Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 18

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 Vantrúin á mátt íslenskrar moldar einkenndi athafnalíf þjóðarinnar öldum saman og hefir gert allt tii þessa, Sjórinn kringum ísland hlaut alþjóðafrægð fyrir fiski- gengd og veiðitæki Islendinga breyttust samkvæmt kröf- um tímans og urðu fullkomin. Bændasynirmr flýðu jaið- irnar, sem feður þeirra og langfeðgar höfðu setið mann fram af manni, og fóru að þjóna þorskinum. Þjóðin var orðin trúlaus á landið og er það að miklu leyti enn, þrátt fyrir margskonar tilraunir hins opinbera til þess að spyrna á móti þeim siðaskiftum, sem orðið hafa í at- vinnulífi þjóðarinnar á þessari öld. — Hér verður sagt lítilsháttar frá einu dæmi, sem ætti að geta orðið til þess að gefa almenningi aftur trúna á mátt moldarinnar ög sýna hve miklu má til leiðar koma í íslenskum land- búnaði þegar kunnátta, ástundun og hagsýni fylgist að. Iiagnheiður Nikulúsdóttir. Klemens Kristjánsson. Sámsstaða--æfintýrið Á Sámsstöðum í Fljótshlíð skömmu vestar en bleikir akrar og slegin tún á Hlíðar- enda freistuðu Gunnars til þess að rjúfa sætt og hverfa heim aftur 'í opið gin fjandmanna sinna, stofnaði Búnaðarfélag fs- lands tilraunastöð fyrir gras- frærækt á árinu 1927. Sámsstaðir hafa frá öndverðu verið stór jörð og grasgefin; þar bjó Lýtingur sá er varð Höskuldi Njálssyni að bana, en Ámundi blindi Höskuldsson varð alsjáandi í nolckrar sek- úrdur til þess að geta vegið föðurbana sinn, að því er segir í Njálu. Hefir lengi verið þrí- býli á Sámsstöðum og býlin öll góð. Búnaðarfélagið keypti Mið- Sámsstaði og síðar austasta býlið, en á Vestur-Sámsstöðum búa nú synir Árna þess, sem Iengi bjó þar áður og mun hafa verið einn mesti jarðabótamað- ur sinnar tíðar i Rangárvalla- sýslu, enda ber jörðin þess merki. Búnaðarfélagið fékk Klemens Kristjánsson jarðræktarfræðing lil þess að veita tilraunabúinu forstöðu. Hafði hann starfað að tilraunum hjá Búnaðarfélaginu i Reykjavík um fjögra ára skeið áður og þótti sjálfkjörinn fil að taka við tilraunastöðinni í Sámsstöðum sakir kunnáttu sinnar og áliuga. Klemens fæddist norður í Að- alvílc við ísafjarðardjúp á Kross- messudaginn 1895. Átta ára gamall fluttist hann til Reykja- víkur og fór fljótt að vinna fyrir sér. Hann var sendur í sveit á sumrum, var meðal ann- ars að sumarlagi í Sumarliða- bæ í Holtum. En 17 ára gamall réðst hann í vinnumennsku til Guðmundar á Stóra-Ilofi og var þar tvö ár, en sem kaupa- maður hjá sira Eggert á Breiða- bólstað kynntist hann fyrst Fljótshlíðinni. Árið 1916 réðst hann í það, af litlum efnum en því meiri áhuga, að fara utan lil þess að afla sér frekari bú- fræðimenntunar. Dvaldi hann um liríð á stórbúinu Visborg- gaard á Jótlandi og kynntist þar búskap eins og liann gerist umfangsmestur i Danmörku, gekk á búnaðarskólann í Túni í Danmörku og síðar á gras- ræktarskólann í Viborg, því að þá hafði liann fyllilega afráðið hverja sérgrein búvísindanna hann skyldi gera að æfistarfi sínu. Loks dvaldi hann vetur- inn 1922—23 við æðstu húvís- indastofnun Noregs, Landbún- aðarskólann i Ási og hélt að svo búnu heim aftur. Siðar hef- ir hann farið utan til þess að fylgjast með nýjungum í sér- grein sinn og m. a. dvalist í hinni heimsfrægu tilraunastöð í Svalöv og ferðast víðar um Svíþjóð. Þegar hann kom heim réðst hann þegar starfsmaður hjá Búnaðarfélaginu og vann að grasræktartilraunum þeim, sem félagið hafði þá með liöndum í Reykjavík. En það starf full- nægði ekki athafnaþrá Klem- ensar. Hann fékk sér blett í Reykjavík, i Aldamótagarðin- um, og gerði þar sjálfstæðar tilraunir eftir eigin geðþótta. Vann hann að þessu að lokinni vinnu í Gróðrarstöðinni, á kvöldin og á sunnudögum og hafði þarna um 800 tilrauna- reili! Síðustu tvö árin i Reylcja- vík rak hann lílca bú, hafði sex kýr og seldi 'mjólk, en heyjaði sjálfur að miklu leyti fyrir kún- um og hirti þær. Mætti ráða af þessu, að Klemens hefir sjald- an setið auðum höndum þessi ár, enda sleit hann ekki þröslt- uldum kvikmyndahúsa eða ann ara skemmtistaða. Leið svo fram á árið 1927. Næst gerist það, að Búnaðar- félagið afræður að setja á stofn sjálfstæða tilraunastöð fyrir grasrækt og kaupir Mið-Sáms- staði í þessu augnamiði og ræð- ur Klemens þangað til þess að veita þessu mikilsvarðandi fyr- irtæki forstöðu. Um aðra menn var ekki að ræða. Á næsta ári á þessi stofnun tuttugu ára af- mæli, og það er liafið yfir öll tvímæli, að ekkert fyrirtæki hefir lagt stærri skerf til þess að auka trúna á landið en ein- mitt þetta. Því að á Sámsstöð- um hefir Klemensi tekist að sanna, að íslenzkur jarðvegur stendur ekki að baki mold þeirra Gósenlanda, sem Islend- ingar renna öfundaraugum til, ef hann er tekinn réttum tök- um og reynsluvísindin látin sýna leiðina til þess að með- höndla liann á þann liátt sem honuin hæfir. II. Það þóttu gífurtíðindi er það spurðist að Klemensi á Sáms- stöðum hefði tekist að láta er- lent bygg og hafra ná fullum þroska, á fyrstu árum sínum á Sámsstöðum. Síðan hefir ver- ið talað um kornræktina á Sámsstöðum um land allt, og í meðvitund margra mun sú

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.