Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.07.1942, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 UHDRfmflÐlJ Síðaa Winston Ghurchill varð forseti ensku stjórnarinnar hafa engin mikilsverðari tiðindi gerst í enskum stjórnmálum en hin skyndi- lega inngangu Stafford Cripps i stríðsstjórnina. — Almenningsálitið knúði Churchill inn í stjórnina eft- ir liina óvæntu árás á Noreg og á alveg sama hátt ýtti enska þjóðin Cripps upp i næstæðsta sæti stjórn- arinnar, er hún kiptist við þá er Singapore fjell. Hið opinbera embættisheiti Cripps er innsiglisvörður — nafnið virðist koma kynlega fyrir, en uppruni þess á rætur djúpt i enskri sögu. í fram- kvænuiinni er hann vara-forsætis- ráðherra, en hlutverk hans er að gera drög að stefnu stjórnarinnar - á breiðum grundvelli og hann er ekki bundinn í báða skó af störf- um í neinu ráðuneyti. Sem leiðtogi neðri málstofunnar lieldur hann uppi svörum þar fyrir stjórnina og gerir grein fyrir þeim stefnum, sem stjórnin vinnur að framkvænut í hverju máli. Cripps er enginn mælskumaður og sækist ekki el'tir lýðhylli, en vinsældir hans stafa af margreyndri hreinskilni hans og ósveigjanlegri fastheldni við það, sem hann telur merg hvers máls. Hann er ekki fjötraður við fortíðina. Hann er maður nútimans, fastráðin í að sigra Þýskaland og Japan, ekki þó til þess að bjarea enska heimsveldinu, heldur lil þess að tryryja almenn- in»i sæmileg lifskjör. „Fólkið" i Bretlandi liefir snúið sjer til hans. Hann er þess maður. í opinberu lifi sínu hefir hann snúist öndverður gegn þeim mis- mun i tekjum og aðstöðu til lífs- gæða, sem enskir ihaldsmenn telja eðlilegan. Hann hefir sí og æ hvatl til nánari samvinnu við Rússa, sjálfstjórnar handa Indlandi, raun- verulegrar stoðar við Kínverja, samgöngubanns við Japan og strangrar og ósveigjanlegrar and- stöðu gegn nazistum. í dag virðist alt þetta sjálfsagt. En það hefir ekki altaf verið svo. Hann hefir aldrei getað stilt sig um að segja það, sem hann álítur rjett, og þessvegna bafa staðið veð- ur um bann síðan hann kom fyrst í neðri málstofuna 1929. Foringjum hans i verkamannaflokknum þólti gott, þegar Cripps, magur og siða- vandur, stóð upp í málstofunni og gerði eyðileggjandi árásir á íhaldið, með þessari óbreytilegu kurteisi sinni. En þeim líkaði miður, þegar hann ljet jafnhvassa gagnrýni ganga yfir verkamannaflokkinn. Verka- punn Mr. mannaforingjarnir áminlu hann um að vera „hollur“. „Jeg er hollur skoðunum mínum, en ekki neinni flokksvjel", svaraði hann. Þetta fór þannig, að hann var rekinn úr verkamannaflokknum, en sá atburð- ur varð til þess, að íhaldsmenn sögðu, að verkamannaflokkurinn liefði „slökl á vitinu i sjer.“ Skoðanir íhaldsmanna á Gripps bafa ávalt verið sambland af gremju og aðdáun. Samkvæmt ætterni sínu, þjóðfjelagsstöðu og efnahag befði hann átt að vera sjálfsagður í þeirra flokki. Hann er höfðingi, sem geng- ur snyrtilega til fara, fyrirmannleg- ur í framgöngu og hefir ferðast mikið — yngsti sonur auðmannsins Parmoor lávarðar og fjekk mentun sína í úrvalsskóla —- Winchester College. Cripps erfði frá föður sínum gömlu erfikenninguna: að auðnum fylgdi skyldur gagnvart þjóðfjelag- inu. Parmoor lávarður, sem stóð framarlega sem lögfræðingur og var þingmaður fyrir ihaldsflokkinn, en gekk síðar í verkamannaflokkinn, var frábær kirkjunnar maður. Hann gerði sjer mikið far um að vera kristilegur í öllu dagfari og innrætti börnum sínum þetta. Unglingurinn Cripps varð fyrir áhrifum af þessu. Þegar hann ber fram opinberlega staðhæfingar, sem afla honum lýs- inganna „rauður“ eða „hættulegur byltingamaður“, er hann aðeins að kenna kristileg grundvallaratriði sin í nútímastíl. Hann sameinar fjár- málaskoðun sína i þeim orðum, að „mannlegt lif en ekki eignirnar skuli vera fyrsta ihugunarefni allr- ar viturlegrar löggjafar“. Og bann heldur áfram með miklum þunga: „Jeg er viss um að enginn mundi dirfast að mótmæla þessu grund- vallarboðorði kristninnar. En el' menn viðurkenna þetta boðorð sem grundvöll fyrir helgi hvíjdardags- ins, þá verður líka að viðurkenna það sem grundvelli fyrir breytni manna virka daga.“ Þessi ummæli lians urðu til þess að einn vinur hans gerði svohljóðandi athuga- semd: „Þetta er prýðilegur náungi, en algert fífl í stjórnmálum." Það dregur ekki úr gremju íhalds- manna yfir þvi, að Cripps skúli vera „öfugu megin“ i málstofunni, að þeir dáðst að honum sem besta lögfræðingi í Bretlandi. Hann er sjerfræðingur í þvi að semja sam- þyktir fyrir hlutafjelög og ganga frá samningum um einkaleyfi og er tal- ið, að hann liafi hat't uin 50.000 punda árstekjur af þessu árum sam- an. Cripps Cripps hóf æfibrautina sem vis- indamaður. Hann fjekk vísindastyrk til náms við New College í Oxford, en t'ór aldrei þangað. Hinn mikli efnafræðingur sir William ltamsay varð svo brifinn af ritgerðum hans, að hann bauð honum að vinna á efnarannsóknarstofunni hjá sjer. — Það gerði Cripps með ágætum ár- angri. Þvert ofan í allra ráð yfirgaf hanni efnafræðina og fór að lesa lög. Áður en hann hófst handa sem lög- fræðingur ko mstríðið 1914—18. — Fyrsta árið stýrði hann bifreið i Frakklandi. En loks uppgötvaði stjórnin, að Cripps var ágætur efna- fræðingur kom striðið 1914—18. — •sprengiefnagerð í Queens Ferry. Það var ekki fyr en eftir stríðið, en þá var Cripps nær þrítugu, að liann gat slofnað málaflutningsstofu sína. Eftir tvö ár var hann orðinn „viðurkendur“. Hann var ekki nema 38 ára, þegar hann varð „kings counsel". Árið 1930, þegar hann var 41 árs, varð hann „solicitor- general“ i verkamannastjórninni og konungurinn gerði hann að sir. Tuttugu ára málaflutningsstarf hefir engu breytt um skoðun hans á hinni „ráðandi stjett“. „Þeir borga mjer of fjár til þess að bjarga sjer út úr vandræðum," sagði hann einu sinni, „en jeg hika ekki við að segja, að verkamannastjett þessa lands er færari um að stjórna en þeir eru.“ Cripps er eini maðurinn i Eng- landi, sem getur talað á verka- mannafundi um „alþýðu manna“. Ef nokkur annar reyndi það, mundu tilheyrendum finnast það móðgun. En hann getur látið þetta hljóma eins og það væri sjálf „Magna Charta“. Hin vinnandi stjett veit, að hann er „gentleman“, hún veit, að liann er auðugur maður. En liún treystir vammleysi hans i stjórn- málum. Meðal námumanna er Cripps i sjerstöku áliti. —- Árið 1934 varð sprenging í Gresford-námunum. Þar fórust 205 manns. Mánuði síðar bófst rjettarrannsókn á ástæðunum til slyssins og þar mætti sir Stafford Cripps, K.C. fyrir liönd námumanna- sambandsins. Vegna þess að Cripps reifaði málið varð rjettarhaldið ekki venjulegt forms-rjettarhald, heldur opinbcrun á kjörum námu- manna yfirleitt og liafði viðtækar afleiðingar. Námustjórinn var fang- elsaður o.g það hafði holl áhrif á alla þessa atvinnugrein. Konungleg nefnd var skipuð til þess að rann- saka öryggisráðstafanirnar i nám- unum. Þó að fáir vissu bafði Cripps flutt málið ókeypis. Sir Stafford, magur og svart- klæddur eins og hann er venjulega, virðist vera fremur þungbúinn, þeg- ar hann sjest á almannafæri. Vinur hans sagði einu sinni um hann: „Hann litur altaf út eins o^g liann væri að liarma mál, sem hann hefði tapað.“ En i kunningjahóp er hann gam- ansamur, vingjarnlegur og látlaus. Hann hefir lifað einkalifi sínu svo vendilega út af fyrir sig, að flestir af stjettarbræðrum hans þekkja manninn i raun og veru ekki neitt. Þeir mundu verða hissa á þvi að sjá hann heima, í skyrtu, óhnepptri í hálsinn, að hlaupa um hlaðvarp- ann innan um krakkana sína og hundana. Cripps hefir lengi verið mest hug- að um alþjóðarmálefni allra mála. Árið 1933 var „Cassandra“ Cripps þegar farinn að hreyfa því, að „ó- friður væri óumflýjanlegur“, og 1934 sagði hann, að „mesta hætta fas- ismans væri sú, að bann gæti flýtt fyrir heimsstyrjöld“. Menn ge'rðu lítið úr þessu og kölluðu hann böl- sýnan grýlupabba. Times talaði um „hugsýnir“ hans og kallaði þær „martröð“. Jafnvel eftir griðasamninga nas- ista og sovjets og eftir að stríðið var hafið hjelt Cripps áfram að nudda á Chamberlain-stjórninni um, að taka upp vinsamlegri skifti við Rússa. Hann lagði upp frá London i nóvember 1939 í þeiin tilgangi að eyða vetri „útvarpshernaðarins" í stjórnmálaleiðangur um heiminn. Það frjettist af h'onum, að hann hefði talað við Nehru fornkunningja sinn, i Indlandi; að liann hefði átt mjög vinsamlegt tal við Chiang Kai- shek; að hann hefði flogið frá Kíha til Moskva til þess að tala við Molo- tov og farið þaðan eftir 36 tima viðstöðu; að hann hefði talað við Arita utanrikisráðherra í Tokío, komið með clipperflugvjel til San Frh. á bls. 13. OF SEINT Á SKRIFSTOFUNA. Frh. af bis. !). upp og stóS fyrir framan hana. „Er ])að alvara yðar?“ „Ja.... jeg meina.... nei, auðvitað giftist jeg ekki hon- um.“ Það var gremja í rödd- inni. „Jeg slcil það vel. Það er þessi náungi, sem aldrei hefir látið yður í friði. Jeg skal laka liann til bæna!“ Forstjórinn tók báð- um höndum um axlirnar á benni eins og hann ætlaði að verja hana. „Þjer eigið að gift- ast mjer! Drottinn minn, hví- líkt flón hefi jeg veri'ð, a'ð ætla að láta þennan drullusokk reka mig af hólmi. Þjer vitið ekki, Jivað jeg liefi kvalist síð- an daginn sem. ...“ Moni leit l'orviða á hann. „Daginn sem jeg keypti blóm- in handa yður,“ hjelt forstjór- áfram. „Þá uppgötvaði jeg', hve mikils virði þjer voruð mjer og hve innilega jeg elslcaði vð- ur. Og svo. .. . “ röddin harðn- aði aftur. . . . „varð jeg að horfa upp á, livernig hann kvaldi vð- ur, þessi bölvaður Roljert." — Hann andvarpaði. „Moni, elsk- an mín, ef þú vissir, hve glað- ur jeg er.“ Hann tók Moni í faðm sjer og' kysti hana oft og mörgum sinnum. Moni veitti ekkert við- nám. Hún var svo ósegjanlega sæl. Hún fjekk að fara og fvlgja Dortu á stöðina. „Skelfing er leiðinlegt, að þú skulir vera að fara!“ sagði hún og-hún meinti það. Þrátt fyrir ídt var Dorta allra besta stelpa. „Jeg get þvi miður eklci frest- að lieimferðinni lengur. Jeg liefi nefnilega fengið bónorðssím- slcevti, sem jeg verð að svara í lcvöld. Ilann lieitir Robert og er yndislegasti pilturinn í lieimi. Hann símaði mjer í gær. .. . 'en jeg fann livergi skeytið. Og mig langaði þó svo til að lesa það aftur, svo að jeg væri viss um, hvað i þvi stóð.“ Moni hló og rjetti lienni skeyt- ið, sem liún tólc upp úr tösku sinni. „Gerðu svo vel, hjerna er það. Þú hafðir látið það í lcápu- vasa minn.“ Dorta las skeytið. „Jú, þetta er alveg rjett. Hann hefir heðið mín.“ Og liún hló glettnihlátri til Moni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.