Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 10.07.1942, Blaðsíða 2
2 F Á L Ií I N N Ferðafónn og skemtilegar grammófónsplötur eru ómissandi í sumarfráið. LlTIL SENDING ferðafóna, en feiknaúrval af grammó- fónplötum, nýjustu og vinsæiustu danspSöturnar. Gott úrval af klassiskum vsrkum. NÁLAR, allar teg., grammófónfjaðrir o. fl. varahlutir. Hljóðfærahúsið Nýtt íslenskt met í 4x400 m. Mlanpi. Meistaramót í. S. f. í frjálsum íþróttum hófst að þessu sinni 27. júní s.l. með keppni í 4x100 og 4 x 400 metra boðhlaupum. Lauk þeirri keppni þannig, að A-sveit Knatt- spyrnufjelags Reykjavíkur varð meistari í báðum 'hjlaupunum. Hljóp hún 4x100 metr- ana á 46,4 sek., en 4x400 metra á 3 mín. 37,8 seJc., sem er nýtt islenskt met og 6,4 sek betra en gamla metið, er KR. átti frá 1937. Hjer birtist mynd af hinuin nýju íslandsmeisturum og methöf- ilsson, Jóhann Bernhard, Brynjólfur um. Talið frá vinstri: Sverrir Em- Ingóifsson og Sigurður Finnsson. / vjelahernaðinum er bensín og olía jafn nauðsijnlegt og skot- fœrin,, og engum skipum leitast óvinirnir eins við að granda og olíuskipunum. En j)rátt fyrir það hatda oliuflutnihgarnir áfram austur um liaf til Englands og Murmansk og mest kemst til skila, þó að mikið fari í sjóinn. Hjer sjest olíuskip nýkomið í enska höfn. Leiðsla hefir verið lögð út í skipið, til þess að dœla oliunni í gegmirana í landi. Frá Svíþjóð. KAUPSKIPAFLOTI SVÍA Á ÁRINU SEM LEIÐ. Samkvæmt hagskýrslum, er sigl- ingamálaráðuneyti Svia liefir gefið út fyrir árið sem leið, fækkaði sænskum kaupförum um 79, sam- tals 54.78 smálestir, á því ári. Var kaupflotinn i byrjun jiessa árs alls 2123 skip, samtals 1.464.398 smá- lestir. Á árinu 1940 hafði flotinn minkað um 40 skip, samtals 100.913 smálestir En frá byrjun stríðsins til síðustu ársloka hefir flotinn minkað uin 129 skip, samtals rúm 150.000 tonn, og svarar það til 9.4% af flot- anum fyrir stríð. Á síðasta ári var 30 skipum; sam- tals 91.565 tonn sökt, og er það nokkru minna en árið á undan. Þá var sökt 59 skipum, samtals 152.520 tonnum. Auk þess voru 21 skip, 39.117 tonn, gerð upptæk af skipa- tökudómi erlendra lijóða á árinu 1941, en aðeins 4 skip, 6325 tonn, árið 1940. Skip, sem týndust af öðrum ástæðum en hernaðarástæð- um, vo.ru alls 21, samtals 13.459 Lonn, jiar af 4 lílil skip með hjálp- arvjel. 22 skip, samtals 10.865 tonn, voru seld til útlanda og jafn mörg skip vöru dæmd óhæf til siglinga. Sænskir skipaeigendur liafa reynl að fylla i skörðin með nýsmíðum, eftir því sem hægt er að koina því við á sænskum skipasmíðastöðvum, og með því að kaupa skip frá ul- löndum. Ails liafa kaupflotanum bæst 38 skip, samtals 103.058 tonn á árinu 1941, og eru þetta aðallega stór mótorskip. Af þessum skipum voru 25 samtals 90.604 tonn, smíðuð á sænskum skipasmíðastöðvum. Er þetta allmikill vöxtur frá því árið 1940. Þá voru smíðuð 31 skip, sam- tals 52.144 tonn. Þrátt fyrir tjónið af stríðsvöldum hefir mótorslcipafloti Svía vaxið um 2 skiis, samtals 25.427 tonn, og er iiann nú samtals 495 skip, 750.690 tonn, en eimskipaflotinn hefir mink- að um 53 skip, 78.193 tonn, og er nú — eða rjettara sagt var í árs- byrjun — 734 skip, samtals 628.368 tonn. Þannig var mótorskipaflotinn orðinn 122.000 smálestum stærri en eimskipaflotinn, um síðustu ára- mót. — Af skýrslunni sjest enn- fremur, að minni skipum með lijálp- arvjel hefir fækkað um 26 og eru þessi skip nú 889, með 82.772 tonna burðarmagni. Seglskipum hefir fækkað um tvö, niður i 5, og bera jmssi skip 2.568 smálestir. GJALDÞROTUM FÆKKAR í SVÍÞÞÓÐ. Á síðasta ári voru gjaldþrot í Svi- þjóð aðeins 1320, og tala afsagðra víxla aðeins 22.348, en vixlar þessir voru að uppha;ð 11.600.000 sænskar lcrónur. Eru þetta óvenjulega lágar tölur. Til dæmis er tala gjaldþolra lægri en liún hefir nokkurntíma verið síðan í upphafi síðustu styrj- aldar. Og aðeins einu sinni siðan 1913 iiafa verið afsagðir færri víxlar. SKYLDUSKOÐUN GEGN BERKLAVEIKI. Tveir sænskir læknar, Gunnur Berg og Helfrid Engström, hafa gert það að tillögu sinni, að lögleidd verði skylduskoðun varðandi berkla- veiki, á öllum ungum konum, milli 18 og 20 ára aldurs. Hafa þeir rannsakað dauðsföll af völdum berklaveiki í Stockliolm á árunum 1911—39. Við þessa rannsókn kom í ljós, að dauðsföllum ungra kvenna af völdum berklaveiki hefir hvergi nærri fækkað eins mikið og i öðr- um flokkum, sem rannsóknir þeiria ná yfir. En berklaveikin hefir stór- um rjenað i landinu, sökum bættra húsakynna og betri gætni á smit- unarhættunni. Sumir læknar vilja kenna silki- sokkunum ofe öðrum óhbntugum klæðaburði um það, hve berkla- veikin er skæð í ungu stúlkunum, segir í skýrslu læknanna tveggja. Aðrir telja ástæðuna þá, að ungu stúlkurnar leggi svo mikla stund á að vera grannar, að þær svelti sig, og svo hitt að launakjör sumia ungra stúlkna sjeu svo bág, að þær geti ekki veitt sjer hæfilegt viður- væri. Ennfremur er bent á, að ungu stúlkurnar leiti meira til borganna, en aðrir, og verði að lifa þar við skilyrði, sem eru gjörótík þeim, sem þær vöndust heima hjá sjer. Það er á þessum grundvelli, sem læknarnir liafa bygt áiyktanir sínar. Ungbörn og skólabörn eru skoð- uð i Svíþjóð og gerðar á þeiin rannsóknir á berklum, en tæknarnir telja nauðsynlegt, að skoðun sje einnig látin fara fram á uppkomn- um stúlkum, og telja þetta nauðsyn- legt vopn gegn berklaveikinni. Er mikið um Jietta mál rætt í Svíþjóð. Hafa verið gerðar geislarannsóknir í stórum stíl, og styðja þær mál læknanna um það, að skyjdurann- sókn sje þörf og nauðsynleg. Sænsku stúdentafjelögin hafa lagt fram kostnað við berklaskoðun ú fólki, sem liefir gefið sig fram af frjáls- um vilja, og sum sænsk fyrirtæki láta skoða starfsfólk sitt með á- kveðnu millibili. Hafa liessar rann- sóknir reynst mjög þýðingarmiklar og oft orðið til þess að kæfa sjúk- dóminn í fæðingunni og fyrirbyggja smitun lil annara. RÍKISSKULDIR SVÍA ERU ALLAR INNANLANDS. Frá stríðsbyrjun og Jiangað til sr.emma á þessu ári höfðu ríkisskuld- ir Svía meira en tvöfaldast, og staf- ar Jietta af liinum stórauknu her- vörnum landsins. í febrúar í vetur voru ríkisskuldirnar orðnar nálægt 6V) miljard krónur, en af þeiiri upphæð eru nær 5 miljardar föst lán. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskuldastofu Svía hafa að heita má öll þessi rikislán verið tekin í Svíþjóð — aðeins 2—3% af upp- hæðinni er á útlendum höndunt. Til samanburðar má geta þess, að árið 1911 var hvorki meira nje minna en 91 % af ríkisskuldum S\ ia á erlendum höndum. Þó ríkisskuld- irnar sjeu orðnar háar nú, Jiá eru þær, þegar deilt er á höfðatöluna með því lægsta, sem gerist í lieim- inum. Og það er talið, að Svíþjóð gæti vel þolað tvöfalt hærri rikis- skuldir, án þess að vextir og af- borganir af þeim yrðu Jijóðinni til tilfinnanlegrar byrði. Ragnheiðiiv Eyjólfsdóttir, Skóla- vörðust. 22 A, verður 65 ára 15. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.