Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 77 h slept í enda orðsins, með þvi að það verður þar hljóðlaust; á sama hátt og vér höfum slept því í Jahve, sem að réttu lagi ætti að vera Jahveh. Af þessu skilst mönnum vonandi, að rangt hefði verið að halda Je7rdm-nafninu, þar sem það lieiti verður til á 16. öld af misskilningi. En af liverju vita menn þá, að bera á nafnið fram Jahve? Það vita menn af því, sem nú skal greina: 1. Kristinn fræðimaður, sem uppi var í Alexandríu um 200 e. Kr., að nafni Titos Flavios Klemens, ritar það svo á grísku: Jaové (Jaove). Og grískur biskup, sem uppi var á 5. öld, Theodoretos í Kyrros, ritar það á grísku: laflé (Jabe). En b i grisku svarar þar til v í íslenzku. 2. 1 kvæðum Samverja kemur það fyrir og er það rímað á móti orðum, sem enda á — eh. 3. Tvær styttri myndir eru til af orðinu: Jah og Jahú. Fyrri myndin kemur eigi allsjaldan fyrir sjálfstæð, einkum í kveðskap eða viðhafnarmáli (sjá t. d. 2 Mós. 17, 16; Sálm. 118, 14; 68, 5; Jes. 12, 2; 38, 11; Ljóðalj. 8, 6). Við þá mynd orðsins ættu allir að kannast, þar sem allir hafa lært að segja: halelwja. En það er óbreytt hebreska: Halelú-Jah, sem þýðir: vegsamið Jah (þ. e. Jahve), sbr. Sálm. 104, 35. Hin myndin (Jahú) kemur aftur á móti aðeins fyrir í sam- settum mannanöfnum, t. d. Elí-jahú eða Elí-jah (þ. e. Elías), Jirem-jahú eða Jirem-jah (þ. e. Jeremías). Þeir, sem amast hafa við Jahve-nafninu í nýju þýðing- unni, og talið hafa hana ónótandi vegna þess að því er þar haldið, hafa víst ekki gætt þess, að þá yrðu þeir líka að banna mönnum að segja eða syngja: Halelúja. Þvi að þaðorðminn- ir æfmlega á það, að Gyðingar kölluðu guð sinn Jah eða Jahve. Hitt er mönnum leyfilegt, eins og siður var til hjá Gyð- ingum og lengi hefir verið með kristnum mönnum, að lesa drottinn í stað Jahve, ef t. d. er lesinn kafli úr g. t. við guðs- þjónustugerð. Það var þetta, sem „Nýtt Kirkjublað" átti við, er það hélt því fram, að sjálfsagt væri að halda áfram að segja i messunni: Drottinn blessi þig o. s. frv., þótt i biblí- unni stæði: Jalive blessi þig. — En þetta hneykslaði ritstjóra Frækorna, af því að hann vissi ekki, hvernig orðið drottinn var kotnið í stað Jahve. Og því ntiður stendur dómgirnin ekki í réttu hlutfalli við þekkinguna,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.