Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR J. AM Hann kom seint og virtist þreytuleg- ur, svo að hana langaði lítið til að auka áhyggjur hans. — Þú ert þreytu- legur, Bern, sagði hún um leið og hún opnaði dyrnar fyrir honum. Hann kinkaði kolli og lagði frá sér hattinn í ganginum. — Já, ég er talsvert þreyttur, Kata. Við Stewart urðum fyrir óvæntum erfið- leikum í dag, en nú held ég að við höfum sigrazt á þeim. Ég veit það ekki með vissu fyrr en ég athuga það bet- ur, síðar í kvöld. — Verðurðu að fara í rannsóknar- stofuna aftur? — Já, Kata. Hann brosti og bætti svo við: — Þú skalt ekki hafa áhyggj- ur af mér, góða mín. Ég þoli talsvert. Hún bauð honum inn í stofuna. — Hér er verulega viðkunnanlegt — nýtízka og heimilisbragur um leið. Þetta er eins og sniðið handa þér. Ég er viss um að þú unir þér vel hérna. Hún kinkaði kolli. — Já, ég er strax farin að kunna við mig, Bern. — Ég hélt, að ég mundi ekki kunna við mig í tízkuíbúð. Þú veizt, hve vænt mér þótti um litla húsið okkar í Surrey. Ég hefði gaman af að þú sæir það ein- hvern tíma — hver veit nema það geti orðið. Það væri gaman að þú gætir heimsótt okkur .... mig þangað, og verið þar nokkra daga. Það var langt síðan hún 'hafði hugs- að um litla húsið í Surrey, og henni hafði ekki skilizt fyrr en nú, að fram- vegis yrði hún að búa þar ein. Ef Frank hafði farið austur fyrir járntjaldið, mundi hann aldrei eiga þaðan aftur- kvæmt. Og þó hann kæmist aftur, — hvers konar framtíð beið hans þá í Englandi? Hann mundi vera brennimerktur sem glæpamaður. Tilhugsunin um þetta slökkti gleðina yfir því að Bern skyldi lítast vel á íbúðina. — Já, það væri gaman að koma til Englands aftur, sagði hann lágt, — en það virðist ekki vera nema draumur. Það voru ekki orðin ein, sem hún varð hissa á, heldur raunahreimnum í röddinni. — En þú ferð til Englands aftur, fyrr eða síðar? Hve lengi 'hefur þú hugs- að þér að verða hérna? Líklega ekki nema tvö ár — í mesta lagi. — Ég veit svei mér ekki, sagði Bern og yppti öxlum. — Það getur hugsazt að ég komist þangað aftur einhvern tíma. Og ég hefði gaman af að sjá hús- 20 FÁLKINN ið þitt, Kata, — þú hefur sagt mér svo mikið frá því. Þér þykir mjög vænt um það, — er það ekki? — Jú, það þykir mér, svaraði hún. — Það stafar líklega af því, að við lögð- um svo mikla vinnu í það sjálf, — unnum að því með eigin höndum. Þetta var gamall hjallur, en okkur tókst að gera fallegt heimili úr honum. Ég hugsa að mér mundi lítast vel á það. Þú verð- ur að lofa að koma til mín þangað. Hann brosti út í annað munnvikið. — Ég vona að ég fái tækifæri til þess, en framtíðin er alltaf óviss, eins og þú veizt. — Já, hún er það, svaraði hún og það fór hrollur um hana, Þegar hún hugsaði til alls þess, sem gerzt hafði síðustu tvær vikurnar. — En við verð- um nú samt að vona, og hugsa fram. — Já, við verðum alltaf að horfa fram, sagði hann lágt. — En þegar mað- ur horfir fram, kemur það fyrir, að maður verður að fórna miklu, kannske jafnvel sinni eigin gæfu, sagði hann hægt. Hún leit forviða á hann. Hún skildi ekki hvað í orðum hans lá, og það var ólíkt honum að tala svona. Hann sá, að hún varð undrandi, og brosti þá og hélt áfram: — Vertu ekki óróleg, Kata. Ég er líklega þreyttur, eins og þú sagðir áð- an, og þess vegna tala ég svona. Við vinnum eiginlega leiðindaverk, finnst þér það ekki? Við eyðum orku okkar og ævi til að búa til ný gereyðingar- vopn! Ef virkilegur friður gæti orðið í heiminum, væri engin þörf á mönn- um eins og okkur. Eða réttara sagt í okkar starfi. Við gætum beitt okkur að því að auka menninguna í stað þess að smíða vopn til að eyða henni. — Heldur þú að eilífur friður verði nokkurn tíma, Bern? -— Ég veit ekki. En það er leyfilegt að vona það og vinna að því marki. Þótt aðrir haldi að okkur skjátlist, verð- um við samt að halda áfram á þeirri leið, sem við teljum rétta. Hún horfði áhyggjufull á hann og varð hugsað til þess, hve ólíkt það var honum að tala svona. Hún var óróleg, og samt fannst henni allt, sem hann sagði, rökfast og rétt. — Viltu ekki glas af sherry? sagði hún. — Ég hef ekki eignazt neitt sterk- ara á heimilið ennþá. — Ég vil gjarnan sherryglas, sagði hann. Hann brosti aðeins og bætti við: — Mér finnst mér næstum vera þörf á því. Hún hellti í tvö glös og settist í stól beint á móti honum. Hún hafði ekki dregið niður gluggatjöldin ennþá, og svala goluna lagði á þau inn um glugg- i ann. Það var orðið dimmt og stjörn- urnar blikuðu dauft. Þarna var nota- legt og hljótt. Hún fann, að á þessum stað gat hún hvílst. ’ Hann dreypti á glasinu og ró virtist færast yfir hann. Hann hafði virzt talsvert geðshrærð- ur, er hann kom, en nú varð tal hans og hreyfingar eðlilegar. Hann var nærri því eins og hann átti að sér. Hann bauð henni vindling og kveikti 1 honum. Svo kveikti hann í hjá sér. — En hvað þetta er notalegt, Kata. Þú hefur svei mér verið heppin að ná í þessa íbúð. — Já, svaraði hún. — Mér fannst ég vera eins og heima hjá mér, undir eins og ég kom inn með töskurnar mín- ar. Og mér hafði ekki dottið í hug, að mér gæti fundizt ég vera eins og heima hjá mér í þessu landi. Hann hleypti brúnum og forvitnin skein út úr honum. — Þér líkaði þá ekki hjá Dennison? Það fór hrollur um hana, er hún svaraði: — Nei, ég kunni ekki við mig þar. — Hvað var eiginlega að? Mér skild- ist Þau vera svo hrifin af þér. — Þau voru einstaklega alúðleg, sagði hún. — En það var aðeins þetta, að mér líkaði ekki andrúmloftið í hús- inu. Allt sem gerðist þar virtist óeðli- legt og dularfullt. Hann leit á hana með einkennileg- um svip. — Viltu ekki orða þetta skýr- ar, Kata. Hefurðu eitthvað sérstakt á móti þeim, eða hefur ímyndunaraflið hlaupið með þig í gönur? — Það er hugsanlegt, sagði hún og fór að fikta við áklæðið á stólnum. — Ég hef ekki verið eins og ég á að mér, síðan ég kom hingað, Bern. Þú hefur kannske tekið eftir því? Hann kinkaði kolli. — Já, ég hef tekið eftir því. En hins vegar ’hefur mér sýnzt þú dálítið „yfirspennt“ frá því að ég kynntist þér fyrst, í bóka- safninu, Kata. En ég vissi hve miklar áhyggjur þú hafðir af bróður þínum, svo að ég kenndi því um. (Framh.)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.