Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 41

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 41
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 41 vatnið inn um þakið, svo og um austurgafl fyrir ofan múrverkið, og um turninn. Einnig revndist þaksteinninn, sem hingað hafði verið send- ur, óvatnsheldur. En þá vant- aði bæði nothæfan trjávið og kalk, og lítil von um að fá þetta frá Kaupmainnahöfn fvrr en kæmi fram á sumar. Þótti því auðsætt, að varl yrði smíðinni lokið á þessu ári.“ Nú hófst langl karp og nudd um að fá úr þessu hætt. Höfð- ingjarnir í kóngsins Kaup- mannahöfn vildu ekki láta sér segjast, þegar þeim var sagt, að það eina, sem dygði, væri að setja nýtt þak á hina nýju kirkju. Þeir liirtu lítt um, þótl karlarnir þarna úti á Seltjarn- arnesi vöknuðu eitthvað við að hlýða á gott orð. Ekki hætti það úr skák, að Laugarneskirkja lagðist nú nið- ur, sökum elli. Skipaði konung- ur þá, að Laugarnessókn skyldi leggjast við dómkirkjusókn- ina. Áttu því tveir söfnuðir að sækja i þennan liripleka kirkju skrokk við Austurvöll. Enn stóð kirkjan ófullgerð. Gert var við þakið eftir því sem menn kunnu best. Stjórn- arherrarnir sátu við sinn keip og nýja þakið félckst ekki, við- gerðin varð að duga. Qg loks vígði Markús Magn- ússon stiftprófastur i Görðum kirkjuna 6. nóv. 1796, eins og sagt var frá í upphafi. Loks gátu Reykvikingar farið i kirkju. Háll' öld leið. Þá var gefin úl konungleg tilskipun um að gera stórbreytingar á dóm- kirkjunni í Reykjavík. Hún skvldi hækka, hyggja skyldi heila hæð ofan á, selja kór- stúku við austurgafl. Ný altar- Dómkirkjan og Alþingishúsið. istafla átti að koma í kirkjuna og stundaklukka í turninn. Nú virðast skárri menn hafa unnið við kirkjuna, enda réðu nú Islendingar málum sínum nokkru betur, þeim fór fjölg- andi, sem vissu hvað þeir vildu. — Árið eftir að tilskipunin um lagfæringuna var gefin út, var lokið smíði kirkjunnar. 28. okt- óher 1848 var hún vígð. Það gerði herra Helgi l’Jiorlacius með aðstoð dómkirkjuprests pg forstöðumanns prestaskól- ans (dr. Péturs Péturssonar síðar hiskups). Síðan hefir dómkirkjan ver- ið með sama sniði. Hún er jafn- an og verður virðulegt guðs- Iiús, þótt háreistari hús rísi allt umliverfis lnma. En fleiri eru þeir nú og marglyndari nábú- ar liennar en var fyrir hálfri öld. rjóh. t ♦ l t t ♦ ♦ Veiðarfæri ? Útgerðarvörur Vélaþéttingar — Verkfæri Málningavörur Fatnaður fyrir sjómenn og verkamenn. Verzlun O. Ellingsen h.f. Símnefni: ELLINGSEN, Reykjavík. REDEX SNYRTIVÖRUR hinna vandlátustu Heildsölubirp;ðir: SIGURÐUR ÞORSTEINSSON H.F. Umboðs- og heildverslun. Grettisgötu 3. Símar 5774 & 6444. ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.