Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 4
4 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 12° 7° 8° 10° 5° 6° 7° 7° 24° 10° 21° 11° 26° 2° 10° 16° 5° Á MORGUN 5-12 m/s, hvassast sunnan til. FÖSTUDAGUR 8-15 m/s, hvassast sunnan til. 6 5 2 3 2 4 3 6 4 8 -1 5 6 3 3 4 6 2 8 7 12 6 8 3 4 5 6 7 4 4 5 8 HVASST FRAM UNDAN Í dag er stund milli stríða, nokkuð hægur vindur víðast hvar, sérstaklega fyrir norðan. En í kvöld eða nótt hvessir sunnanlands. Það verður nokkuð hvasst bæði á morgun og föstu- daginn, einkum sunnan- og suð- austanlands. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Afhendingu bólu- efnis gegn svínainflúensu hingað til lands hefur seinkað í þessari viku og auk þess kemur minna magn en gert hafði verið ráð fyrir, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknisembættisins. Af þessu leiðir að seinkað getur bólusetningu einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem ráðgerð hafði verið í þessari og næstu viku. Þeir sem bókað hafa tíma í bólusetningu í þessari og næstu viku eru beðnir um að hafa sam- band við sína heilsugæslustöð um hugsanlega endurbókun á bólusetningunni. - jss Bóluefni gegn svínaflensu: Seinkun og minna magn LANDSPÍTALI Inniliggjandi með svína- flensu á Landspítala í gær var 31 sjúkl- ingur, þar af sjö á gjörgæslu. LÖGREGLUMÁL „Það var hringt í mig frá lögreglunni rúmlega átta í morgun [í gær] og sagt að bíll- inn væri fundinn,“ segir Auðunn Þorgrímsson, sem frá því á föstu- dag hafði leitað að rauðum sendi- bíl sem stolið var fyrir framan nefið á honum við Grandagarð. Ofan á bílnum voru tvo fiskikör og stýrihús af trillu sem Auðuni hafði verið falið að flytja í við- gerð í Hafnarfirði. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu í gær. Skömmu eftir að blaðið kom út hafði lögreglunni borist ábending um bílinn. „Það var allt óhreyft á honum sem betur fer og allt komið þangað sem það átti að fara,“ segir Auðunn. - gar Stolni bíllinn við Grandagarð: Var bak við hús á KR-svæðinu SENDIBÍLLINN SEM HVARF Fannst stutt- an spöl frá staðnum þar sem honum var stolið. SAMGÖNGUR Umferðarljósin á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar verða óvirk í dag frá klukkan 9.30 til 14 vegna breytinga á stýrikerfi umferðar- ljósanna. „Meðan ljósin eru óvirk verða allar vinstri beygjur bannaðar, til þess að ökumenn beygi ekki fyrir umferð úr gagnstæðri átt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. „Framkvæmdirnar hafa nær engin áhrif á strætó. Á meðan ljósin eru óvirk breytist leið 14 óverulega og aðeins ein biðstöð við Kringlumýrarbraut verður óvirk af þessum sökum.“ - gar Breytingar á Suðurlandsbraut: Götuljós óvirk til klukkan tvö ALÞINGI Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, hefur tekið sæti á Alþingi. Gegnir hann þingmennsku í fjarveru Guð- fríðar Lilju Grétarsdóttur þingflokksfor- manns sem er farin í fæðing- arorlof. Ólafur settist á þing í fyrsta sinn í gær. Í stað Guðfríðar gegnir Árni Þór Sigurðsson formennsku í þingflokknum. - bþs Guðfríður í fæðingarorlof: Ólafur á þingi ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON STJÓRNMÁL Samninganefnd Íslands í fyrirhuguðum aðildar- viðræðum við Evrópusamband- ið kemur saman til síns fyrsta fundar í dag. Verður hann haldinn í Þjóð- menningarhúsinu. Samninganefndin var skipuð í síðustu viku og er Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brus- sel, aðalsamningamaður og for- maður nefndarinnar. - bþs Aðildarviðræðurnar við ESB: Fyrsti fundur Evrópunefndar VIÐSKIPTI Aðgerðir ríkisstjórna víða um heim til bjargar fjármála- geiranum kunna að leiða af sér fákeppni og markaðsmisnotkun á bankamarkaði. Svo mælir Christ- ine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde hefur viðrað þessa skoðun sína við fjármálaráðherra tuttugu auðugustu iðnríkja heims fyrr á árinu og mun árétta hana á fundi með fjármálaráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) í vikunni. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir hana meðal annars hafa beðið ráðherrana um að kanna hvort bankar sem njóti ríkisstuðnings hafi aukið markaðshlutdeild sína í skugga þess stuðnings. BBC nefnir sem dæmi að bandaríski risabankinn Citigroup og sá breski Royal Bank of Scotland hafi notið stuðnings stjórnvalda þegar alvar- lega kreppti að þeim í fjármála- hruninu fyrir rúmu ári. Máli sínu til stuðnings hefur Lagarde bent á að fyrir hrun hafi sex fjárfestingarbankar verið starfræktir í Bandaríkjunum. Þeir eru nú helmingi færri. Samkeppnisyfirvöld ESB hafa gripið til ýmissa ráða til að hamla vexti banka innan aðildarríkjanna sem notið hafa opinbers stuðnings frá í fyrra. Þar á meðal eru kröfur um aukið eiginfjárhlutfall þeirra, uppstokkun á rekstri þeirra og sala eigna. - jab CHRISTINE LAGARDE Bendir á að fjárfestingabönkum hafi fækkað úr sex í þrjá í Bandaríkjunum eftir hrunið. Fjármálaráðherra Frakklands varar við fákeppni banka sem njóta ríkisstuðnings: Vill takmarka vöxt bankanna VIÐSKIPTI Nýja Kaupþing segir í til- kynningu að bankinn hafi yfirtek- ið 1998 ehf., móðurfélag Haga sem meðal annars á Bónus, Hagkaup og fleiri verslanakeðjur. Yfirtakan sé liður í því að tryggja hagsmuni bankans í því úrlausnarferli sem standi yfir. Þá segir í tilkynningu bankans að í öllum skuldamálum fyrirtækja sem komi til skoðunar í bankanum sé fylgt verklagsreglum bankans. Bankinn leggi áherslu á samstarf við eigendur og stjórnendur í vinnu við endurskipulagningu fyrirtækja. Þannig sé eigendunum gefið tæki- færi til að koma á framfæri hug- myndum að lausn á vandamálum fyrirtækja sinna. Þær þurfi þó að vera raunhæfar og vera í takti við þá kröfu bankans að endurheimta sem mest af verðmætum sínum. Ekki er komin niðurstaða í máli 1998, að sögn bankans. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfesti við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að Samkeppniseftirlitið hefði mót- tekið áætlun um samruna Kaup- þings og 1998 ehf. í tengslum við yfirtökuna. „Ekkert hefur breyst frá okkar hálfu. Ég hef ekki orðið var við það. Staðan er sú sama og fyrir hálfum mánuði. Samningar eru í gangi,“ segir Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og stjórnarmaður í 1998 ehf., móðurfélagi Haga. 1998 ehf. skuldar Nýja Kaup- þingi í kringum 48 milljarða króna. Skuldin er til komin vegna umsvifa- mikillar uppstokkunar á eignasafni Baugs í júlí í fyrra. Bankinn setti tvo starfsmenn sína í stjórn 1998 ehf. í síðasta mánuði en auk bankamanna situr Jóhannes í Bónus í stjórninni. Hann segir hvorki breytingu hafa orðið á stjórn félagsins né eignarhaldi verslana Haga. Enn sé unnið eftir samkomulagi á milli Kaupþings og fjölskyldu hans. Þar á meðal er aukið hlutafé sem eigi að tryggja fjölskyldunni sextíu prósenta hlut á móti bankanum. Spurður hversu langan frest Jóhannes og fjölskylda hans fái til að afla fjárins segir hann það samningsatriði. „Það fer bara eftir því hvernig gengur.“ jonab@frettabladid.is JÓHANNES Í BÓNUS OG INGIBJÖRG Stofnandi Bónuss, sem hér stendur með Ingibjörgu S. Pálmadóttur, tengdadóttur sinni, segir að viðræður standi enn yfir við Nýja Kaupþing um framtíð Haga. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Samruni til skoðunar Nýja Kaupþing segist hafa yfirtekið 1998, móðurfélag Haga. Samkeppniseftirlit- inu hefur verið send samrunaáætlun. Jóhannes í Bónus segir að allt sé óbreytt. Hann vinni að því að afla fjár svo fjölskylda hans fái haldið eignarhlut sínum. GENGIÐ 10.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 225,9932 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,67 124,27 206,7 207,7 185,58 186,62 24,938 25,084 22,156 22,286 18,088 18,194 1,3715 1,3795 198,08 199,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.