Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Tlauta-at á Spáni Okkur finnst naula-at ljót íþrótt, cn Spánverjar telja hana öllum íþrótt- um göfugri og fegurri, en fordæma hins vegar hnefaleik og grísk-róm- verska glímu. AUTA-AT er ævagömul ske'mmt- un á Spáni og upprunnin þar í landi. Sagan segir að þegar Júlíus Cæsar lá með her sinn á Spáni hafi hann látið svo li'tið að taka þátt í nauta-ati sem „pikador“ eða lensu- riddari og á þann hátt sýnt þjóðar- íþróttinni virðingu sína og orðið mjög vinsæll fyrir. Þegar Márar iögðu undir sig Spán löngu síðar lærðu þeir að meta nauta-atið og efndu til þeirra fyrir sína menn sérstaklega, en kristn- ir menn höfðu nautaöt fyrir sig. Um 1500, á dögum Ferdinands og Isabellu fór að dofna yfir þessari þjóðar- skemmtun og Filippus II., liarðstjórinn kaþólski, fékk Gregorius páfa V. til að setja fólk út af sakramentinu ef það sótti nautaöt. En konungarnir sem komu eftir liann voru sólgnir í nautaöt og gerðu sitt besta til að styðja þau, enda hófst í þeirra tíð sú nauta- atsöld, sem enn er í blóma, þrátt fyrir öll þau endaskipti, sem höfð'liafa ver- ið á tilveru Spánverja. í gamla daga voru það áhugamenn, oft af æðri stéttunum, sem tóku þátt í nautaöt unum, en nú eru það aðeins atvinnu- menn, seni reka þessa iðju og fá oft gífurlega hátt kaup. Matadorinn, eða nautabaninn, sem særir bolann ólífssárin, er vinsælli á Spáni en bestu iþróttagarpar og heimsmeistarar eru hjá öðrum þjóð- um, ef hann skarar fram úr. Hann fær alit að því 25.000 krónur fyrir að drepa tvö naut, sem honum er ætlað að eiga við á hverri sýningu og mundu heimsfrægir söngvarar þykjast ve! sæmdir af slíkri borgun. í hverri borg á Spáni eru nautaöt. Þau þykja jafn sjálfsögð þar og knatt- spyrna hér á Norðurlöndum. En að jafnaði er ]iað ekki nema í stærstu borgunum, sem færi gefst á því að sjá nautabanana, sem þjóðfrægir eru orðnir, og sem fólkið dýrkar eins og guði. HRINGLEIKAHÚSIN. Nauta-at lieitir á spönsku corrida. Þau eru hóð á hverjum sunnudegi og fimmtudegi, frá þvi í april og fram í september i öllum hinum stærri borgum, og standa að jafnaði yfir frá kl. 17 til 20. Hér á einni myndinni sést citt hringleikhúsið, sem nautaötin fara fram í. Þeir sem hafa séð myndir af hinu fræga Colosseum í Róm mættu halda að þetta væri sama byggingin, endurreist. Því að fyrirkonnilagið á liinum spönsku leikhúsum er nákvæm- lega það sama sem á gömlu rómversku leikhúsunum, þar sem gladiatorar — skylmingamenn — áttust við, og þar sem kristnu fólki var fleygt fyrir óargadýr á dögum hálfbrjálaðra keis- ara á hnignunaröld Rómaveldis. Hringleikahúsin spönsku, sem nauta- ötin eru sýnd í eru kölluð plazi de toros — nautahallir — og rúrna frá 10 til 100 þúsund manns, 'sem sitja í hækkandi sætaröðum kringuin leik- sviðið. Sviðið sjálft er þakið guluni sandi. Kringum það er ramger girð- ing, sem nautin geta ekki komisl yfir, cn mjór gangur milli girðingarinnar og fremstu áhorfendasætanna, og inn í þennan gang geta þeir, sem að- stoða við atið flúið, ef hættu ber að höndum. Fremstu sætin eru dýrust oa kosta yfir 40 krónur í íslenskum peningum. Þessi sæti eru i forsælunni. En sólar- megin er hægt að kaupa sér sæti fyrir 7—8 krónur. Svo mikili niunur er gerður á því að fá að sitja í forsæl- unni, þvi að sóliji getur orðið óþægi- lega lieit. Forsælumegin situr ríka fólkið, þar sitja hefðarfrúr og skart- meyjar, klæddar í gljáandi svart silki, með gild gullarmbönd og veifandi dýrum blævængjum. Upp úr hárhnútn- um í hnakkanum stendur kanibur úr skjaldbökuskel, en yfir hárinu er slæða úr fingerðum knipplingum. Og svo er alltaf rauð nellika fest i hárið vinstra megin. Útsaumað spánskt sjal tillieyrir búningnum, en það taka frúrnar af sér um leið og þær setjast og leggja það á brikina fyrir fram- an sig. Á ódýru sætunum í sólinni er fólkið „Banderillo" rekur tvö spjót í hrygginn á nautinu. „Plaza de toros“ — nauta-atsleikhús á Spáni. Skrúðfylking kemur inn. ekki jafn prúðbúið. Þar situr fólk í hversdagsfötunum sínuni og ekki óal- gengt að mæður séu þar með krógana sína í fanginu. Að vísu er börnum innan 15 ára bannað að horfa á nauta- at, en það segist ekki á þótt óvitar fái að vera þar. Útlendingar sem koma til Spánar telja sjálfsagt að horfa á nauta-at, en fæstir gera það nema einu sinni, og þykjast hafa fengið nóg. Þeim finnst þetta dýrslegur leikur, að liorfa á vopnaða menn kvelja og drepa sak- lausar skepnur. En Spánverjar eru á öðru máli. Nauta-at er göfugasta að- ferð í heimi, það er list, og léikurinn fer fram eftir ákveðnum, ströngum reglum og krefst nieiri kunnáttu og leikni en viðvaningar geta séð, segja þeir. Fegursta íþrótt i heimi. Og uin hana hafa þeir ritað /jölda bóka og ævisögur frægra nauta-bana eru gefn- ar út í skrautútgáfum. NAUTIN OG ATIÐ. Það er ekki hver óvalinn tuddi, sem öðlast þann „heiður" að láta kvelja sig í „plaza de toros“ i viður- vist tugþúsunda af hrifnu fólki. At- nautin eiga að vera með „göfugu blóði“ og eru alin upp á sérstökum búgörðum, sem kallaðir eru cana- derias. Beitiland og vatn verður að vera ágætt. Þar sjá lærðir nautasmal- ar um liirðingu þeirra, en i hópnunt verða líka að vera geldneyti með bjöllu i hálsbandinu, sem eins konar fylgdarmenn. Þessi rólegu geldneyti cru líka látin fyigja nautunum á leik- vanginn til að róa þau. Þegar kálfurinn er ársgamall er hann brennimerktur með nafni mannsins, sem elur liann upp og lát- inn ganga undir eins konar próf, til að sýna hve skapmikiil hann er. Þessu prófi er þannig hagað að lærlingur í nautabanalist gerir vetrungnum ýmiss lconar skráveifur, til að sjá hvernig hann hregst við. Eftir prófið er vetrungunum skipt í fjóra flokka: I.élega, sæmilega, góða og afbragð — superior. Vel vaxinn „superior“-blóð- uxi er nær 25.000 ísi. króna virði. Venjulega eru sex naut drepin á hverju ati, svo að skcmmtunin er alls ekki ódýr. Sýningin verður að byrja stundvís- lega. Annars ærist fólkið og eys úr sér skömmunum. Spánverjar þykja ekki sérlega stundvísir, en á nauta- ati eru þeir stundvísustu menn í heimi. Þegar klukkan slær 5 ríða tveir svartklæddir menn inn á sviðið og nema staðar fyrir framan stúku ieikstjórans. Borgarstjórinn sjálfur er leikstjóri og yfirdómari leiksins, en meðdómendur sitja sinn á hvora hlið honum. Nú kastar leikstjórínn l.vkl- inum að nautafjósinu og annar ridd- arinn nær í liann með hattinum sin- um. Og síðan segir leikstjóri: „Með leyfi hinna háu yfirvalda og Iijálp hagstæðrar veðráttu segi ég leikinn settan!“ Og nú leikur hljómsveitin Torea- dorslagið úr „Carmen“, og allir ]iátt- takendurnir í atinu ganga í fylkiugu inn á sviðið. Fyrst koma hinir þrir matadores, nautabanarnir, i fögrum nærskornum búningum, gullbrydduðum. Hver þeirra á að drepa þau tvö naut, sem hann hefir fengið sanikvænit lilut- kesti. Það er gömul þjóðtrú, að hann megi ekki hafa séð nautið áður en liann fer að glíma við það á sviðinu. Bak við hvern matador ganga tveir toreros — eða „toreadorar“, þeir eru aðstoðarmenn matadoranna. Svo koma Iveir banderillos og síðan fjórir Matadorinn rekur sverðið á kaf milli bóganna á nautinu og drepur það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.