Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 7
223 _ NÝTT KIRKJUBLAB óvandir að meðölum í heimi viðskiftanna. Og sárt vœri til þess að vita ef að }iessi þjóð, sem sjálf hefir hrósað sér af, og aðrar þjóðir hrósað fyrir, að hún væri af tignu bergi brot- in, af hreinu ómenguðu norrænu víkingablóði og drengskapar- blóði, spiltist eða úrættist. Bardagablóðið rennur áreiðanlega enn i æðum hennar. Það hefir sína kosti og ókosti, það er mannlegt og heiðarlegt að berjast og fella óvin sinn, ef ann- ars er ei kostur, en að eitra örina, sem á hann er skotið, er að allra drenglyndra dómi morð, sem fordæmt er. Gissur hvíti faðir fyrsta biskupsins okkar var svarinn óvinur drengs- ins góða að allra dómi, Gunnars á Hlíðarenda, og réð atför- ina að honum, en ofvandur var hann að sigurvopnunum til þess, að hann vildi sinna ráði hins slæga Marðar, er réð til að brenna Gunnar inni. „Þat skal verða aldri“, sagði Gissur, „þó at ek vita, at líf mitt liggi við“. Gissur var vandari að meðölum en Mörður. Því er betur að enn er margur Giss- urinn til, já jafnvel betri Gissuri hvita. Eg held að Merðirn- ir séu að verða yfirsterkari. Ef svo er, þá er ástaudið þann- ig, að eigi dugir að vanhirða þá meinsemd og eg held að eng- in lækning veiti þar meiri hjálp en kristindómurinn. Meira af sönnum heilbrigðum kristindómi inní þjóðlíf vort, á öllum mögulegum sviðum þess, er að mínu áliti það eina sem dugir. Kristindóminum er alt viðkomandi, hann á ekki að þegja neitt í hel, hann er líf en ekki dauði, hann á víðar við en í kirkj- unni. Inn á hvert heimili á hann erindi, inn í hverja sölu- búð ætti hann að vera velkominn; á hverri samkomu ætti hann að vera fundarstjóri, á þinginu ætti hann að vera hinn ríkjandi andi, já á hverju smáu og stóru félagssvæði ætti andi hans að svífa yfir vötnunum. Þá fyrst er guðsríki væntan- legt inn á þetta land. Þetta er íhugunarefnið mikla fyrir lærðum sem leikum, er unna velsæmi landsins, hag þess og blessun; í því sýnir sig hin sanna föðurlandsást, en stérstakl. talar þetta mál til vor, er höfum gjörst flytjendur hins mikla máls. Af hinum ungu ólömuðu kröftum ætti að mega vænta mikils. Allir, ungir sem eldri skulum svo biðja vorn himneska föður að ljá hinu góða málefni sigur, er unninn sé með vönduðum vopnum. St. M. J.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.