —• Það er vitanlega ekki auð- vell að muna eitt andlit meðal svo margra, sagði hún í með- aumkunarróm. Og það er svo langt síðan híðum nú við,- láttu mig sjá i sumar verða ]iað sextán, nei, híddu hægur, seytján ár síðan þá. Það er langur tími, finst þjer það ekki? — Já, það er langur timi, svaraði liann stamandi. Það liafði verið eitthvað spyrjandi í raddhreim hennar. — Já, liugsaðu þjer, góða . . Það var líklega hest að hann þúaði hana úr því að liún þú- aði hann. — — — við verðum gömul hvort okkur þykir betur eða ver! Hann sagði þetta liálf harka- lega. — Jeg var víst ekki nema tvítugur þá, hætti hann við. Og í sanía augnabliki gekk ljós upp fyrir honum, það hirti yfir andlitinu og honum ljetti svo að liann varp öndinni. Jú, víst, það var sumarið sem liánn varð tvítugur. Þegar hann var ungur og glaður. Sýrenurnar höfðu sprungið út í görðunum hann hafði verið í eldmóði — skrifað kvæði og — og-------- — Jeg var ekki nema seytján ára þá, sagði konan dreymandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.