Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 14
‘230 NÝTT KIRK.JtJBLAf) mæla óhæfunni, og eg þykisi mega fullyrða, að Jón Sigurðsson skoraði á hann að gjöra það; en þegar forseti í þess stað tók í sama streng og konungsfulltrúi, mótmselti J. S. og flestir þingmenn með honum. Að þetta sé rétt sést níeðal annars á bréfi, sem íund- armenn skrifuðu Páli amtmanni sama daginn og fundurinn var rof- inn. Þeir skutu á prívattundi niðri í bæ. Heyrði eg síra Hann- es dást að því, hvað J. S. hefði verið fljótur að semja það bréf og gjörði það veh Mergjað heíir þó bréfið verið, því svo sögðu þeir frá, sem færðu amtmanni bréfið, að hann að því lesnu hefði barið í borðið og sagt, að annaðhvort skyldi hann fá leiðrétting á þessu, eða að öðrum kosti víkja úr embætti, en hvorugt varð. Það er lítill efi á því, að þjóðfundarmenn voru reiðari P. M. en Trampe. Eftir þjóðfundinn, líklega 1852 eða 185B boðaði sira Hannes i Þjóðólfi Þingvallafund. Þegar fundarboð það kom út, skrifaði Trampe síra Hannesi og liótaði honum afsetningu, ef hann aftur- kallaði ekki fundarboðið. Síra Hannes svaraði að hann afturkall- aði ekki, en um embætti sitt — 28 rd. brauð — væri sér sama hvað yrði. Þann fund sóttu 60 bændur úr Borgarfirði, 30 utan Skarðsheiðar og 30 ofan. Aðrir tímar nú. Trampe var á fundin- um, og hinn glaðasti og alúðlegasti. Eg var þar sem hestamaður síra Hannesar. Vígslubiskup Geir Sæmundsson er nýkominn heim úr langri utanför, sér til heilsubótar. Eór hann að heiman snemma í júli. Heíir hann lengstaf dvalið í Höfn. Heilsubilunin var i raddfærunum, upp úr langvinnu kvefi og of- reynslu á röddinni. Var hann fullan mánuð Hndir læknishendi og auk þess hjá söngkennara að læra að beita röddinni, sér að sem skaðminstu, meðan hann er að ná sér. Gerir hann sér von um bata, en um sinn mun hann ekki mega tóna. Söngrödd Geirs biskups hefir verið svo mörgnm til yndis, og svo margt gott hefir hann með henni gjört um dagana, að þess munu allir óska, að hún nái sér aftur. Á misjöfnu þrífast börnin best. Við hér á suðvesturhluta landsins höfum lifað hið allraleiðasba kulda og rosa-sumar, að elstu menn muna ei slíkt. En að norðan og austan er eintómt lof um sumarblíðuna og bjargráðin: Riiað er svo úr Eyjafirði; Merkilegt er, hve fagurt og frítt er í firði þessum, þegar í ári lætur. Þó tek eg Höfðahverfi fram

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.