Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Qupperneq 2

Nýtt kirkjublað - 01.10.1911, Qupperneq 2
218 NÝTT KXRKJUBLAÐ ham að austan, og meS honum fæðist ísrael og saga Hebrea, og drottinn birtist enn, og jafnvel betur en fyr; hann og engl- ar hans neyta matar i tjaldi forföðursins; hann verður ætt- feðraguð, þjóðguð, góður og líknsamur við sína þjóð, þegar hún varðveitir lians boðorð, en harður og hlutdrægur við ó- vini Israels. Og þessi trúarbrögð haldast alla tið síðan — þrátt fyrir mótmæli nokkurra hinna andríkustu spámanna, — þessi trú- arbrögð haldast fram að Krists dögum, þessi útvalningarsaga Gyðinga heldst eftir Krists daga, eftir eyðing Jerúsalem og heldst (með breytingum) alt til þessa dags hjá öllum megin- flokkum kristninnar. Og öll bókfræðin sem segir sögu Gyð- iuga, er beinlínis og bókstaílega kölluð „guðs orð“, hver staf- ur því óyggjandi, og leggur lífið og dauðann um tíma og ei- lífð fyrir gervalt mannkyn veraldarinnar! Sjáum nú til: Sé nú, eins og stendur enn í barnafræð- um vorum, „öll biblían trúarhók vor kristinna manna“ — eins og siðabótarmenn 16. aldarinnar kendu í játningarritum sínum, og trúboðar vorra tíma og ströngustu rétttrúnaðarprest- ar enn kenna; fer þá ekki að vandast málið? Því einungis sáralitið brot af kristnum þjóðum fylgir nú þessum trúar- og lífsskoðunum. Er þá nokkurt vit í því að kenna lengur börn- um og æskulýð þessa bókstafstrú óbætta? Eg tek þetta lauslega fram hér, vegna þess, að þegar ár- ið eftir að eg var fermdur, vaknaði, mér óafvitandi, þessi eða skyld vantrúarstefna, hjá mér gagnvart sögum og kenningum Gl.-testamentisins; var eg því gagnkunnugur frá blautu barns- beini, og hafði heyrt marga, þar á meðal báða foreldra mína tala um að ekki mætti skilja það alstaðar bókstaflega. Það bætti og um fyrir mér, að ungur miðlungi vandaður norð- lingur, sem var við nám hjá frænda mínurn um veturinn, var trúleysingi mikill og fullyrti við mig að biblían væri full af forneskju og kerlingabókum, að Jesús hefði aldrei gert krafta- verk, hefði verið spámaður, en aldrei risið upp, o. s. frv. Mig hrylti við þessu, og sagði þó ekki eftir honum; hugsaði mér, að eg skyldi prófa alt sjálfur, þegar eg yrði stór. Að eitthvað var bogið, það leyndist mér ekki. Svo liðu dagar og ár og eg varð fullorðinn — að kalla; var eða Jiótti vera trúræknari en margir aðrir unglingar og

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.