Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.01.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 sagöi ég, og síðan sagöi ég, eins og við sjálfa mig. „Það er undarlegt, vegna þess að flestir í'búar hússins eru smávaxnir. Ungfrú Grayson er lágvaxin, saina má segja um mig og Josephine. Það er ekki heldur hœgl að segja að Denis sé hár, en það eru þeir hins vegar Pierre og Sebastian Guavara.“ „Og maðurinn yðar líka, madame,“ bœtti Boudet við. Eg ieit á hann þrumu lostin af undrun. „Hamingjan góða, hvaða flugu hafið þér nú fengið í höfuðið?" „Það eru ekkert nema staðreyndir í höfðinu á mér,“ sagði Boudel." Og það sem einu sinni er komið þangað situr þar fast. Eitt af þvi er sú stað- reynd að maðurinn yðar og mademoi- selle Suzy dvöldust lengi saman á þriðjudaginn í Cap Frehel og Sables. Maðurinn yðar er mjög aðlaðandi og mademoiseile Suzy — ja, hún er ein þeirra kvenna, sem karlmenn vilja leggja mikið í sölurnar yfir, næstum of mikið ef til vill!“ „Ég hallaði mér aftur á koddann orðlaus af undrun. Smátt og smátt rann upp fyrir mér, að þar sem ég var nú i Frakklandi var ekki að undra ])ótt lögreglan hefði tilhneigingu til að kenna ást og ástríðum um glæpina. Franska lögreglan liefir jafnan verið orðlögð fyrir ])að. Boudet fannst ef- laust síst meiri fjarstæða að Martin reyndi að kyrkja mig lil að geta kvænst Suzy, heldur en það að Sebastian hefði komið Mollý fyrir kattarnef í sama tilgangi. Munurinn var auðvitað sá að annar maðurinn var Englendingur en hinn með suð- rænt blóð i æðum. Auk þess vissi ég það — sem Boudct vissi raunar ekki — að það var í rauninni ég sem Martin elskaði. „Við skulum snúa oklair að öðru atriði, madarne," sagði Boudet. „Ópin eru einnig mjög þýðingarmikil. Hver var það sem æpti?“ „Ég hefi þegar skýrt yður frá þyi. Suzy heyrði eitthvað sem vakti hana. Hún var farin að æpa áður en hún komst fram úr rúminu. Og Helen hljóðaði líka. Óp hennar eru það síð- asta sem ég man eftir áður en það leið yfir mig.“ „Þér eruð vissar um að hafa einnig heyrt óp Suzy?“ „Ég veit það ekki — ég býst við því.“ Þér þreytið mig. Ég hefi lieyrt talað um þriðja sligs yfirheyrslur frönsku lögreglunnar, og ég gcri ráð fyrir að þetta sé ein slík. Eruð þér sannfærðar um að þetta nunnufyrir- bæri standi ekki í neinu sambandi við dauða frú Frenier?" „Sú er ein tilgáta min, madame. Það er meira að segja hugsanlegt að ekki sé um sama fyrirbæri nú að ræða og i fyrra skiptið. Mér hefir raunar ekki verið skýrt frá fyrra atvikinu fyrr en nú!“ „Suzy hélt að Helen hefði verið að dreyma —- hana hefir oft dreymt svip- aða drauma. Hún vissi heldur ekki um perluna úr talnabandinu. Helen bað mig að segja engum frá þvi.“ „Og yður fannst auðvitað sjálfsagl að verða við þeirri bón hennar?“ sagði Boudet. „Eg er ekki vanur að sæta slíkri meðferð. Eg er velmetinn af yfirmönnum mínum í La Surete. Eg myndi segja meira ef þér væruð ekki svo þjáðar. Og eruð ])ér alveg vissar um að yður gruni engan sérstakan um að hafa verið í nunnugervinu?" „Ég liefi marg oft sagt yður að ég hefi ékki hugmynd um það. Ennfrem- ur vil ég benda yður á þá staðreynd, að hugsanlegt er, að hér hafi ekki verið um neinn íbúa hússins að ræða, og þar með einhvern, sem ekki vissi að ég svaf lijá Helen og tilræðinu hafi því verið beint að henni.“ „Svo er líka þriðja möguleikinn," sagði Boudet. „IJver er hann?“ „Það er mitt leyndarmál!“ „Nú-jæja þá,“ sagði ég. Ég var fok- reið. „Eftir þetta ættum við þó að geta fengið leyfi lil að fara heim? Ég verð hér ekki stundinni lengur.“ „Ég er smeykur um að þér neyðist til ])ess. Þess gerist nú brýnni þörf en nokkru sinni fyrr.“ „Ég sef ekki hjá Helcn — það geri ég ekki!“ Ég var taugaóstyrk og æst! „Og það er ckkert vit í að liún sé látin vera ein.“ „Þér þurfið ekki að óttast það. Ég mun setja tvo menn á vörð hér, annan utan húss og hinn innan. Og sýni nunnan sig enn einu sinni, verður ekki tekið á henni með silkihönskum. Eins og ég sagði yður áðan, madáme, verður ekki löng bið eftir þetta þar til málið er til lykta leitt, en ég hlýt að krefjast ])css að þér og maður yðar dveljið hér þangað til. ÞEGAB BOUDET var farinn kom Martin til mín. Hann var dásamlegur! Hann gerði enga tilraun til að tala við mig, heldur sat hann hjá mér og hélt i hendina á mér. Og von bráðar kom Suzy. Hún hafði verið mjög umhyggjusöm og góð við mig. Það var hún sem hafði stutt mig inn í rúmið mitt og talað hughreystandi til min, en Martin hafði ekki gert annað en skjálfa af reiði og skelfingu. Hún var einnig nú mjög alúðleg, en þó dálitið móðguð. „Ég vildi óska að þú hefðir sagt mér frá fundi prelunnar, Bosalind," sagði hún. „Sama segi ég. En Helen bað mig svo mjög fyrir það. Hún var svo æst þá að égþorði ekki annað en lofa þvi.“ ,,.Tá, en nú er þó hálfu verra fvrir hana, að bláókunnugur maður spyr hana hverri spurningunni á fætur annarri. Hún var i skelfilegum tauga- æsingi í morgun og sagði hverja vit- leysuna eftir aðra. En nú er hún ró- legri. Boudet tortryggir okkur, og það er raunar ekki hægt að áfellast hann fyrir það. Hefðl hann aðeins vitað að nunnan var ekki hugarburður einn « „Ég var viss i minni sök,“ sagði ég. „Helen hefði vel getað sett perluna sjálf inn i skápinn. Það er ekki fyrr en nú að ég er sannfærð um tilveru nunnunnar.11 „Ég ætla að biðja lækninn að lita á Helen um leið og hann kemur til þín,“ sagði Suzy. Að svo mæltu fór hún. Þá fyrst gát- nm við Martin talað saman. „Hvað skeði fyrst eftir að það leið yfir mig?“ spurði ég. „Var ])að Suzy eða Helen sem æpti fyrst?“ „Ég hefi ekki hugmynd um það. i- ; Wm,-. 1 Hér sjást umkomulaus Parísarbörn undir forustu blaðamannsins Alexis Danan fyrir utan dómsmálaráðuneytið í París til þess að krefjast skjótra aðgerða ráðuneytisins gagnvart foreldrum, sem fara illa með börn sín. Þau eru með hendurnar fullar af úskorunum um nýja lag’asctningu, sem miðaði að aukinni barnavernd. $a(n(ögur og hán cr grcind Það er ekki alltaf, sem hún sýnir fóta- lag sitt svona djarflega, stúlkan sú arna. Hún er alls ekki ein þeirra, sem dillar sér í lendunum í tíma og ótíma og beitir kynþokka sínum óspart til þess að laða að sér ljósmyndarana. Lizbeth Scoott hefir orðið fræg leik- kona samt — og það í Hollywood. Almennt er hún talin ein gáfaðasta leikkonan, sem nú leikur í amerískum kvikmyndum og hún er gædd góðum leikhæfileikum. Hins vegar skaðar það hana ekki, þótt hún sé andlitsfríð og líkamsfögur. Nýlega hafði leikari nokkur orð á því í samkvæmi, að hún líktist stundum Marilyn Monroe (eins og myndin ber með sér), en þá brást Lizbeth reið við og sagði: „En iinnur beitir höfðinu, en hin fótunum“. Það var á mesta umferðatímanuni. Digur móðir treður sér inn í strætis- vagninn með sex ára son sinn. Og hann verður fyrir svo miklu hnjaski að hann fer að gráta. — Vertu ekki að skæla, Níels. Við erum öll eins og síld í tunnu hérna. — Já, en þú ert ekki á botninum eíns og ég, mamma.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.