Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Þeir elskudu Skáldsaga eftir Anne Duffield. Við höfum lengi verið að leita okkur að hæfilegri íbúð, og mér datt í hug að þér munduð segja þess- ari upp eftir að faðir yðar er fallinn frá. Hún væri við okkar hæfi. Reiðihrollur fór um Rósalindu. Dirfðist þessi kona að tala um föður hennar í sömu andránni og um ieigu á íbúðinni! — Eg liefi ekki sagt íbúðinni upp ennþá, og þegar ég geri það læt ég lögfræðing fiiður míns um að leigja hana á ný. — N’ei, heyrið þér, ungfrú Fairfax, látið þér mig fá ibúðina milliiiðalaust. Þér skuluð ekki tapa á því. Eg er fús til að borga yður ríflega. Miklu betra en láta lögfræðing fást við það. Rósalinda andaði ótt og stutt og hikaði við að svara. Þetta fór ekki fram hjá frú Green. Svo það var þá eitthvað satt i því sem hún liafði heyrt. — Ilundrað pund eru líka peningar, jafnvel þó fólk sé eins ríkt og þér eruð, sagði hún. — Eg? Eg á ekki eyris virði. Orðin hrutu út úr Rósalindu áður en hún hafði hugsað sig um. Hún roðnaði ef ergelsi. Að geta aldrei vanið sig á að hugsa áður en hún talaði! Síst af öllu vildi hún gera sig kunnuglega við þessar manneskjur. — Veslingurinn! Svo að það er þá satt að faðir yðar hafi ekki látið neitt eftir sig? hélt frú Green áfram. — Eg get ekki séð að það komi yður neitt við. — Það er óþarfi að tala í þessum tón, ungfrú Fairfax. Eg skil hvernig ástatt er fyrir yður og ég vorkenni yður það. Það fór fjarri þvi að frú Green færi hjá sér, þvert á móti virtist henni skemmt. — Hvað hugsið þér fyrir yður? Ætlið þér til Englands? Hún vissi hvernig svaraði mundi verða, öll Cairo talaði um Rósalindu. — Nei, svaraði Rósaiinda þreytulega. Henni var eins gott að tala blátt áfrain, því það var ómögu- tegt að komast undan kerlingunni hvort eð var. — Eg á ekkert heimili að hverfa að. Eg verð hjá vinfólki minu hér d Cairo. — Kannske þér séuð að leita yður að atvinnu? spurði frú Green. — Jafnvel stúlkur með ágæta menntun eiga erfitt með að fá stöðu, svo að hvað ættuð þér þá .... Fölt andlit Rósalindu var orðið enn fölara. Hún var ung og óreynd og fann hve ósjálfbjarga hún var og að frú Green hafði rétt að mæla. — Eg hefi uppástungu að bera undir yður, sagði frú Green. — Þér? — Já. Eg skat vera hreinskilin við yður, ungfrú Fairfax. Rósalinda gat ekki stillt sig um að brosa. Hafði hún ekki verið lireinskilin frá byrjun? Henni varð litið á Suzette og sá að hún hugsaði það sama. Það var eins og sálrænt samband yrði milli ungu stúlknanna og Rósalindu varð lilýrra til þessara gesta, sem böfðu ruðst inn til liennar. — Við ætlum að verða eitt ár hér í Cairo, sagði frú Green. — Þess vegna langar okkur til að kynn- ast 'fólki og taka þátt í samkvæmistífinu. En það er enginn hægðarleikur, 'miltiliðalaust. Við höfum verið liér d lirjár vikur og ekki kynnst neinum. — Fólkið hefir verið andstyggilegt við okkur, sagði Suzette. Rósalinda átti hægt með að ímynda sér hvernig þeim hefði liðið. Og sem snöggvast kenndi hún í brjósti um þessa áleitnu kerlingu. Hún hafði ásett sér óframkvæmanlegan hlut. Það þurfti meira en peninga til að vaða inn í samkvæmisldfið í Cairo. — Við, sem eigum heima hérna, þekkjum öll hvert annað, sagði hún leiðbeinandi. — Einmitt. Og þess vegna getum við báðar haft gagn hvor af annarri. —Eg skil ekki hvað þér eigið við? Rósalinda starði forviða á hana. — Það er ofur einfalt mál. Okkur langar að taka þátt í samkvæmislífinu i Cairo, og yður vantar at- 2. hftna tveir. vinnu. Ef ]>ér viljið láta okkur fá þessa ibúð gegn því að við höfum allan kostnað af henni, og þér viljið búa hérna áfram og kynna okkur fyrir vin- um yðar, skal ég sjá um að þér fáið jiað vel borgað. Rósalinda starði úti i bláinn. — Það er ómögu- legt! — Hvers vegna? Viljið þið ganga út, Suzette og Iris og lofa mér að tala snöggvast undir fjögur augu við ungfrú Fairfax! Þær stóðu upp samstundis og Rósalinda opnaði fyrir þeim. Suzeffe sneri sér í dyrunum og leit biðj- andi augum til Rósalindu, svo að hún komst við. Hana langar að ég gangi að þessu, hugsaði Rósa- linda með sér. En þetta náði ekki nokkurri átt — eða var það ekki? Hún gekk hugsandi að stólnum sínum aftur. Frú Green sleppti öllum formálum. — Eg borga yður tvö hundruð pund fyrir að sleppa íbúðinni og fyrir að þér kynnið mig d samkvæmislifinu. En þér verðið að gera það rækilega. Fólk verður að taka á móti okkur sein gestum sínum. Skiljið þér mig? Rósalinda kinkaði kolli. Hún vissi að hægt var að framkvæma þetta fráleita áform. Aðstaða hennar d Cairo var þannig, að hún gat fengið fólk til að taka við frú Green, dóttur hennar og tengdadöttur. Og undir eins og búið væri að kynna þær mundi þess verða skahxmt að bíða að þær færi að halda heimboð. Greenfjölskyidan hafði meiri auraráð en flest heldra fólkið í Cairo. Tvö hundruð pund! Það var drjúgt spor í áttina til að geta borgað skuldina .... Og ef mér tekst að fá góðan mann handa Suzette — það er ein ástæðan tit að við erum komnar hingað •— þá skuluð-þér fá tvö hundruð pund i viðbót, sagði frú Green lokkandi. Rósalinda lét sigrast. Henni fannst þetta skít- verk, en siðasta tilboðið reið bagganmninn. — Þá get ég borgað alla skuldina! — Eg skal gera þetta, svaraði hún. TVEIR VINIR. — Svei mér ef é gskil þessa ráðabreytni, Rósa- linda, sagði John Midwinter. Hann hallaði sér upp að arinhillunni og horfði fast á Rósalindu. Hún var eins og skelkað barna þarna sem hún sat í djúpa stólnum 1 hvíta kjólnum. Hrædd augu hennar mættu köldum, bláum, augum Jolins. Hún var hrærld, — hafði ekki búist við svona hörðum dómi af hans hálfu. En sterkari en óttinn við John var sannfæringin um að hún hefði gert hið eina rétta, það eina sem hún gat gert til að greiða skuld föður síns, og hún sagði lágt: — Mér þykir leitt að þú skulir taka þessu svona, en frá minni hálfu var þetta eina leiðin til að útvega mér pen- inga. — Peningar eru ekki allt í þessari veröld, svar- aði liann stutt. — Það er ekki fyrir sjálfa mig gert, Jolin. Ilann yppti öxlum. Nei, vitanlega ekki. Eg veit Iivers vegna þú gerðir það. En hvers vegna spurðir þú mig ekki ráða, eða Helen Maitland? Við hefðum eflaust getað útvegað þér eitthvað betra. — Hvað þá? Hvar hefði ég átt að grafa upp tvö — kannske fjögur — hundruð pund á þremur mánuðum. — Eg veit ekki, enda er það ekki aðalatriðið. Þú veist ekki i hvað þú hefir ráðist. Þetta fólk hæfir alls ekki þér. — En ég geri nú þetta samt. Og vinir nnínir hjálpa mér. Helen hefir lofað mér að gera það sem hún getur, og hún er ekki sú eina. Og það er enginn vafi á — Rósalinda hækkaði röddina — að þeir fá mikið fyrir hjálpina. Greensfjölskyldan er ef til vill• ekki „hæfileg til að umgangast", eins og þú sagðir, en hún mun veita gestum sínum vel. Eg ■fullvissa þig um að hún veitir meira en hún þiggur. — Eg efast ekki um það. Það verða vafalaust ýmsir af kunningjum okkar ti! að nota sér þessa löngun þeirra mæðgnanna eftir samkvæmislífinu, sagði John fyrirlitlega. — Mig gildir einu um þær, Rósalinda. Það erl þú, þessi auðmýktaraðstaða þín. Þú verður þjónn þessara manneskja, sem halda að allt sé falt í'yrir peninga. Og það á þinu eigin heim- ili. Þú hefðir aldrei átt að ganga að þessu, Rósa- linda! — En nú hefi ég gert það. Og ef þér finnst þú ekki geta umgengist mig og Freensfólkið — þá þú um það. Hann gerðist óþolinmóður og svaraði stutt: — Auðvitað ætla ég að umgangast þig — og Greens- fólkið. Hvernig hefir þú hugsað þér að haga þessu? Halda hvert samkvæmið eftir annað? — Já. — Og ekki taka tillit til að faðir þinn er nýdáinn? Hún hjúfraði sig niður i stólinn eins og hann hefði barið hana. — Afsakaðu mig, Rósalinda. Eg var hrottalegur og ósvífinn. — Já, þú varst það. Hún talaði svo lágt að hann heyrði varla orðin. Svo leit hún upp og talaði hærra: — Eg geri þetta vegna föður míns. Eg reyni að halda áfram þar sem hann hætti með því að íborga skuldina sem hann mundi annars hafa borgað sjálfur — ef liann hefði fengið að lifa. Og að ég ekki tek tillit til venjulegs sorgartima stafar af því að mér finnst réttara að borga skuldina en loka mig inni og syrgja hann. Nú var eins og John væri gefið utan undir. Hann starði á hana. Því að þetta var ung og einkar falleg kona en ekki neitt dekurbarn. — Geturðu fyrirgefið mér? spurði hann hljóðlega. — Það er kannske þú, sem hefir rétt fyrir þér —- þráít fyrir allt. Hann stóð upp og rétti henni höndina. — Eg verð að fara, Rósalinda. En ég kem bráðum aftur. Hún rétti honum höndina. — Það var fallega gert. Eg hefi alltaf gaman af að sjá þig. En rödd hennar var köld og í mótsögn við orðin. John horfði fast á hana og svo brosti liann: — Yið skulum verða vinir aftur, Rósalinda! — Já, ég er fús til þess ,svaraði hún. En hann hafði sært hana og skildi að liún liafði ekki fyrir- gefið honum. Hann rétti úr sér og var gramur. Ekki ætlaði hann að ganga eftir henni,, ef liún vildi ekki eiga hann fyrir vin. — Vertu sæl, Rósalinda. — Vertu sæll, John. Hún leit ekki upp meðan liann var að ganga út úr stofunni, og þegar dyrnar lolcuðust tók hún báðum höndum fyrir andlitið. Þannig sat hún hreyfingarlaust í langa stund. Þegar hún loksins leit upp var svipur hennar harður og ákveðinn. Starf hennar var byrjað. Hún varð að athuga hvort allt væri í reglu. Frú Green gat komið þá og þegar með dóttur sína og tengdadóttur. Tew fullvissaði hana um að allt væri í lagi. Blóm i öllum herbergjum og i eldhúsinu var verið að brasa veislumat. Og nú var hringt. Rósalinda rétti ósjálfrátt úr sér, enginn mátti sjá hve órótt henni var út af þessu fyrirtæki sinu. En það var ekki Greensfólkið sem kom. Það var Ali Yussuf prins. — Ungfrú Fairfax! Hönd Rósalindu hvarf i stórri, sólbrenndri hendi hans og hún horfði í dökk vinaleg augu. Röddin var heit og það var líkast og hún fyllti allt húsið er hann sagði: — Eg ætla ekki að biðjast afsökun- ar á þvi að ég geri yður heimsókn. Mér finnst ég nefilega ekki vera ókunnugur liérna. Faðir yðar var einn af bestu vinum mínum. Henn fannst þægilegur ylur fara um sig. Það var eins og lifsþróttur hans streymdi um liana cr hún tók i höndina á honum. Roði færðist í kinnar henni og bún brosti hlýtt til hans. — Mér þykir vænt um að sjá yður, Ali prins. Pahbi talaði oft um yður. Hún ýtti fram stól handa honum og hringdi til Tew og bað bann um að koma með kaffi. — Eg ætlaði að koma fyrr, sagði hann. — En ég var hræddur um að það þætti frekjulegt. Mér féll afar þungt að ofurstinn skyhli deyja, og mér er ómögulegt að lýsa tilfinningum mínum, sérstaklega ekki við dóttur hans. Einkennilegt að henni sárnaði ekkert að heyra þennan mann tala um föður hennar, hugsaði Rósa- linda með sér. Hún sem ekki hafði þolað að heyra aðra nefna liann undanfarið. — Þekktuð þér hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.