Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.07.1947, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N 8. Bílstuldurinn Ævintýri Sheiksins 1. Breskt bílasölufirma liefir kom- ið sér í sambönd í Austurlöndum og liyggur ó góða sölu ])ar. Ákveð- i'ð er að reyna ]joI og aksturshraða nokkurra bifreiða á eyðimörkinni, og einn bifreiðarstjórinn biður sheikinn að vera viðstaddan. 2. ,,I kvöld ætla ég að ná met- hraða á öðrum kappakstursbílnum okkar“, segir Donovan, bifreiðar- stjóri. „Það er vonandi að svo verði,“ segir Hamid. „Eg ætla að vera inni í tjaldi, þangað til þú leggur af stað. Þú hnippir þá i mig.“ 3. Donovan tekur lika það ráð, að hvíla sig' örlitið inni i tjaldi fyrir ferðina. Þeir eru báðir í fasta svefni, þegar Arabi nokkur læðist hljóðlega að tjöldunum. Geisli verður lians var og byrjar að hneggja. 4. Hann tekur á rás að tjaldi Hamids, rekur hausinn inn og bítur í ermina á skyrtu lians. Hamid vaknar og sest upp ó beddann. „Hvað er á seyði?“ segir hann við sjólfan sig. „Geisli mundi ekki gera þetta, ef allt væri i lagi.“ Hann stekkur á fætur og út úr tjaldinu. 5. Þegar hann kemur úl fyrir tjaldskörina, sér líánn Araba stökkva inn í ökusætið á öðrum kapp- akstursbílnum. „Og þrjóturinn. Hann ætlar að steia bílnum!“ muldraði Hamid. Þá tekur Arab- inn, .Ben Abou, upp skrúflykil undan framsætinu i bílunum og vegur hann í hendi sér. (i. Hann er ákveðinn i að láta ekki áætlun sína verða að engu, fyrst hann er kominn svona langt með hana. í einu vetfíþigi hefur hann skrúf- lykilinn á loft og kastar honum af öllu afli til sheiksins, sem fellur til jarðar, en Arabinn hrós- ar sigri. 7. Hamid svimar við höggið, en hann getur þó kalíað á Donovan, sem keniur þjótandi út úr tjaldinu, Jjegar hann heyrir hávaðann. „Eg verð að stöðva þjófinn", hrópaði liann. „Eg ætla að elta hann í hinúm bílnum. Þú bíður hér, Hamid því að |)ú ert eftir þig eftir höggið“. En Hamid tekur því fjarri og vill ólmur lcomast með 8. Brótt eru þeir báðir komnir á fleygiferð í kappakstursbilnuni á eftir Ben Abou. Donovan beinir huganum alveg að stjórntækjum bifreiðar- innar, og Hamid, sem aldrei hafði farið svo hratt með neinu farartæki, á fullt fangi með að halda sér niðri í sætinu. 9. Smám saman styttist bilið milli bifreiðanna, og loksins komust þær hlið við hlið. Þá gripur Arabinn til skammbyssunnar og lætur skot riða af. Kúlan var ætluð sheiknum en missti marks. Hamid geldur fyrir skotið í sömu mynt. 10. Eftir nokkur skotskipti missir Arabinn stjórn á bifreiðinni og hnígur fram á stýrið. Hann hefir fengið kúlu í sig. Bifreiðin brunar áfram með gífurlegum iiraða, en alveg stjórn- laust. 11. Beint framundan eru sæbrattir hamrar, en Ben Abou er of máttfarinn og sljór lil þess að skynja hættuna. Slys virðist þvi óhjákvæmilegt. Slieikinn sér, hvert stefnir, og ákveður að gera tilraun til að afstýra voðanum. Hann stekkur djarflega milli bifreiðanna og hyggst munu stöðva bifreið Ben Abou. 12. Hann stígur á hemlana, og bifreiðin nemur staðar rétt við liamrabrúnina. Arabinn er vitan- ega tekinn liöndum og Donovan ekur honum án tafar tii næstu borgar, þar sem hann fær makleg málagjöld undir eins og sár hans gróa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.