Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 20

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 20
14 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 in úr gluggum litlu húsanna i Darrach. En gegnum rúðurnar hjá MacGlenaig mátti sjá bjarma leggja út í nátt- myrkrið. Sigð mánans var komin upp fyrir fjallseggina og varpaði glœtu á cnjóinn í Glen Ursainn. Margaret stóð við gluggann og ein- blindi á mjóa stíginn, sem lá upp eftir dalnum. Kvíði hcnnar ágerðist, henni fannst eitthvað hljóta að ger ast bráðum, og hún þoldi varla að sjá fólkið sitja hreyfingarlaust kringum borðið. Hvers vegna Iiafði faðir Clachs og faðir hennar ekki farið með honum? Æ, þeir höfðu verið sammála um að það vœri unnið fyrir gýg. Þótt hún gæti ekki hjálpað honum, hefði hún að minsta kosti getað staðið við hlið hans, þegar hann sá, að hinir höfðu rétt fyrir sér. Það var líka hjáip í því ... Hún læddist út án þess að fólkið tæki eftir, fór í kápu og batt á sig hettuklút og opnaði hurðina. Kuldinn var bítandi, eftir hitann í stofunni, en hún flýtti sér að ganga sér til liita. Hún var komin hálfa leið upp i dal- inn er hún sá hús Mac Morrars, og nú sá hún þrjá menn koma ríðandi niður dalinn. Þeir námu allt í einu staðar, sagði hann í öðrum tón. — Hann er varla maður til að borga féð, sem drukknar í mýrinni í nótt . . . eða hvað heldurðu? Ég varð að láta setja hann í skuldafangelsi. Hvernig held- ur þú að hann sleppi þaðan aftur? Kannske hafa drepist yfir hundrað fjár í nótt. Hann þreif í hönd hennar og dró hana að sér. Nú var röddin blið og lokkandi. — Nú er ástæðulaust að þú komir ekki til mín til Tighna Cluan. Hún ætlaði að slíta sig af honum en hann liélt henni blýfastri og reyndi að kyssa hana. Þegar hún var að reyna að losa liöndina á honum snerti hönd hennar svipuna. Hún kippti í hana. Og svo sló hún hann í andlitið. Hann hörfaði undan öskrandi, en áttaði sig strax og ætlaði að þrífa til liennar aftur. En þá nam hann staðar, skelk- aður. Klukknahljómur heyrðist um Glen Ursainn ... og svo aftur og einu sinni enn. Svo varð þögn nokkra stund, en þá: fór klukkan að hringja aftur. Tón- arnir bárust upp í stjörnubjart loftið. Nú var helst að heyra að þetta væri samhljómur margra klukkna, sem hringdu margraddað lag .... kallandi MacMorrar gamli lá á gólfinu með brostin augu og klukku- strenginn vaf- inn um hönd sér ... einn þeirra skildi við hina og hélt áfram niður stíginn, sem hún gekk. Hún flýtti sér að komast til Mac Morrars, — henni fannst á sér að þessi ríðandi maður væri viðsjárverð- ur. En hún var orðin uppgefin, þvi að færðin var þung og leiðin brött. Þegar riddarinn nálgaðist hana sá hún að þetta var John Barlholomew. Hann vaff sér af baki og gekk til hennar. Hann var með svipu i hend- inni, með langri ól. Hann hló ill- yrmislega þegar hann sá liver hún var. Og hún hörfaði lirædd undan. Hún sá að ullarlagðar voru á keyrisólinni. — Jólanóttin varð ekki eins og þið höfðuð hugsað ykkur, kallaði hann hæðnislega, — en svona fer það þegar maður svikst um. Það liafa verið þjóf- ar á Tighna Cluan, og þeir hafa rekið allt féð út. Ég og félagar minir höfum verið að reyna að ná því saman, en það hafði styggst svo mikið. Þetta verður dýrt fyrir Clach. Hann sagði einmitt sömu orðin og faðir hennar hafði giskað á að hann mundi segja. Hún svaraði ekki en reyndi að komast áfram. Hann gekk í veginn fyrir hana. — Nú er úti um Clach MacGarry, .... tilbiðjandi .... sálm lieilagrar nætnr. Margaret fannst hún vera í dá- leiðslu. Svona hafði hún aldrei heyrt klukkur hringja áður. En svo vaknaði hún af töfrunum og tók til fótanna. Hún heyrði Bart- holomew bölva, og þegar hún leit við sá hún í tunglsljósinu að liann var að reyna að komast á bak hestinum, scm hopaði undan hvenær sem John reyndi að stiga í ístaðið. Hún var lafmóð þegar liún kom að bænahúsinu. Gamla klukkan hélt áfram að hringja sama lagið. En um leið og hún steig inn fyrir þröskuld- inn þagnaði klukkan allt í einu. Hún heyrði andvarp ... og svo varð allt liljótt. Mac Morrar gandi lá á gólfinn með brostin augu og klukkustrenginn vaf- inn um hönd sér. Ánægjulegt bros lék um andlitið, eins og hann þættist liafa gegnt ævihlutverki sínu. Áður en hún hafði áttað sig heyrði hún traðk í fjárhóp. Hún laut niður að MacMorrar, veitti honum nábjarg- irnar og krosslagði liendur hans á brjóstið. Svo fór hún út. Litlu ofar sá hún fjárhóp koma lilaupandi niður að bænahijsinu. Féð virtist vera farið að spekjast. Og á eftir kom einhver, sem hottaði á hópinn . . . Clach. Féð hnappaðist við bænhúsdyrnar. Clach átti erfitt með að komast gegn- um hópinn til Margaret. Hún liljóp upp um hálsinn á honum og þrýsti honum að sér. Og svo fór hún með honum inn. Þau horfðu þegjandi á dána manninn um stund. — Þetta hefir reynt of mikið á hann, enda er það kraftaverk að hann skyldi geta komist hingað, sagði Margaret. — Ég trúði ekki þessu, sem sagt var um hann, sagði Clach, en hann gat þá kallað á féð með hringingu. Ég hlustaði á þegar klukkan byrjaði að liringja og ætlaði varla að trúa minum eigin augum þegar ég sá féð snúa við og taka á rás. Nokkrir gömlu sauðirnir höfðu forustuna. Þetta mátti ekki seinna vera, því að sumt af fénu var að komast út í mýrina. MacMorrar mun hafa heyrt i fénu þegar það fór hjá, og skilið að eitthvað var að. Þau heyrðu mannamál fyrir utan og fóru út. Þar var Jolin, sem loksins liafði komist á bak, og félagar hans tveir. — Gerið þér svo vel, hérna er féð yðar — liver einasta kind. Bartholomew starði á hópinn skelfdur. Svo rétti hann úr sér og öskraði: Reynið þér þá að koma því heim, í staðinn fyrir að hafa stefnu- mót i bænahúsinu sjálfa jólanóttina! — Nei, svaraði Clach rólega, mér kemur féð yðar ekkert við framar. Þér hafið sýnt að þér getið rekið fé á fjöll. Sýnið þér nú að þér getið komið þvi í hús aftur. — Já, nú er hann upp með sér, liróp- aði John og gleymdi alveg að minnast á þjófana, sem hann uppástóð að hefðu hleypt fénu út, — en ætli liann hugsi sig ekki betur um þegar sultur- inn fer að gaula i görnunum á honum. — Ég liefi hugsað um allt, svaraði Clacli, — maður getur keypt bæði gull og brauð of dýrt. Hann tók Margaret undir arminn og ruddi sér braut gegnum fjárhópinn og strauk kindunum um bakið um leið. Þegar þau voru komin nokkur skerf burt reið John eftir þeim, en Margar- et, sem enn hélt á keyri hans í hend- inni, vék til hliðar og sló fast i hest- inn um leið og hann fór lijá. Hestur- inn prjónaði og hneggjaði og tók svo sprettinn yfir stokka og steina mcð Bartholomew, sem varð að lialda sér i toppinn til þess að detta ekki af baki. — Ég vorkenni fénu svo mikið, Murplirey er cnginn dýravinur, sagði Clacli. — Og hvernig fer með okkur? sagði Margaret hnuggin. — Ég geri það sama sem svo marg- ir liafa gert liér í Skotlandi, sem stór- laxarnir hafa rænt brauðinu eða gert að þrælum með þvi að kaupa undan þeim jarðirnar ... fer til Ameriku. Þar er maður virtur fyrir það sem maður er og getur, þar verður 'maður frjáls. Ég hugsa að presturinn hjálpi okkur um fargjaldið ef ég lofa að borga honum það seinna. — Okkur? — Já, varla dettur þér í hug að ég fari án þín? Ég er aðeins ég sjálfur og finnst ég vera frjáls þegar þú ert nærri mér. Viltu ekki koma með mér? — Ég vil koma með þér hvert scm þú ferð, sagði hún lágt. Hann þrýsti henni fastar að sér og horfði á stjörnurnar. — Þá varð þetta þrátt fyrir allt góð jólanótt hjá okkur ... sú besta sem ég hefi lifað. Gull- og dýrir steinar. MÁNAÐASTEINARNIR. Dýrir steinar tala fornu táknmáli í minja- gjöfum vina á milli og eru m. a. kenndir til mánaða. Margir bera slein síns fæðingarmán- aðar, greyptan í skartgrip, sér til lieilla. Jan.: GRANAT, ONYX Febr.: AMETYST AQUAMARIN, JASPIS DEMANT, BERGKRISTALL SMARAGÐ, SPINEL, CHRYSOPRAS ALEXANDRITE, MÁNASTEINN RUBIN, CARNEOL PERIDOT, SARDONIX SAFÍR, LAPIS LAZULI. OPAL, TURMALIN TOPAS, CITRINE TURKIS, ZIRKON, CHALCEDON sýnisafni okkar höfum við nú eitt hið Marz: Apríl: Maí: Júní: Júlí: Ágúst: Sept.: Okt.: Nóv.: Des.: I stærsta og fegursta úrval listrænna skartgripa, setta dýrum steinum. TRÚLOFUN ARHRIN G AR. Yerkstæði okkar iiafa nú hafið smiði trúlof- unarhi’inga eftir nýjum teikningum. Fagrar gerðir. Fjölbi-eytt úrval. ,oíag.ur g.ré|xur er ce tlC g.udés GLEÐILEG JÓL. Jðn ðlpuntlsson Skorlpripaverzlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.