Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Z 4MÍH Douglas Fairbanks — eldri tttj týtttjri — Litli Doug og fyrri konan hans, Joan Crawford. Hann var 19 ára og hún 21 þegar þau giftust. AF NEÐSTA ÞREPI. Nokkru síðar kom ný fyrirspurn frá Hollywood. Og það var Lasky, eins og fyrr. Hann hafði fengið samvizkubit út af meðferðinni á litla Doug og móðir hans hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri réttlátt að láta þau sigla sinn sjó, eftir að hann hafði ginnt þau út í þessa tilraun. Nú spurði hann hvort Doug vildi koma aftur. En nú var ekki hægt að bjóða honum 1000 dollara á viku, og ekki aðal- hlutverk heldur, en hinsvegar ýms smærri hlutverk, sem væri þannig borguð að hægt væri að lifa á þeim. í fyrra skiftið höfðu þau verið á báðum áttum. En nú afréðu þau strax að taka tilboðinu. Lasky hélt loforð sitt. Doug yngri fékk aðeins smáhlutverk, en hann hafði nóg að gera. Og jafnframt fékk hann tækifæri til að læra ýmislegt, sem honum var ómissandi sem leikara. Nú voru allir hættir að be^a hann saman við föður hans. Allir gerðu sér ljóst að eldri Doug var sá stóri, en litli Doug sá litli. Þegar Doug var orðinn átján ára var honum loks trúað fyrir stóru hlutverki. Hann lék ungan mann í kvikmyndinni „Stella Dailas“. Og nú fékk hann góða dóma. Fólk fór að taka eftir honum. Kanske var Jaann ekki eins vitlaus og hann hafði verið talinn? Á LEIKSVIÐIÐ. Og nú vaknaði metnaðurinn í Doug, honum nægði ekki kvik- myndin lengur. Hann vildi komast á leiksviðið! Kringum Los Angeles eru mörg smáleikhús í úthverfunum, og Doug reyndist auðvelt að komast að þar. Allir vildu sjá son stóra Dougs. Nú fyrst hafði hann hag af því að vera sonur föður síns. Og pabbi gamli var smásaman farinn að sætta sig við að drengur- inn yrði leikari. Stundum bauð hann honum jafnvel að dvelja hjá sér í stórhýsinu sínu. Þá var venju- lega látið heita svo, að hann yrði sjálfur að bregða sér frá á meðan. Áríðandi erindi. En litli Doug átti að láta eins og hann væri heima hjá sér. Og það gerði hann. Hann minntist aldrei á föður sinn. í rauninni hafði hann aldrei þekkt hann. Fyrsta leiksigurinn vann Douglas yngri í aðalhlutverkinu í „Young Woodley“ eftir John van Druten, á Majestic-leikhúsinu í Los Angeles. Þessi leikur hefur verið sýndur á Norðurlöndum undir nafninu: „Átján ár.“ Fyrsti maðurinn sem kom inn i búningsklefann til hans eftir frum- sýninguna var Charles Chaplin. Og með Chaplin var ung dama, sem þá var ný af nálinni sem leikkona en var spáð góðri framtíð: — Joan Crawford. Hún kom til að óska honum til hamingju og sagði: — Nú getur maður með sanni kallað yður krón- prins af Hollywood! ÁSTFANGINN. Leikflokkurinn fór í ferðalag til San Francisco og þar fékk Doug líka lofsamleg ummæli. Hann heimsótti Joan undir eins og hann kom aftur til Hollywood. Hann var ástfanginn upp fyrir eyru og vildi giftast henni.„fljótt í snatri og undir eins“. Frú Beth lét sér fátt um finnast, henni fannst drengurinn of ungur til að hugsa um hjónaband. Og Joan mátti ekki gleyma leikferli sínum og framtíð. En gamli Douglas hugsaði fyrst og fremst um sjálfan sig og sagði bara: — Eg biðst undan að verða afi á mínum aldri! En Joan og Doug voru óaðskiljan- leg. Þau fóru saman í skemmtiferð- ir, hlýddu hvort öðru yfir hlutverk- in, ræddu framtíðarmálin.... Loks afréð gamli Doug að sjá son sinn á leiksviði. Hann stalst á Majestic-leikhúsið og sá litla Doug í fyrsta happahlutverkinu hans. Og þá skeði það ótrúlega: Gamli Doug hreifst af leik sonar síns! Hann heimsótti hann í fataklefanum á eftir og í fyrsta skifti á æfinni áttu feðgarnir langt og vinsamlegt tal saman. Það hafði tekið átján ár fyrir þá að kynnast. RÖDDIN. Talmyndin kom til sögunnar 1928 og olli byltingu í Hollywood. Og nú varð röddin, sem áður hafði ekki skipt máli, áríðandi atriði. — Margir frægir leikarar urðu að leggja árar í bát. Warner Brothers voru fyrsta kvikmyndafélagið, sem gaf sig óskipt að talmyndunum. Og fyrsti leikarinn, sem þeir fengu augastað á var Douglas Fairbanks yngri. Þeir höfðu séð hann á leiksviðinu og vissu að hann fullnægði öllum kröf- um. Doug hafði þá leikið í ýmsum kvikmyndum, þöglum, og átti að fara að leika í „Woman of Affairs“ á móti Gretu Garbo, er hann fékk tilboð frá talmyndafélaginu, ekki eitt heldur mörg. Og fólk fór að piskra að Doug yngri mundi fara fram úr Doug eldri. Doug gladdist vitanlega öllum leiksigrunum. En þó hugsaði hann meira um eitt, en þá alla til samans: að giftast Joan Crawford. Hann var ekki nema 19 ára, þó hann liti út fyrir að vera eldri, svo að eiginlega lá nú ekkert á. En hann linnti ekki látum og loks fékk hann samþykki Dougs eldra. Joan sagði já líka, og svo voru þau krækt saman í New York. Nú var Beth Fairbanks, móðir hans, eins síns liðs. En von bráðar fór hún að dæmi sonar síns og gift- ist líka. Þriðji maður hennar var hinn frægi leikari Jack Whiting. Og nú loksins virtist hún hafa feng- ið frið. HAMINGJAN í HÆTTU. Joan og Doug léku saman í einni mynd, „Our Modern Maidens“. En svo skildu leiðir. Joan fór til Metro- Film, Doug til Warner Bros. Og innan skamms fór að halla á þann veginn, sem móðir hans hafði sagt fyrir: Tvær jafn metnaðar- gjarnar manneskjur gátu ekki átt vel saman. Hvort um sig hugsaði aðeins um sjálft sig og frama sinn, frægð og vinsældir. Hér er eitt talandi dæmi: Doug lá í lungnabólgu í New York. — Margir dagar liðu þangað til Joan fékk sig lausa úr leikþjónusturini, en undir eins og hægt var fór hún til New York til að vera hjá manni sínum. Blöðin fréttu þetta, og svo komu fyrirsagnirnar: Joan er orðin hjúkrunarkona! Þegar Doug sá þetta öskraði hann: — Fyrir má nú rota en dauðrota! Hér ligg ég fár- veikur, en hún fær fyrirsögnina! Doug og Joan gerðu sér ljóst sjálf, að hjónabandið gekk á tréfót- um, og kom saman um að koma betri fótum undir það. Þau afréðu að reyna að komast hjá Hollywood- slúðrinu, og svo átti Joan líka barn í vonum, svo að þau væntu þess að þá mundi allt lagast. En barnið dó í fæðingunni. Og tæpum tveim ár- um síðar urðu þau fyrir sömu raun- inni. Eftir að þau höfðu misst annað barnið, fóru þau til London til þess að létta sér upp. Doug þótti vænt um England og vildi láta Joan kynnast því. Um þær mundir voru vinsældir leikarans og leikritahöfundarins Noel Coward sem mestar. Hann lét sér annt um þau og fór með þau í samkvæmi. Joan og Doug voru meðal annars kynnt hertoganum af Kent, og þeir urðu góðir vinir til æfiloka. Doug var hrifinn af dvölinni í London en Joan leiddist. Hún var hrædd um að hún mundi gleymast

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.